Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2025 16:12 Jens Garðar Helgason er einn flutningsmanna frumvarpsins en sá sem kann að þurfa að súpa seyðið af afleiðingum þess er hins vegar Grímur Grímsson Viðreisn. vísir/vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja afnema sérréttindi sem opinberir starfsmenn hafa notið þegar þingfararkaup þingmanna er annars vegar. Þetta eru þau Hildur Sverrisdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Vilhjálmur Árnason auk Jens Garðars Helgasonar. Frumvarpið gengur út á á að fella burtu fyrstu málsgrein fjórðu greinar um réttindi opinberra starfsmanna er varðar þingfararkaup alþingismanna: „Alþingismaður á rétt á leyfi frá opinberu starfi, sem hann gegnir, í allt að fimm ár. Afsali hann sér starfinu eftir fimm ára leyfi á hann að öðru jöfnu forgang í allt að fimm ár frá þeim tíma að sambærilegri stöðu hjá hinu opinbera.“ Þó þetta ákvæði hafi lengi verið þyrnir í augum þeirra sem tala ákafast fyrir jafnræði milli opinberra starfsmanna og þeirra sem velkjast á almennum vinnumarkaði verður að teljast ólíklegt að málið nái fram að ganga. Stjórnarliðar munu telja það beinast gegn opinberum starfsmönnum úr sínu liði svo sem Grími Grímssyni Viðreisn og Víði Reynissyni og Ölmu Möller Samfylkingu, svo einhverjir séu nefndir. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.vísir/vilhelm En eins og segir í greinargerð sem fylgir með frumvarpinu stingur þessi réttur í augu: „Réttur alþingismanna til leyfis frá störfum samkvæmt fyrri málslið 1. mgr. 4. gr. gildir eingöngu um opinbera starfsmenn en ekki þá sem starfa á almennum vinnumarkaði. Ekki verður séð að fyrir hendi séu nein haldbær rök fyrir því að veita opinberum starfsmönnum þessi réttindi fram yfir aðra launamenn.“ Tíundað er að kjörtímabil séu að jafnaði fjögur ár og laun þingmanna yfir meðallagi á íslenskum vinnumarkaði. „Opinberir starfsmenn sem taka sæti á Alþingi eru því ekki að taka sérstaka fjárhagslega áhættu með því að sitja á þingi. Þess utan njóta þingmenn sem koma af almennum vinnumarkaði ekki framangreindra réttinda án þess að það sé til vandkvæða fyrir þá að taka sæti á Alþingi. Því er lagt til að hinn lögbundni réttur opinberra starfsmanna til leyfis frá störfum vegna setu á Alþingi verði felldur brott.“ Alþingi Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta eru þau Hildur Sverrisdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Vilhjálmur Árnason auk Jens Garðars Helgasonar. Frumvarpið gengur út á á að fella burtu fyrstu málsgrein fjórðu greinar um réttindi opinberra starfsmanna er varðar þingfararkaup alþingismanna: „Alþingismaður á rétt á leyfi frá opinberu starfi, sem hann gegnir, í allt að fimm ár. Afsali hann sér starfinu eftir fimm ára leyfi á hann að öðru jöfnu forgang í allt að fimm ár frá þeim tíma að sambærilegri stöðu hjá hinu opinbera.“ Þó þetta ákvæði hafi lengi verið þyrnir í augum þeirra sem tala ákafast fyrir jafnræði milli opinberra starfsmanna og þeirra sem velkjast á almennum vinnumarkaði verður að teljast ólíklegt að málið nái fram að ganga. Stjórnarliðar munu telja það beinast gegn opinberum starfsmönnum úr sínu liði svo sem Grími Grímssyni Viðreisn og Víði Reynissyni og Ölmu Möller Samfylkingu, svo einhverjir séu nefndir. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.vísir/vilhelm En eins og segir í greinargerð sem fylgir með frumvarpinu stingur þessi réttur í augu: „Réttur alþingismanna til leyfis frá störfum samkvæmt fyrri málslið 1. mgr. 4. gr. gildir eingöngu um opinbera starfsmenn en ekki þá sem starfa á almennum vinnumarkaði. Ekki verður séð að fyrir hendi séu nein haldbær rök fyrir því að veita opinberum starfsmönnum þessi réttindi fram yfir aðra launamenn.“ Tíundað er að kjörtímabil séu að jafnaði fjögur ár og laun þingmanna yfir meðallagi á íslenskum vinnumarkaði. „Opinberir starfsmenn sem taka sæti á Alþingi eru því ekki að taka sérstaka fjárhagslega áhættu með því að sitja á þingi. Þess utan njóta þingmenn sem koma af almennum vinnumarkaði ekki framangreindra réttinda án þess að það sé til vandkvæða fyrir þá að taka sæti á Alþingi. Því er lagt til að hinn lögbundni réttur opinberra starfsmanna til leyfis frá störfum vegna setu á Alþingi verði felldur brott.“
Alþingi Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira