„Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2025 21:14 Eftirför vitnisins hófst við Smáralind og lauk við Grímsbæ. Vísir/Vilhelm Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn. Í þessari frétt er fjallað um heimilisofbeldi. Verðir þú fyrir heimilisofbeldi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Fyrr í dag var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði handtekið mann grunaðan um líkamsárás, eftir að vitni að árásinni hefði elt gerandann uppi og komið lögreglu á spor hans. Vitnið sem um ræðir setti sig í samband við fréttastofu til að skýra nánar frá atburðum, en óskaði þess að koma ekki fram undir nafni, öryggis síns vegna. „Tilkynnt um líkamsárás þar sem maður var að ráðast að konu. Gerandi fór síðan af vettvangi á bifreið en vitni að árásinni elti manninn og gat vísað lögreglu á hann. Maðurinn handtekinn vegna málsins,“ sagði í dagbókarfærslu lögreglu um málið. Ekki var þar að finna frekari upplýsingar. „Það er slatti sem vantar inn í þessa sögu,“ segir vitnið í samtali við fréttastofu. Meintur árásarmaður og þolandi hafi verið saman í bíl, sem sá fyrrnefndi hafi tekið stjórnina á. Allt útlit sé fyrir að um heimilisofbeldi hafi verið að ræða. „Ég er að keyra úr gagnstæðri átt og við fyrstu sýn lítur út eins og maðurinn sé að reyna að ræna bílnum. Þetta var mjög skrýtið, um miðjan dag fyrir framan Smáralind.“ Konan hafi verið við stýrið, en síðan hafi maðurinn, sem hafi verið farþegi í bílnum viljað taka stjórn bílsins. Hann hafi tekið sér stöðu utan við bílinn og byrjað að berja í hann. „Hann var með eitthvað í höndinni sem mér sýndist fyrst vera hnífur. Hann var klárlega að sveifla einhverju. Barefli, hníf eða síma.“ Hafi ekið eins og brjálæðingur Maðurinn hafi síðan keyrt í burtu frá Smáralind á meðan konan var enn í bílnum. Aksturslag hans hafi verið óreglulegt, ógætilegt og með þeim hætti að mikil heppni sé að hann hafi ekki lent utan í bílum annarra ökumanna. „Hann keyrir Reykjanesbrautina, beygir upp af Sprengisandi og upp Bústaðaveginn. Við Bústaðakirkju hendir hann henni út úr bílnum. Svo er hann handtekinn framan við Grímsbæ,“ segir vitnið, sem elti bílinn og var með Neyðarlínuna í símanum alla leiðina. „Þá gat lögreglan komið beggja megin Bústaðavegarins og lokað honum í nokkrar mínútur. Frábærlega unnið hjá þeim. Það eru komnir fimm bílar og eitt mótorhjól þegar allt er talið. Maðurinn er rifinn úr bílnum, handtekinn og komið inn í lögregubíl og bara í burtu.“ Vitnið segir að meðan maðurinn keyrði bílinn hafi hann á sama tíma verið að berja konuna ítrekað. „Hún er pottþétt slösuð. Mínar mestu áhyggjur, og ástæðan fyrir því að ég rýk ekki í hann, er að mér sýndist hann vera með hníf. Hann var með eitthvað. Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum. Mér datt ekki til hugar að láta hann komast upp með þetta. Ég er bara með lögregluna í símanum allan tímann, og þeirra viðbrögð voru til fyrirmyndar,“ segir vitnið að lokum. Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Heimilisofbeldi Kópavogur Reykjavík Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Sjá meira
Í þessari frétt er fjallað um heimilisofbeldi. Verðir þú fyrir heimilisofbeldi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Fyrr í dag var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði handtekið mann grunaðan um líkamsárás, eftir að vitni að árásinni hefði elt gerandann uppi og komið lögreglu á spor hans. Vitnið sem um ræðir setti sig í samband við fréttastofu til að skýra nánar frá atburðum, en óskaði þess að koma ekki fram undir nafni, öryggis síns vegna. „Tilkynnt um líkamsárás þar sem maður var að ráðast að konu. Gerandi fór síðan af vettvangi á bifreið en vitni að árásinni elti manninn og gat vísað lögreglu á hann. Maðurinn handtekinn vegna málsins,“ sagði í dagbókarfærslu lögreglu um málið. Ekki var þar að finna frekari upplýsingar. „Það er slatti sem vantar inn í þessa sögu,“ segir vitnið í samtali við fréttastofu. Meintur árásarmaður og þolandi hafi verið saman í bíl, sem sá fyrrnefndi hafi tekið stjórnina á. Allt útlit sé fyrir að um heimilisofbeldi hafi verið að ræða. „Ég er að keyra úr gagnstæðri átt og við fyrstu sýn lítur út eins og maðurinn sé að reyna að ræna bílnum. Þetta var mjög skrýtið, um miðjan dag fyrir framan Smáralind.“ Konan hafi verið við stýrið, en síðan hafi maðurinn, sem hafi verið farþegi í bílnum viljað taka stjórn bílsins. Hann hafi tekið sér stöðu utan við bílinn og byrjað að berja í hann. „Hann var með eitthvað í höndinni sem mér sýndist fyrst vera hnífur. Hann var klárlega að sveifla einhverju. Barefli, hníf eða síma.“ Hafi ekið eins og brjálæðingur Maðurinn hafi síðan keyrt í burtu frá Smáralind á meðan konan var enn í bílnum. Aksturslag hans hafi verið óreglulegt, ógætilegt og með þeim hætti að mikil heppni sé að hann hafi ekki lent utan í bílum annarra ökumanna. „Hann keyrir Reykjanesbrautina, beygir upp af Sprengisandi og upp Bústaðaveginn. Við Bústaðakirkju hendir hann henni út úr bílnum. Svo er hann handtekinn framan við Grímsbæ,“ segir vitnið, sem elti bílinn og var með Neyðarlínuna í símanum alla leiðina. „Þá gat lögreglan komið beggja megin Bústaðavegarins og lokað honum í nokkrar mínútur. Frábærlega unnið hjá þeim. Það eru komnir fimm bílar og eitt mótorhjól þegar allt er talið. Maðurinn er rifinn úr bílnum, handtekinn og komið inn í lögregubíl og bara í burtu.“ Vitnið segir að meðan maðurinn keyrði bílinn hafi hann á sama tíma verið að berja konuna ítrekað. „Hún er pottþétt slösuð. Mínar mestu áhyggjur, og ástæðan fyrir því að ég rýk ekki í hann, er að mér sýndist hann vera með hníf. Hann var með eitthvað. Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum. Mér datt ekki til hugar að láta hann komast upp með þetta. Ég er bara með lögregluna í símanum allan tímann, og þeirra viðbrögð voru til fyrirmyndar,“ segir vitnið að lokum. Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Í þessari frétt er fjallað um heimilisofbeldi. Verðir þú fyrir heimilisofbeldi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717.
Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Kópavogur Reykjavík Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Sjá meira