Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. febrúar 2025 18:32 Brimbrettafólk hefur komið sér fyrir á stað sem gerir verktökum erfitt um vik að sinna störfum sínum. Brimbrettafólk hefur hafið eins konar setuverkfall á hafnarsvæði Þorlákshafnar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við landfyllingu á vinsælu brimbrettasvæði. Forsvarsmaður þeirra segir yfirvöld margsaga um til hver sé ráðist í framkvæmdina. Egill Örn Bjarnason, gjaldkeri Brimbrettafélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi í dag kært niðurstöðu Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna. Félagið telji sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð. Stofnunin hafi meðal annars vísað til þess í niðurstöðu sinni að fáir stunduðu brimbretti á Íslandi. „Fyrir utan það er til skýrsla sem landfyllingin er byggð á, sem unnin er af verkfræðistofu. Við erum búin að sýna fram á að sú skýrsla sé einfaldlega röng. Við fengum dönsku verkfræðistofuna DHI til þess að vinna gögn sanna það,“ segir Egill. Félagsmenn hafa um árabil haldið því fram að framkvæmdir sem þessar myndu spilla öldugangi á svæðinu, og aftra því að brimbrettafólk gæti þar stundað sína íþrótt. Verktakar vinna sér í haginn Nú séu um tíu manns á vegum Brimbrettafélagsins við hafnarsvæðið til að tryggja að verktakar á vegum sveitarfélagsins geti ekki byrjað á landfyllingunni, syðst á nýjum hafnargarði Þorlákshafnar. „Við erum bara fyrir þeim. Þeir ætla ekkert að moka yfir okkur. Verktakinn hefur bara sýnt þessu skilning og er ekkert að gera neitt ólöglegt.“ Fulltrúar brimbrettafólks passa hér að grafa komist ekki með efni, sem nota á í landfyllingu, út að sjó. Fólkið sitji og standi á rampi sem hafi verið útbúinn svo aka megi gröfum og vörubílum með efni til að setja í sjóinn. „Við sitjum hér í stólum og stöndum til skiptis á þessum rampi. Þeir eru samt sem áður að vinna alla undirbúningsvinnuna, eru að keyra efni hingað á norðurhluta varnargarðsins, og vinna sér í haginn.“ Vilja að allir gangi sáttir frá borði Samhliða kærunni sem félagið lagði fram hafi verið óskað eftir stöðvun verksins. Fulltrúar félagsins voni að úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála bregðist hratt við og taki kæruna til greina. Egill er ekki á því láta lægja öldurnar við Þorlákshöfn. Án þeirra geti hann og félagar hans ekki iðkað sína íþrótt á svæðinu. „Við vonum að það sé hægt að leysa þetta á þann hátt að allir geti gengið sáttir frá borði, en það virðist ekki eiga að hlusta á sjónarmið okkar,“ segir Egill. Margs konar skýringar verið gefnar Egill segir að á fyrri stigum málsins hafi náðst samkomulag við sveitastjórn um að höfnin yrði ekki stækkuð inn á svæðið sem brimbrettafólk vill vernda. „Nýverið var því breytt aftur og við höfum verið í baráttu á skipulagsstigum, gert þetta faglega og löglega. Bæði höfum við verið með athugasemdir við deiliskipulag og breytt aðalskipulag sem lagt hefur verið fram. Það hefur ekki verið hlustað á það. Ekki frekar en Vegagerðina, sem kom með neikvæða athugasemd, eða Umhverfisstofnun. Það hafa verið neikvæðar athugasemdir frá fleirum en okkur í skipulagsferlinu. Það virðist vera mjög einbeittur vilji hjá sveitastjórn að koma þessari óútskýrðu landfyllingu á staðinn.“ Með óútskýrðri landfyllingu á Egill við að ekki hafi fengist upplýsingar um til hvers sé verið að ráðast í framkvæmdina. „Ég er ekki viss um að íbúar í Þorlákshöfn átti sig á því hvað er verið að setja í garðinn hjá þeim. [Sveitarstjórnin] segir að þessi landfylling eigi að vera undir gáma. Það hafa komið alls konar útskýringar frá þeim. Fyrst átti að tengja þetta við Heidelberg, síðan Cargow ThorShip. Eftir samtal okkar við Thorship þá kannast þeir ekkert við það að þetta sé fyrir þá. Þetta virðist vera bara algjörlega á borði sveitarstjóra.“ Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Skipulag Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Egill Örn Bjarnason, gjaldkeri Brimbrettafélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi í dag kært niðurstöðu Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna. Félagið telji sig ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð. Stofnunin hafi meðal annars vísað til þess í niðurstöðu sinni að fáir stunduðu brimbretti á Íslandi. „Fyrir utan það er til skýrsla sem landfyllingin er byggð á, sem unnin er af verkfræðistofu. Við erum búin að sýna fram á að sú skýrsla sé einfaldlega röng. Við fengum dönsku verkfræðistofuna DHI til þess að vinna gögn sanna það,“ segir Egill. Félagsmenn hafa um árabil haldið því fram að framkvæmdir sem þessar myndu spilla öldugangi á svæðinu, og aftra því að brimbrettafólk gæti þar stundað sína íþrótt. Verktakar vinna sér í haginn Nú séu um tíu manns á vegum Brimbrettafélagsins við hafnarsvæðið til að tryggja að verktakar á vegum sveitarfélagsins geti ekki byrjað á landfyllingunni, syðst á nýjum hafnargarði Þorlákshafnar. „Við erum bara fyrir þeim. Þeir ætla ekkert að moka yfir okkur. Verktakinn hefur bara sýnt þessu skilning og er ekkert að gera neitt ólöglegt.“ Fulltrúar brimbrettafólks passa hér að grafa komist ekki með efni, sem nota á í landfyllingu, út að sjó. Fólkið sitji og standi á rampi sem hafi verið útbúinn svo aka megi gröfum og vörubílum með efni til að setja í sjóinn. „Við sitjum hér í stólum og stöndum til skiptis á þessum rampi. Þeir eru samt sem áður að vinna alla undirbúningsvinnuna, eru að keyra efni hingað á norðurhluta varnargarðsins, og vinna sér í haginn.“ Vilja að allir gangi sáttir frá borði Samhliða kærunni sem félagið lagði fram hafi verið óskað eftir stöðvun verksins. Fulltrúar félagsins voni að úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála bregðist hratt við og taki kæruna til greina. Egill er ekki á því láta lægja öldurnar við Þorlákshöfn. Án þeirra geti hann og félagar hans ekki iðkað sína íþrótt á svæðinu. „Við vonum að það sé hægt að leysa þetta á þann hátt að allir geti gengið sáttir frá borði, en það virðist ekki eiga að hlusta á sjónarmið okkar,“ segir Egill. Margs konar skýringar verið gefnar Egill segir að á fyrri stigum málsins hafi náðst samkomulag við sveitastjórn um að höfnin yrði ekki stækkuð inn á svæðið sem brimbrettafólk vill vernda. „Nýverið var því breytt aftur og við höfum verið í baráttu á skipulagsstigum, gert þetta faglega og löglega. Bæði höfum við verið með athugasemdir við deiliskipulag og breytt aðalskipulag sem lagt hefur verið fram. Það hefur ekki verið hlustað á það. Ekki frekar en Vegagerðina, sem kom með neikvæða athugasemd, eða Umhverfisstofnun. Það hafa verið neikvæðar athugasemdir frá fleirum en okkur í skipulagsferlinu. Það virðist vera mjög einbeittur vilji hjá sveitastjórn að koma þessari óútskýrðu landfyllingu á staðinn.“ Með óútskýrðri landfyllingu á Egill við að ekki hafi fengist upplýsingar um til hvers sé verið að ráðast í framkvæmdina. „Ég er ekki viss um að íbúar í Þorlákshöfn átti sig á því hvað er verið að setja í garðinn hjá þeim. [Sveitarstjórnin] segir að þessi landfylling eigi að vera undir gáma. Það hafa komið alls konar útskýringar frá þeim. Fyrst átti að tengja þetta við Heidelberg, síðan Cargow ThorShip. Eftir samtal okkar við Thorship þá kannast þeir ekkert við það að þetta sé fyrir þá. Þetta virðist vera bara algjörlega á borði sveitarstjóra.“
Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Skipulag Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira