Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 23:05 Aron Elís Þrándarson, fyrirliði Víkinga, ræðir við dómarann Rohit Saggi í leiknum á móti Panathinaikos í kvöld. Getty/Ville Vuorinen Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Grikkirnir björguðu andlitinu með því að skora úr vítinu og það munar miklu fyrir Víkingsliðið að fara suður til Grikklands með eitt mark í forskot í staðinn fyrir að vera tveimur mörkum yfir. Það eru ekki aðeins Víkingar eða Íslendingar sem voru ósáttir við vítaspyrnudóminn. Don Hutchison, sem var að lýsa leiknum á TNT Sports, skildi ekkert í dómnum. Eurosport fjallaði um viðbrögðin í myndverinu. „Þú getur ekki dæmt hendi á þetta,“ sagði Hutchison. „Það er ekki hægt.“ „Ég veit að fólk segir að höndin hans eigi ekki að vera þarna en miðvörðurinn var að skalla boltann í hann af mjög stuttu færi. Þetta getur ekki verið víti,“ sagði Hutchison. „Þú verður að taka það til greina að liðsfélaginn var að skalla boltann í höndina,“ sagði Hutchison. Norski dómarinn Rohit Saggi fór í fyrstu ekki í réttan skjá til að skoða atvikið. Það þurfti að kalla til hans og láta hann fara í réttan skjá. James Horncastle hafði mjög gaman af því. „Ó hann fékk ekki rétta VAR þarna. Hann fór í rangan skjá. Það þurfti að leiðbeina honum að réttum skjá. Það er alltaf slæm byrjun fyrir dómara,“ sagði Horncastle. Sérfræðingar TNT Sports komust þó fljótlega að því að dómarinn var ekki að dæma á hendi heldur fann hann annað brot rétt á eftir og dæmdi vítið á það. Það má lesa meira um samtalið í settinu með því að smella hér. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Sjá meira
Grikkirnir björguðu andlitinu með því að skora úr vítinu og það munar miklu fyrir Víkingsliðið að fara suður til Grikklands með eitt mark í forskot í staðinn fyrir að vera tveimur mörkum yfir. Það eru ekki aðeins Víkingar eða Íslendingar sem voru ósáttir við vítaspyrnudóminn. Don Hutchison, sem var að lýsa leiknum á TNT Sports, skildi ekkert í dómnum. Eurosport fjallaði um viðbrögðin í myndverinu. „Þú getur ekki dæmt hendi á þetta,“ sagði Hutchison. „Það er ekki hægt.“ „Ég veit að fólk segir að höndin hans eigi ekki að vera þarna en miðvörðurinn var að skalla boltann í hann af mjög stuttu færi. Þetta getur ekki verið víti,“ sagði Hutchison. „Þú verður að taka það til greina að liðsfélaginn var að skalla boltann í höndina,“ sagði Hutchison. Norski dómarinn Rohit Saggi fór í fyrstu ekki í réttan skjá til að skoða atvikið. Það þurfti að kalla til hans og láta hann fara í réttan skjá. James Horncastle hafði mjög gaman af því. „Ó hann fékk ekki rétta VAR þarna. Hann fór í rangan skjá. Það þurfti að leiðbeina honum að réttum skjá. Það er alltaf slæm byrjun fyrir dómara,“ sagði Horncastle. Sérfræðingar TNT Sports komust þó fljótlega að því að dómarinn var ekki að dæma á hendi heldur fann hann annað brot rétt á eftir og dæmdi vítið á það. Það má lesa meira um samtalið í settinu með því að smella hér.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Sjá meira