Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa Lovísa Arnardóttir skrifar 17. febrúar 2025 09:00 Svana Helen segir vilja fyrir því að skipuleggja verkefni betur svo færri þeirra fari fram úr áætlun í kostnaði. Bylgjan Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands, segir verkfræðingum oft líða eins og þeir séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi ekki samkvæmt plani. Framkvæmdir séu illa skipulagðar og illa fjármagnaðar. „Það er þá oftast vegna þess að þau taka einhverjum breytingum. Menn fara af stað með hugmynd og það er þekkt staðreynd að margar opinberar framkvæmdir fara í gang því stjórnmálamenn ætla sér að reisa sér minnisvarða um eitthvað. Það er tekin ákvörðun um að fara af stað og hún er ekki nægilega vel undirbúin og ekki fullfjármögnuð,“ segir Svana sem ræddi framkvæmdir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þegar fjármagn þrýtur þá þurfi að stöðva framkvæmdina. Hún segir áríðandi að í öllum framkvæmdum undirbúi fólk sig vel og að verkefnin séu fullfjármögnuð áður en þau eru farin af stað. Svana Helen segir merkilegt að um 90 prósent allra opinberra framkvæmda fari að meðaltali 60 prósent fram úr áætlun. Rannsóknir Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við Háskólann í Reykjavík, hafi sýnt það. Til að ræða þetta heldur Verkfræðingafélagið ráðstefnu á fimmtudaginn um risaframkvæmdir og mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu. Helen segir samgöngusáttmálann ástæðu þess að þau haldi þessa ráðstefnu núna. Næstu fjögur kjörtímabil muni fara í að framkvæma það sem er í sáttmálanum. Svana Helen segir mikilvægt að þegar verkefni nái yfir mörg kjörtímabil séu þau ekki háð pólitík. Að áætlanir standist og verkefnin séu framkvæmd. Önnur verkefni sem hafi náð yfir mörg kjörtímabil séu til dæmis Harpa, Landspítalinn og Vaðlaheiðargögn. Öll þessi verkefni hafi farið fram úr sér í kostnaði. Gert betur í Danmörku og Noregi Hún segir Dani og Norðmenn hafa endurskoðað sína stjórnsýslu og gangi betur að fara eftir áætlunum en Íslendingum. Hún segir vilja fyrir því að gera það sama hér. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins og fjármálaráðherra verði á ráðstefnunni á fimmtudaginn og að fólk vilji gera þetta vel. Danskir og norskir sérfræðingar, sem hafa skoðað þessi mál í sínum löndum, fara yfir það á ráðstefnunni hvernig það var gert. Hún segir ráð sérfræðinga misvel þegin en verkfræðingar í Verkfræðingafélaginu hafi margir haft miklar áhyggjur af verkefnum Samgöngusáttmálans. „Vegna þess að við höfum upplifað að verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar ekki gengur vel.“ Skipulag Byggingariðnaður Bítið Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Það er þá oftast vegna þess að þau taka einhverjum breytingum. Menn fara af stað með hugmynd og það er þekkt staðreynd að margar opinberar framkvæmdir fara í gang því stjórnmálamenn ætla sér að reisa sér minnisvarða um eitthvað. Það er tekin ákvörðun um að fara af stað og hún er ekki nægilega vel undirbúin og ekki fullfjármögnuð,“ segir Svana sem ræddi framkvæmdir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þegar fjármagn þrýtur þá þurfi að stöðva framkvæmdina. Hún segir áríðandi að í öllum framkvæmdum undirbúi fólk sig vel og að verkefnin séu fullfjármögnuð áður en þau eru farin af stað. Svana Helen segir merkilegt að um 90 prósent allra opinberra framkvæmda fari að meðaltali 60 prósent fram úr áætlun. Rannsóknir Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við Háskólann í Reykjavík, hafi sýnt það. Til að ræða þetta heldur Verkfræðingafélagið ráðstefnu á fimmtudaginn um risaframkvæmdir og mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu. Helen segir samgöngusáttmálann ástæðu þess að þau haldi þessa ráðstefnu núna. Næstu fjögur kjörtímabil muni fara í að framkvæma það sem er í sáttmálanum. Svana Helen segir mikilvægt að þegar verkefni nái yfir mörg kjörtímabil séu þau ekki háð pólitík. Að áætlanir standist og verkefnin séu framkvæmd. Önnur verkefni sem hafi náð yfir mörg kjörtímabil séu til dæmis Harpa, Landspítalinn og Vaðlaheiðargögn. Öll þessi verkefni hafi farið fram úr sér í kostnaði. Gert betur í Danmörku og Noregi Hún segir Dani og Norðmenn hafa endurskoðað sína stjórnsýslu og gangi betur að fara eftir áætlunum en Íslendingum. Hún segir vilja fyrir því að gera það sama hér. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins og fjármálaráðherra verði á ráðstefnunni á fimmtudaginn og að fólk vilji gera þetta vel. Danskir og norskir sérfræðingar, sem hafa skoðað þessi mál í sínum löndum, fara yfir það á ráðstefnunni hvernig það var gert. Hún segir ráð sérfræðinga misvel þegin en verkfræðingar í Verkfræðingafélaginu hafi margir haft miklar áhyggjur af verkefnum Samgöngusáttmálans. „Vegna þess að við höfum upplifað að verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar ekki gengur vel.“
Skipulag Byggingariðnaður Bítið Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira