Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. febrúar 2025 11:18 Björg Magnúsdóttir hefur verið aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar í rúmt ár. Vísir/Vilhelm Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi fór fram í fyrradag þar sem sætum á landsfund flokksins var úthlutað. Um var að ræða mikinn hitafund þar sem listi stjórnar var felldur á kostnað nýs lista. Fylkingarnar á bak við formannsefnin tvö virðast byrjaðar að smala fólki á fundi vítt og breitt um landið til að ná sem flestum sætum. Annað sem vakti athygli var sú staðreynd að Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, mætti á fundinn og tók þátt í dagskránni. Fréttastofa heyrði hljóðið í Björgu til að spyrjast út í fundinn. Hvað kemur nú til að þú ert þarna? „Það er nú ekkert launungarmál að þarna, á þessum stöðum og á þessu stigi í flokkunum, er hægt að hafa raunveruleg áhrif á lýðræðið. Ég hef tekið þátt hjá mörgum flokkum eins og mjög margir sem hafa áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Björg. Skráð í „mjög marga flokka“ „Það sáu mig margir þarna þannig þetta er ekkert leyndarmál. Það er gott fólk í mjög mörgum flokkum, líklegast öllum, maður mætir auðvitað til að styðja það. Þannig ég er bara þar,“ segir Björg. Þannig að þú ert skráð í Sjálfstæðisflokkinn? „Ég held ég sé skráð í mjög marga flokka,“ segir hún. „Þetta er góð aðferð til að hafa áhrif.“ Styðurðu annað hvort formannsefnið frekar en hitt? „Mér finnst þetta bara tvær flottar konur og ég ætla ekkert að gefa frekar upp um það,“ segir hún. Björg hefur látið sjá sig á stuðningssamkomum Áslaugar í gegnum tíðina. En þú ert skráð í Framsókn? „Já, ég er það. Ég þekki mjög marga í kringum mig sem eru skráð á mjög mörgum stöðum. Þetta er ekkert dýpra á þessu hjá mér,“ segir Björg. Björg aðstoðar Einar Þorsteinsson sem er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Mikið var gert úr því fyrir þremur árum að hann hafi verið formaður Týs, félags ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi, fyrir mörgum árum. Þá hefur verið ýjað að því undanfarið að hann hyggist yfirgefa Framsókn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Skrítin staða hjá borgarstjóranum Einar og Björg eru hins vegar í skrítinni stöðu þessa dagana eftir að Einar sleit meirihlutanum í borginni og það kom í ljós að hann gæti ekki myndað annan meirihluta. Hvað hann verður lengi borgarstjóri ræðst af því hvort og hvenær tekst að mynda nýjan meirihluta. „Það er svolítil biðstaða, það eru ekkert margar undirritanir á svona dögum þegar það er búið að kippa hlutum svona úr sambandi,“ segir Björg. Hann sinnir áfram einhverjum verkefnum? „Þessum daglegu verkefnum sem er auðvitað fjölmörg. En það er kannski beðið með stór mál meðan staðan er svona af því það er auðvitað ekki starfandi meirihluti þó hann sé starfandi borgarstjóri og embættismaður sem slíkur,“ segir hún „Ég er auðvitað fylgitungl hans þannig að við erum bara í okkar daglegu verkefnum en þetta er auðvitað svolítið skrítið allt saman.“ Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Björg ráðin aðstoðarmaður verðandi borgarstjóra Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar, verðandi borgarstjóra. Björg hefur verið starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu undanfarin tólf ár. 5. janúar 2024 22:07 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi fór fram í fyrradag þar sem sætum á landsfund flokksins var úthlutað. Um var að ræða mikinn hitafund þar sem listi stjórnar var felldur á kostnað nýs lista. Fylkingarnar á bak við formannsefnin tvö virðast byrjaðar að smala fólki á fundi vítt og breitt um landið til að ná sem flestum sætum. Annað sem vakti athygli var sú staðreynd að Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, mætti á fundinn og tók þátt í dagskránni. Fréttastofa heyrði hljóðið í Björgu til að spyrjast út í fundinn. Hvað kemur nú til að þú ert þarna? „Það er nú ekkert launungarmál að þarna, á þessum stöðum og á þessu stigi í flokkunum, er hægt að hafa raunveruleg áhrif á lýðræðið. Ég hef tekið þátt hjá mörgum flokkum eins og mjög margir sem hafa áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Björg. Skráð í „mjög marga flokka“ „Það sáu mig margir þarna þannig þetta er ekkert leyndarmál. Það er gott fólk í mjög mörgum flokkum, líklegast öllum, maður mætir auðvitað til að styðja það. Þannig ég er bara þar,“ segir Björg. Þannig að þú ert skráð í Sjálfstæðisflokkinn? „Ég held ég sé skráð í mjög marga flokka,“ segir hún. „Þetta er góð aðferð til að hafa áhrif.“ Styðurðu annað hvort formannsefnið frekar en hitt? „Mér finnst þetta bara tvær flottar konur og ég ætla ekkert að gefa frekar upp um það,“ segir hún. Björg hefur látið sjá sig á stuðningssamkomum Áslaugar í gegnum tíðina. En þú ert skráð í Framsókn? „Já, ég er það. Ég þekki mjög marga í kringum mig sem eru skráð á mjög mörgum stöðum. Þetta er ekkert dýpra á þessu hjá mér,“ segir Björg. Björg aðstoðar Einar Þorsteinsson sem er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Mikið var gert úr því fyrir þremur árum að hann hafi verið formaður Týs, félags ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi, fyrir mörgum árum. Þá hefur verið ýjað að því undanfarið að hann hyggist yfirgefa Framsókn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Skrítin staða hjá borgarstjóranum Einar og Björg eru hins vegar í skrítinni stöðu þessa dagana eftir að Einar sleit meirihlutanum í borginni og það kom í ljós að hann gæti ekki myndað annan meirihluta. Hvað hann verður lengi borgarstjóri ræðst af því hvort og hvenær tekst að mynda nýjan meirihluta. „Það er svolítil biðstaða, það eru ekkert margar undirritanir á svona dögum þegar það er búið að kippa hlutum svona úr sambandi,“ segir Björg. Hann sinnir áfram einhverjum verkefnum? „Þessum daglegu verkefnum sem er auðvitað fjölmörg. En það er kannski beðið með stór mál meðan staðan er svona af því það er auðvitað ekki starfandi meirihluti þó hann sé starfandi borgarstjóri og embættismaður sem slíkur,“ segir hún „Ég er auðvitað fylgitungl hans þannig að við erum bara í okkar daglegu verkefnum en þetta er auðvitað svolítið skrítið allt saman.“
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Björg ráðin aðstoðarmaður verðandi borgarstjóra Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar, verðandi borgarstjóra. Björg hefur verið starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu undanfarin tólf ár. 5. janúar 2024 22:07 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Björg ráðin aðstoðarmaður verðandi borgarstjóra Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar, verðandi borgarstjóra. Björg hefur verið starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu undanfarin tólf ár. 5. janúar 2024 22:07