Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 20:02 Sampo Kojo, majór í finnska flughernum, sem stýrir loftrýmisgæslunni á Íslandi. Vísir/Einar Flugsveit finnska hersins hefur verið við loftrýmisgæslu á Íslandi síðustu tvær vikur. Majór segir þetta stóra stund fyrir Finna og lærdómsríkt. Þeir sinna nú loftrýmisgæslu á Íslandi í fyrsta sinn eftir að þeir gengu í Atlantshafsbandalagið. Um fimmtíu liðsmenn flugsveitarinnar eru staddir hér á landi og fjórar F/A-18 Hornet orrustuþotur, sem notaðar eru í loftrýmisgæsluna. Flugsveitin hóf gæsluna fyrir um tveimur vikum og verður hér þar til í lok febrúar, þegar hún snýr aftur til Finnlands. Eins og gefur að skilja hefur veðrið sett nokkuð strik í reikninginn. „Veðrið hefur sett strik í reikninginn hjá okkur. Stormurinn kom í veg fyrir að við gætum flogið æfingaflug en hafði ekki áhrif á NATO-loftrýmisgæslu okkar,“ segir Sampo Kojo, majór, sem stýrir gæslunni. Flugmaðurinn Lasse Louhela segir mikilfenglegt að fljúga yfir Ísland.Vísir/Einar „Landslagið og útsýnið á Íslandi er algerlega einstakt. Útsýni sem þetta sér maður hvergi annars staðar. Þegar við byrjuðum var veðrið ekki svo gott en við gátum flogið í morgun og veðrið var gott að mestu leyti,“ bætir Lasse Louhela flugmaður við. Finnar tóku þátt í varnaræfingu á Íslandi árið 2014 en þetta er í fyrsta sinn sem þeir sinna hér loftrýmisgæslu. Finnski flugherinn notast við fjórar K/A-18 Hornet orrustuþotur við loftrýmisgæsluna.Vísir/Einar „Þetta er fyrsta loftrýmisgæsla okkar sem NATO-þjóð. Við vorum hér í fyrsta sinn árið 2014 en það var einungis í þjálfunarskyni. Í þetta sinn sýnum við fram á staðfestu Finnlands hvað varðar sameiginlegar varnir og viðfangsefni NATO auk þess auðvitað að tryggja lofthelgi Íslands í fyrsta sinn,“ segir Louhela. Finnar verða á Íslandi í um tvær vikur til viðbótar.Vísir/Einar Þeir segja tímana víðsjárverða og með því að sinna loftrýmisgæslu hér á Íslandi tryggi Finnar aukið öryggi fyrir öll aðildarríki NATO. „Það eru tímamót fyrir okkur að koma hingað í fyrsta sinn og sinna löggæslu á Íslandi. Það er okkur mikils virði að stuðla að öryggi og vernd lofthelgi Íslands og NATO hér á landi. Það er líka liður í okkar vörnum að vera hér á Ísland og tryggja loftrými landsins,“ segir Kojo. NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Landhelgisgæslan Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Um fimmtíu liðsmenn flugsveitarinnar eru staddir hér á landi og fjórar F/A-18 Hornet orrustuþotur, sem notaðar eru í loftrýmisgæsluna. Flugsveitin hóf gæsluna fyrir um tveimur vikum og verður hér þar til í lok febrúar, þegar hún snýr aftur til Finnlands. Eins og gefur að skilja hefur veðrið sett nokkuð strik í reikninginn. „Veðrið hefur sett strik í reikninginn hjá okkur. Stormurinn kom í veg fyrir að við gætum flogið æfingaflug en hafði ekki áhrif á NATO-loftrýmisgæslu okkar,“ segir Sampo Kojo, majór, sem stýrir gæslunni. Flugmaðurinn Lasse Louhela segir mikilfenglegt að fljúga yfir Ísland.Vísir/Einar „Landslagið og útsýnið á Íslandi er algerlega einstakt. Útsýni sem þetta sér maður hvergi annars staðar. Þegar við byrjuðum var veðrið ekki svo gott en við gátum flogið í morgun og veðrið var gott að mestu leyti,“ bætir Lasse Louhela flugmaður við. Finnar tóku þátt í varnaræfingu á Íslandi árið 2014 en þetta er í fyrsta sinn sem þeir sinna hér loftrýmisgæslu. Finnski flugherinn notast við fjórar K/A-18 Hornet orrustuþotur við loftrýmisgæsluna.Vísir/Einar „Þetta er fyrsta loftrýmisgæsla okkar sem NATO-þjóð. Við vorum hér í fyrsta sinn árið 2014 en það var einungis í þjálfunarskyni. Í þetta sinn sýnum við fram á staðfestu Finnlands hvað varðar sameiginlegar varnir og viðfangsefni NATO auk þess auðvitað að tryggja lofthelgi Íslands í fyrsta sinn,“ segir Louhela. Finnar verða á Íslandi í um tvær vikur til viðbótar.Vísir/Einar Þeir segja tímana víðsjárverða og með því að sinna loftrýmisgæslu hér á Íslandi tryggi Finnar aukið öryggi fyrir öll aðildarríki NATO. „Það eru tímamót fyrir okkur að koma hingað í fyrsta sinn og sinna löggæslu á Íslandi. Það er okkur mikils virði að stuðla að öryggi og vernd lofthelgi Íslands og NATO hér á landi. Það er líka liður í okkar vörnum að vera hér á Ísland og tryggja loftrými landsins,“ segir Kojo.
NATO Öryggis- og varnarmál Finnland Landhelgisgæslan Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira