Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 20:30 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar segir flokkinn ekki tilbúinn til meirihlutasamstarfs til vinstri. Strandi viðræður flokka á vinstri væng eins og þær gerðu á hægri væng, séu þau tilbúin til að vinna að því að finna aðrar leiðir fyrir meirihlutann til að vinna saman. „Við vorum með í þessum samræðum sem tóku af stað á föstudaginn,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar en að þau taki ekki þátt í meirihlutaviðræðum sem fari nú fram á vinstri væng stjórnmálanna í borginni. Hún segir Viðreisn hægrimiðjuflokk og þau eigi samleið í ýmsum málaflokkum en þau hafi ekki hug á að taka þátt í þessum meirihluta. Þau séu tilbúin að tala við öll en á öðrum forsendum en hægri vinstri. „Það verður þá að vera eitthvað annað format.“ Hún segir oddvita vinstri flokkanna reynslubolta og óskar þeim velfarnaðar. Það séu ákveðin málefni uppi á borðinu og þau hafi verið rædd í þessum þreifingum síðustu daga. Til í slaginn „Nú snýst þetta um nálgunina og að koma sér saman um hvernig á að gera þessi örfáu atriði. Sem eru samt risamál sem þarf að leiða í jörð. Viðreisn tekur ekki þátt í þessu að þessu sinni,“ segir hún en þau muni sjá hvert það leiðir. Hún segir alla flokka tilbúna að takast á við það að vera í minnihluta, sama hvort það er á þingi eða í sveitarstjórn. Það sé ábyrgð þeirra að taka þátt og ef ekkert gengur í viðræðum á vinstri eða hægri væng verði þau að finna aðrar leiðir til að stjórna saman. „Við erum klár í þann slag,“ segir Þórdís Lóa að lokum. Atburðarásin hefur verið hröð eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata síðasta föstudag. Hann sá strax fyrir sér meirihluta með Viðreisn, Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki en strax á laugardag varð ljóst að baklandi og stjórn Flokks fólksins hugnaðist ekki að vinna með Sjálfstæðisflokki. Skýr vilji flokksmanna „Það kom skýrt fram þegar við funduðum með stjórn og hluta grasrótar flokksins að það er ekki vilji til að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni,“ sagði Inga Sæland í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í Morgunblaðinu var sú kenning sett fram að formaður Samfylkingarinnar hefði skorist í leikinn og lagt hart að formönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna að taka ekki þátt í samstarfi með Sjálfstæðismönnum. „Það fer fjarri og það er auðvitað þannig að leiðtogar þessara flokka eru með fullt umboð til eigin ákvarðanatöku,“ sagði Kristrún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. 11. febrúar 2025 14:29 Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32 „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. 10. febrúar 2025 23:54 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
„Við vorum með í þessum samræðum sem tóku af stað á föstudaginn,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar en að þau taki ekki þátt í meirihlutaviðræðum sem fari nú fram á vinstri væng stjórnmálanna í borginni. Hún segir Viðreisn hægrimiðjuflokk og þau eigi samleið í ýmsum málaflokkum en þau hafi ekki hug á að taka þátt í þessum meirihluta. Þau séu tilbúin að tala við öll en á öðrum forsendum en hægri vinstri. „Það verður þá að vera eitthvað annað format.“ Hún segir oddvita vinstri flokkanna reynslubolta og óskar þeim velfarnaðar. Það séu ákveðin málefni uppi á borðinu og þau hafi verið rædd í þessum þreifingum síðustu daga. Til í slaginn „Nú snýst þetta um nálgunina og að koma sér saman um hvernig á að gera þessi örfáu atriði. Sem eru samt risamál sem þarf að leiða í jörð. Viðreisn tekur ekki þátt í þessu að þessu sinni,“ segir hún en þau muni sjá hvert það leiðir. Hún segir alla flokka tilbúna að takast á við það að vera í minnihluta, sama hvort það er á þingi eða í sveitarstjórn. Það sé ábyrgð þeirra að taka þátt og ef ekkert gengur í viðræðum á vinstri eða hægri væng verði þau að finna aðrar leiðir til að stjórna saman. „Við erum klár í þann slag,“ segir Þórdís Lóa að lokum. Atburðarásin hefur verið hröð eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknarflokks, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata síðasta föstudag. Hann sá strax fyrir sér meirihluta með Viðreisn, Flokki fólksins og Sjálfstæðisflokki en strax á laugardag varð ljóst að baklandi og stjórn Flokks fólksins hugnaðist ekki að vinna með Sjálfstæðisflokki. Skýr vilji flokksmanna „Það kom skýrt fram þegar við funduðum með stjórn og hluta grasrótar flokksins að það er ekki vilji til að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni,“ sagði Inga Sæland í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í Morgunblaðinu var sú kenning sett fram að formaður Samfylkingarinnar hefði skorist í leikinn og lagt hart að formönnum hinna ríkisstjórnarflokkanna að taka ekki þátt í samstarfi með Sjálfstæðismönnum. „Það fer fjarri og það er auðvitað þannig að leiðtogar þessara flokka eru með fullt umboð til eigin ákvarðanatöku,“ sagði Kristrún að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. 11. febrúar 2025 14:29 Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32 „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. 10. febrúar 2025 23:54 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög. 11. febrúar 2025 14:29
Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. 11. febrúar 2025 12:32
„Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Oddviti Pírata í Reykjavík segir ósanngjarnt af borgarstjóra að halda því fram að hann hafi þurft að sprengja meirihlutann til þess að koma hreyfingu á mál sem hann segir hafa mætt andstöðu í meirihlutasamstarfinu. 10. febrúar 2025 23:54