Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. febrúar 2025 12:32 Heiða Björg Hilmarsdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. Rúmir þrír sólarhringar eru síðan Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn. Hann hóf strax viðræður við aðra flokka sem gengu ekki upp. Síðan þá hafa þreifingar átt sér stað þvert á flokka. Borgarfulltrúarnir eru tuttugu og þrír talsins og þarf því tólf til að mynda nýjan meirihluta. Möguleikarnir eru nokkrir en miðað við þau orð sem borgarfulltrúar hafa látið falla virðist vinstristjórn vera einna líklegust núna. Heiða Björk Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar segir mikilvægt að næsti meirihluti verði samhentur og sammála um hvaða verk þurfi að ganga í. „Það eru kannski svona hægri vinstri pólar inni í borgarstjórn en þegar maður tekur sig saman fyrir svona stuttan tíma þá þarf maður að vera fókuseraður og horfa á hvað er mikilvægast og hvað okkur finnst mikilvægt að koma í verk strax. Svo þarf bara góða verkstjórn og koma því til framkvæmda. Þannig ég hef mestan áhuga á því að finna fólk sem að treystir sér í þetta og er tilbúið til þess að vinna og vera í samtali og góðri samvinnu.“ Hún hafi átt í samtölum við aðra oddvita en engar formlegar meirihlutaviðræður séu þó hafnar. „Ég hef talað við alla nema formann Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins en það eru engar formlegar viðræður í sjálfu sér í gangi en ég hugsa að það fari nú að skýrast fljótlega.“ Hún segist ekki geta lofað að það dragi til tíðinda í dag en það kæmi henni ekki á óvart að það myndi gerast. Mikilvægt sé að línurnar skýrist sem fyrst. „Við getum ekki látið borgarbúa bíða. Við berum ábyrgð á því að mynda meirihluta og ég held að við flest tökum það bara mjög alvarlega. Þannig að sama hvað gerist þá held ég að þetta megi ekki taka langa tíma. Við skuldum bara borgarbúum það að ganga hratt í þessi verk.“ Þá segir hún borgarstjórastólinn ekki hafa verið ræddan né hvort það komi til greina að næsti borgarstjóri verði faglega ráðinn. „Við höfum í þessum samtölum sem ég hef átt ekki rætt um borgarstjórastól eða hlutverk. Við höfum bara verið að tala um verkefnin, fólkið í borginni, hvað er mikilvægast að við gerum og hvernig við myndum forgangsraða.“ Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Rúmir þrír sólarhringar eru síðan Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn. Hann hóf strax viðræður við aðra flokka sem gengu ekki upp. Síðan þá hafa þreifingar átt sér stað þvert á flokka. Borgarfulltrúarnir eru tuttugu og þrír talsins og þarf því tólf til að mynda nýjan meirihluta. Möguleikarnir eru nokkrir en miðað við þau orð sem borgarfulltrúar hafa látið falla virðist vinstristjórn vera einna líklegust núna. Heiða Björk Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar segir mikilvægt að næsti meirihluti verði samhentur og sammála um hvaða verk þurfi að ganga í. „Það eru kannski svona hægri vinstri pólar inni í borgarstjórn en þegar maður tekur sig saman fyrir svona stuttan tíma þá þarf maður að vera fókuseraður og horfa á hvað er mikilvægast og hvað okkur finnst mikilvægt að koma í verk strax. Svo þarf bara góða verkstjórn og koma því til framkvæmda. Þannig ég hef mestan áhuga á því að finna fólk sem að treystir sér í þetta og er tilbúið til þess að vinna og vera í samtali og góðri samvinnu.“ Hún hafi átt í samtölum við aðra oddvita en engar formlegar meirihlutaviðræður séu þó hafnar. „Ég hef talað við alla nema formann Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins en það eru engar formlegar viðræður í sjálfu sér í gangi en ég hugsa að það fari nú að skýrast fljótlega.“ Hún segist ekki geta lofað að það dragi til tíðinda í dag en það kæmi henni ekki á óvart að það myndi gerast. Mikilvægt sé að línurnar skýrist sem fyrst. „Við getum ekki látið borgarbúa bíða. Við berum ábyrgð á því að mynda meirihluta og ég held að við flest tökum það bara mjög alvarlega. Þannig að sama hvað gerist þá held ég að þetta megi ekki taka langa tíma. Við skuldum bara borgarbúum það að ganga hratt í þessi verk.“ Þá segir hún borgarstjórastólinn ekki hafa verið ræddan né hvort það komi til greina að næsti borgarstjóri verði faglega ráðinn. „Við höfum í þessum samtölum sem ég hef átt ekki rætt um borgarstjórastól eða hlutverk. Við höfum bara verið að tala um verkefnin, fólkið í borginni, hvað er mikilvægast að við gerum og hvernig við myndum forgangsraða.“
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira