Skoða hvort megi taka betur á móti tilkynningum Bjarki Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2025 11:39 Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir það hafa verið óþægilegt að horfa á myndböndin af hrossunum. Vísir/Egill Forstjóri Matvælastofnunar segir það þurfa að skoða hvort taka megi betur á móti tilkynningum um dýraníð. Hún segir það slæma hugmynd að slíta starfsemi stofnunarinnar í tvennt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær voru sýnd sláandi myndbönd af meintu dýraníði hrossaræktenda á suðvesturhorninu. Hann sást þrengja verulega að hálsi folalds sem hann var að setja múl á. Þá barði hann annað hross sem hann var að teyma. Framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands gagnrýndi vinnubrögð Matvælastofnunar í málinu en þegar tilkynnandi hringdi í stofnunina skömmu eftir að hafa orðið vitni að níðinu var honum sagt að senda inn skriflega tilkynningu á vefnum. Með því að bregðast ekki við um leið hafi stofnunin brugðist skepnunum. Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir það þurfa að skoða hvort hægt hafi verið að taka betur á móti tilkynningunni. Óþægilegt hafi verið að sjá myndböndin en málið sé nú komið á borð stofnunarinnar. „Hins vegar verðum við að horfa til þess að þegar við rannsökum þessi mál verðum við að fá öll gögn. Við höfum ekki heimild til yfirheyrslu eða jafn viðamiklar rannsóknarheimildir og lögreglan hefur. Því stólum við töluvert mikið á gögn sem við fáum send inn til okkar,“ segir Hrönn. Framkvæmdastjórinn kallaði eftir því að starfsemi Matvælastofnunar yrði skipt upp. Ein stofnun myndi sjá um matvælaframleiðslu og önnur um dýravelferð. Því er Hrönn ekki sammála. „Ég tel vera gríðarlega mikilvægt að þessi mál séu undir einni stofnun til að vera ekki að flækja aðgerðir og stjórnsýsluna. Það gerir það líka að verkum að viðbrögðin verða hraðari en ef þetta væri í tveimur stofnunum,“ segir Hrönn. Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær voru sýnd sláandi myndbönd af meintu dýraníði hrossaræktenda á suðvesturhorninu. Hann sást þrengja verulega að hálsi folalds sem hann var að setja múl á. Þá barði hann annað hross sem hann var að teyma. Framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands gagnrýndi vinnubrögð Matvælastofnunar í málinu en þegar tilkynnandi hringdi í stofnunina skömmu eftir að hafa orðið vitni að níðinu var honum sagt að senda inn skriflega tilkynningu á vefnum. Með því að bregðast ekki við um leið hafi stofnunin brugðist skepnunum. Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir það þurfa að skoða hvort hægt hafi verið að taka betur á móti tilkynningunni. Óþægilegt hafi verið að sjá myndböndin en málið sé nú komið á borð stofnunarinnar. „Hins vegar verðum við að horfa til þess að þegar við rannsökum þessi mál verðum við að fá öll gögn. Við höfum ekki heimild til yfirheyrslu eða jafn viðamiklar rannsóknarheimildir og lögreglan hefur. Því stólum við töluvert mikið á gögn sem við fáum send inn til okkar,“ segir Hrönn. Framkvæmdastjórinn kallaði eftir því að starfsemi Matvælastofnunar yrði skipt upp. Ein stofnun myndi sjá um matvælaframleiðslu og önnur um dýravelferð. Því er Hrönn ekki sammála. „Ég tel vera gríðarlega mikilvægt að þessi mál séu undir einni stofnun til að vera ekki að flækja aðgerðir og stjórnsýsluna. Það gerir það líka að verkum að viðbrögðin verða hraðari en ef þetta væri í tveimur stofnunum,“ segir Hrönn.
Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira