„Réttlæti er svakalega dýrt“ Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 19:00 Ásthildur Lóa segir sýslumann hafa haft einbeittan brotavilja þegar hann færði Arion-banka 10,7 milljónir við úthlutun eftir uppboð. Nú hefur hún stefnt ríkinu vegna málsins. Vísir/Arnar Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist höfða mál gegn ríkinu vegna þess að kerfið eigi ekki að geta komið fram við venjulegt fólk með þeim hætti sem það gerði í máli þeirra hjóna. Það sé ekki á allra færi að leita réttar síns. Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Fulltrúinn hafi ekki tekið tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefðu ekki verið leiðrétt og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Kerfið hafi slegið hlífiskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. Einbeittur brotavilji sýslumanns Á morgun rennur upp stór dagur í þínu lífi, aðalmeðferð í þínu máli? „Það er rétt, ég hef höfðað mál gegn ríkinu vegna þess, ég vil ekki tala um mistök vegna þess að brotavilji var vissulega einbeittur, að sýslumaður ákvað að færa Arion-banka 10,7 milljónir af mínu fé við úthlutun eftir uppboð. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ sagði Ásthildur Lóa við fréttastofu. Hún segir engin grá svæði varðandi fyrningu vaxta sem um hafi verið að ræða í þessu tilfelli. „Þeir eru annað hvort fyrndir eða ekki. Það er líka mjög skýrt í lögum að sýslumanni ber að eigin frumkvæði að taka tillit til fyrningarvaxta við úthlutun eftir uppboð. Hann ákvað að gera það ekki, meira að segja ekki að honum var bent á að það munaði þessum fjármunum,“ sagði hún. Eigi ekki að vera hægt að koma svona fram við fólk Ásthildur segist hafi barist fyrir málinu í mörg ár, fyrst í tvö ár gegnum réttarkerfið þar sem þau hjónin hafi tæmt öll réttarúrræði en aldrei fengið úrskurð um fyrndu vextina. „Síðan þegar við náðum nauðasamningum við Arion-banka var þetta komið til endurupptökunefndar og bankinn krafðist þess sem skilyrði fyrir samningum að við myndum draga það mál til baka,“ sagði Ásthildur. „Núna eru peningarnir komnir til Arion-banka og við ákváðum fyrir rúmlega tveimur árum að sækja þetta mál til ríkisins hreinlega vegna þess að það á ekki að vera hægt að koma fram við venjulegt af kerfum, sem það á að geta treyst, með þessum hætti,“ sagði hún. Ekki á allra færi að leita réttar síns Er eitthvað sem þarf að breyta eða bæta eða var hreinlega ekki farið eftir lögum í þessu tilfelli? „Það var ekki farið eftir lögum, það er bara þannig. En það þarf líka að breyta einhverju og bæta vegna þess að kerfi, sem við eigum að geta treyst á eiga ekki að geta farið gegn lögum með þessum hætti og treyst því að einstaklingar sem verða fyrir þessum brotum leita ekki réttar síns eða geti það ekki,“ sagði Ásthildur. „Það er alveg á hreinu að ég hefði ekki getað haldið áfram með þetta mál fyrr en eftir að ég var komin inn á þing. Ég hefði ekki getað það sem kennari hreinlega af því ég hafði ekki efni á því. Af því að réttlæti er svakalaga dýrt,“ sagði hún. Sannarlega ekki á allra færi að sækja það? „Svo sannarlega ekki,“ sagði Ásthildur Lóa. Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra kemur fyrir Héraðsdóm Reyjavíkur í fyrramálið. Hún og eiginmaður hennar stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna árið 2017. Þau hjónin segja sýslumannsfulltrúa hafa gert mistök við úthlutun eftir uppboð á heimili þeirra árið 2017. Fulltrúinn hafi ekki tekið tillit til fyrningar vaxta upp á 10,7 milljónir króna. Mistökin hefðu ekki verið leiðrétt og þau þvert á móti hvött til að höfða mál væru þau ósátt. Kerfið hafi slegið hlífiskildi um sýslumannsfulltrúa og þannig brotið gróflega gegn réttindum þeirra. Einbeittur brotavilji sýslumanns Á morgun rennur upp stór dagur í þínu lífi, aðalmeðferð í þínu máli? „Það er rétt, ég hef höfðað mál gegn ríkinu vegna þess, ég vil ekki tala um mistök vegna þess að brotavilji var vissulega einbeittur, að sýslumaður ákvað að færa Arion-banka 10,7 milljónir af mínu fé við úthlutun eftir uppboð. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt,“ sagði Ásthildur Lóa við fréttastofu. Hún segir engin grá svæði varðandi fyrningu vaxta sem um hafi verið að ræða í þessu tilfelli. „Þeir eru annað hvort fyrndir eða ekki. Það er líka mjög skýrt í lögum að sýslumanni ber að eigin frumkvæði að taka tillit til fyrningarvaxta við úthlutun eftir uppboð. Hann ákvað að gera það ekki, meira að segja ekki að honum var bent á að það munaði þessum fjármunum,“ sagði hún. Eigi ekki að vera hægt að koma svona fram við fólk Ásthildur segist hafi barist fyrir málinu í mörg ár, fyrst í tvö ár gegnum réttarkerfið þar sem þau hjónin hafi tæmt öll réttarúrræði en aldrei fengið úrskurð um fyrndu vextina. „Síðan þegar við náðum nauðasamningum við Arion-banka var þetta komið til endurupptökunefndar og bankinn krafðist þess sem skilyrði fyrir samningum að við myndum draga það mál til baka,“ sagði Ásthildur. „Núna eru peningarnir komnir til Arion-banka og við ákváðum fyrir rúmlega tveimur árum að sækja þetta mál til ríkisins hreinlega vegna þess að það á ekki að vera hægt að koma fram við venjulegt af kerfum, sem það á að geta treyst, með þessum hætti,“ sagði hún. Ekki á allra færi að leita réttar síns Er eitthvað sem þarf að breyta eða bæta eða var hreinlega ekki farið eftir lögum í þessu tilfelli? „Það var ekki farið eftir lögum, það er bara þannig. En það þarf líka að breyta einhverju og bæta vegna þess að kerfi, sem við eigum að geta treyst á eiga ekki að geta farið gegn lögum með þessum hætti og treyst því að einstaklingar sem verða fyrir þessum brotum leita ekki réttar síns eða geti það ekki,“ sagði Ásthildur. „Það er alveg á hreinu að ég hefði ekki getað haldið áfram með þetta mál fyrr en eftir að ég var komin inn á þing. Ég hefði ekki getað það sem kennari hreinlega af því ég hafði ekki efni á því. Af því að réttlæti er svakalaga dýrt,“ sagði hún. Sannarlega ekki á allra færi að sækja það? „Svo sannarlega ekki,“ sagði Ásthildur Lóa.
Dómsmál Flokkur fólksins Hrunið Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent