Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 10:42 Skógarhögg hefst í Öskjuhlíð í dag. Vísir/Sigurjón Það er ekki aðeins meirihlutinn í Reykjavík sem er fallinn heldur bíða sömu örlög trjáa í Öskjuhlíð í dag. Undirbúningur að skógarhöggi á svæðinu er hafinn og til stendur að hefjast handa við að fella trén í kringum hádegið. Einhver tré virðast þó þegar hafa verið felld á svæðinu líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Líkt og kunnugt er var annarri flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli lokað á dögum vegna mikils trjágróður í Öskjuhlíð. Hæð trjánna er sögð hafa áhrif á öryggi flugfarþega um Reykjavíkurflugvöll. Lokunin átti sér langan aðdraganda en málið er meðal þess sem valdið hefur óróleika í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þessi skógarhöggsmaður var byrjaður að fella tré upp úr klukkan ellefu.Vísir/Egill Sjá einnig: Fyrstu trén felld á morgun Og nú er hafinn undirbúningur að skógarhöggi. „Þeir eru úti í skógi núna þarna á þessu svæði fólkið sem sér um borgarskógana og eru að undirbúa. Ætli þau fari ekki að saga um hádegið, upp úr ellefu kannski,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. Til stendur að fella fleiri tré í Öskjuhlíðinni í dag.Vísir/Sigurjón „Það þarf að merkja þetta upp og það er ýmiss undirbúningur sem þarf að fara fram áður en allt hefst. Verkefnið verður hafið innan fárra klukkustunda,“ segir Hjalti. Nokkuð hefur verið deilt um trén í Öskjuhlíð í tengslum við lokun flugbrautar.Vísir/Sigurjón Tökumaður fréttastofu tók meðfylgjandi myndir af nýfelldum trjám í Öskjuhlíðinni rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Hjalta var ekki kunnugt um nákvæma málavexti vegna þeirra trjáa sem þegar hafa verið felld en gerir ráð fyrir að föllnu trén tengist sama verkefni. „Ef það eru einhver nýfelld tré á þessu svæði þá er það örugglega tengt verkefninu,“ segir Hjalti. Frekari undirbúningur stendur yfir á svæðinu.Vísir/Sigurjón Einar Þorsteinsson borgarstjóri skýrði frá því í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að borgin hygðist byrja á því að fella 23 tré í Öskjuhlíðinni í dag. Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Reykjavíkurflugvöllur Tré Fréttir af flugi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Líkt og kunnugt er var annarri flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli lokað á dögum vegna mikils trjágróður í Öskjuhlíð. Hæð trjánna er sögð hafa áhrif á öryggi flugfarþega um Reykjavíkurflugvöll. Lokunin átti sér langan aðdraganda en málið er meðal þess sem valdið hefur óróleika í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þessi skógarhöggsmaður var byrjaður að fella tré upp úr klukkan ellefu.Vísir/Egill Sjá einnig: Fyrstu trén felld á morgun Og nú er hafinn undirbúningur að skógarhöggi. „Þeir eru úti í skógi núna þarna á þessu svæði fólkið sem sér um borgarskógana og eru að undirbúa. Ætli þau fari ekki að saga um hádegið, upp úr ellefu kannski,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. Til stendur að fella fleiri tré í Öskjuhlíðinni í dag.Vísir/Sigurjón „Það þarf að merkja þetta upp og það er ýmiss undirbúningur sem þarf að fara fram áður en allt hefst. Verkefnið verður hafið innan fárra klukkustunda,“ segir Hjalti. Nokkuð hefur verið deilt um trén í Öskjuhlíð í tengslum við lokun flugbrautar.Vísir/Sigurjón Tökumaður fréttastofu tók meðfylgjandi myndir af nýfelldum trjám í Öskjuhlíðinni rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Hjalta var ekki kunnugt um nákvæma málavexti vegna þeirra trjáa sem þegar hafa verið felld en gerir ráð fyrir að föllnu trén tengist sama verkefni. „Ef það eru einhver nýfelld tré á þessu svæði þá er það örugglega tengt verkefninu,“ segir Hjalti. Frekari undirbúningur stendur yfir á svæðinu.Vísir/Sigurjón Einar Þorsteinsson borgarstjóri skýrði frá því í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að borgin hygðist byrja á því að fella 23 tré í Öskjuhlíðinni í dag.
Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Reykjavíkurflugvöllur Tré Fréttir af flugi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira