Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 20:30 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. „Við vorum með í þessum samræðum sem tóku af stað á föstudaginn,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar en að þau taki ekki þátt í meirihlutaviðræðum sem fari nú fram á vinstri væng stjórnmálanna í borginni. Hún segir Viðreisn hægrimiðjuflokk og þau eigi samleið í ýmsum málaflokkum en þau hafi ekki hug á að taka þátt í þessum meirihluta. Þau séu tilbúin að tala við öll en á öðrum forsendum en hægri vinstri. „Það verður þá að vera eitthvað annað format.“ Hún segir oddvita vinstri flokkanna reynslubolta og óskar þeim velfarnaðar. Það séu ákveðin málefni uppi á borðinu og þau hafi verið rædd í þessum þreifingum síðustu daga. Til í slaginn „Nú snýst þetta um nálgunina og að koma sér saman um hvernig á að gera þessi örfáu atriði. Sem eru samt risamál sem þarf að leiða í jörð. Viðreisn tekur ekki þátt í þessu að þessu sinni,“ segir hún en þau muni sjá hvert það leiðir. Hún segir alla flokka tilbúna að takast á við það að vera í minnihluta, sama hvort það er á þingi eða í sveitarstjórn. Það sé ábyrgð þeirra að taka þátt og ef ekkert gengur í viðræðum á vinstri eða hægri væng verði þau að finna aðrar leiðir til að stjórna saman. „Við erum klár í þann slag,“ segir Þórdís Lóa að lokum. Atburðarásin hefur verið hröð eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata síðasta föstudag. Hann sá strax fyrir sér meirihluta með Viðreisn, Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki en strax á laugardag varð ljóst að baklandi og stjórn Flokks fólksins hugnaðist ekki að vinna með Sjálfstæðisflokki. Skýr vilji flokksmanna „Það kom skýrt fram þegar við funduðum með stjórn og hluta grasrótar flokksins að það er ekki vilji til að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni,“ sagði Inga Sæland í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í Morgunblaðinu var sú kenning sett fram að formaður Samfylkingarinnar hefði skorist í leikinn og lagt hart að formönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna að taka ekki þátt í samstarfi með Sjálfstæðismönnum. „Það fer fjarri og það er auðvitað þannig að leiðtogar þessara flokka eru með fullt umboð til eigin ákvarðanatöku,“ sagði Kristrún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. 11. febrúar 2025 14:29 Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32 „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. 10. febrúar 2025 23:54 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
„Við vorum með í þessum samræðum sem tóku af stað á föstudaginn,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar en að þau taki ekki þátt í meirihlutaviðræðum sem fari nú fram á vinstri væng stjórnmálanna í borginni. Hún segir Viðreisn hægrimiðjuflokk og þau eigi samleið í ýmsum málaflokkum en þau hafi ekki hug á að taka þátt í þessum meirihluta. Þau séu tilbúin að tala við öll en á öðrum forsendum en hægri vinstri. „Það verður þá að vera eitthvað annað format.“ Hún segir oddvita vinstri flokkanna reynslubolta og óskar þeim velfarnaðar. Það séu ákveðin málefni uppi á borðinu og þau hafi verið rædd í þessum þreifingum síðustu daga. Til í slaginn „Nú snýst þetta um nálgunina og að koma sér saman um hvernig á að gera þessi örfáu atriði. Sem eru samt risamál sem þarf að leiða í jörð. Viðreisn tekur ekki þátt í þessu að þessu sinni,“ segir hún en þau muni sjá hvert það leiðir. Hún segir alla flokka tilbúna að takast á við það að vera í minnihluta, sama hvort það er á þingi eða í sveitarstjórn. Það sé ábyrgð þeirra að taka þátt og ef ekkert gengur í viðræðum á vinstri eða hægri væng verði þau að finna aðrar leiðir til að stjórna saman. „Við erum klár í þann slag,“ segir Þórdís Lóa að lokum. Atburðarásin hefur verið hröð eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata síðasta föstudag. Hann sá strax fyrir sér meirihluta með Viðreisn, Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki en strax á laugardag varð ljóst að baklandi og stjórn Flokks fólksins hugnaðist ekki að vinna með Sjálfstæðisflokki. Skýr vilji flokksmanna „Það kom skýrt fram þegar við funduðum með stjórn og hluta grasrótar flokksins að það er ekki vilji til að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni,“ sagði Inga Sæland í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í Morgunblaðinu var sú kenning sett fram að formaður Samfylkingarinnar hefði skorist í leikinn og lagt hart að formönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna að taka ekki þátt í samstarfi með Sjálfstæðismönnum. „Það fer fjarri og það er auðvitað þannig að leiðtogar þessara flokka eru með fullt umboð til eigin ákvarðanatöku,“ sagði Kristrún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. 11. febrúar 2025 14:29 Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32 „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. 10. febrúar 2025 23:54 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. 11. febrúar 2025 14:29
Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32
„Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. 10. febrúar 2025 23:54