Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:50 Borgarstjórn mun funda aftur í næstu viku en óvíst er hvort það takist að mynda nýjan meirihluta fyrir þann fund. Vísir/Anton Óvíst er hversu langan tíma tekur að mynda nýjan meirihluta í borginni en miklar þreifingar hafa átt sér stað á milli flokkanna þó engar formlegar viðræður séu enn hafnar. Síðustu dagar hafa verið afdrifaríkir í borginni en á föstudaginn sleit Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins meirihlutasamstarfi flokksins og Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Einar hóf strax viðræður við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun nýs meirihluta. Sólarhring síðar dró aftur til tíðinda þegar Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók fyrir það að hennar flokkur tæki þátt í að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni og var viðræðunum þar með slitið. Ólíkt því þegar ríkisstjórnarsamstarfi er slitið er ekki mögulegt að boða snemmbúnar kosningar þegar sveitastjórnarmeirihlutar slitna. Þess vegna verður að mynda nýjan meirihluta í borginni sem situr fram að sveitarstjórnarkosningum sem verða vorið 2026. Borgarfulltrúarnir eru tuttugu og þrír talsins og þarf því tólf til að mynda nýjan meirihluta. Möguleikarnir eru nokkrir en miðað við þau orð sem borgarfulltrúar hafa látið falla er vinstri stjórn í borginni það sem talið er einna líklegast núna. Fréttastofa ræddi við oddvita og borgarfulltrúa í morgun. Þeir voru flestir á því að staðan væri viðkvæm og því ekki tímabært að veita viðtöl. Miklar þreifingar hafi átt sér stað en engar formlegar viðræður séu þó enn hafnar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar segir að það geti tekið tíma að mynda nýjan meirihluta en á meðan þurfi borgarfulltrúar að sinna sínum störfum. „Við verðum líka að vera ábyrg í því að halda borginni gangandi. Við þurfum að afgreiða mál sem eru ekki pólitísk og við þurfum að sameinast um þau.“ Hún segir næsta borgarstjórnarfund verða í næstu viku en óvíst sé hvort nýr meirihluti verði þá orðinn að veruleika. „Næsti borgarstjórnarfundur er áætlaður á þriðjudaginn eftir viku og hann verður hvort sem það verður kominn einhver meirihluti eða ekki. Það verða þá bara líflegar og skemmtilegar umræður.“ Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka. 9. febrúar 2025 12:41 Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Borgarstjóri segir rangt að enginn ágreiningur hafi verið í borgarstjórnarmeirihlutanum, þó hann hafi ekki komið upp á yfirborðið. Hann segist ekki hafa misreiknað sig þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Hann hafi lagt borgarstjórastólinn að veði og sé til í að vera í minnihluta. 9. febrúar 2025 11:45 Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flókna stöðu nú komna upp í borginni eftir að meirihlutinn féll á föstudag. Hún segir útspil Flokks fólksins hafa komið sér á óvart en borgarfulltrúar þurfi nú að skoða aðra möguleika á meirihlutasamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta. 9. febrúar 2025 10:13 Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi mögulega plottað yfir sig með fléttunni sem hann lagði upp með þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Það kemur honum ekki á óvart að Inga Sæland vilji ekki að Flokkur fólksins fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki. 8. febrúar 2025 22:48 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið afdrifaríkir í borginni en á föstudaginn sleit Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins meirihlutasamstarfi flokksins og Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Einar hóf strax viðræður við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun nýs meirihluta. Sólarhring síðar dró aftur til tíðinda þegar Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók fyrir það að hennar flokkur tæki þátt í að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni og var viðræðunum þar með slitið. Ólíkt því þegar ríkisstjórnarsamstarfi er slitið er ekki mögulegt að boða snemmbúnar kosningar þegar sveitastjórnarmeirihlutar slitna. Þess vegna verður að mynda nýjan meirihluta í borginni sem situr fram að sveitarstjórnarkosningum sem verða vorið 2026. Borgarfulltrúarnir eru tuttugu og þrír talsins og þarf því tólf til að mynda nýjan meirihluta. Möguleikarnir eru nokkrir en miðað við þau orð sem borgarfulltrúar hafa látið falla er vinstri stjórn í borginni það sem talið er einna líklegast núna. Fréttastofa ræddi við oddvita og borgarfulltrúa í morgun. Þeir voru flestir á því að staðan væri viðkvæm og því ekki tímabært að veita viðtöl. Miklar þreifingar hafi átt sér stað en engar formlegar viðræður séu þó enn hafnar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar segir að það geti tekið tíma að mynda nýjan meirihluta en á meðan þurfi borgarfulltrúar að sinna sínum störfum. „Við verðum líka að vera ábyrg í því að halda borginni gangandi. Við þurfum að afgreiða mál sem eru ekki pólitísk og við þurfum að sameinast um þau.“ Hún segir næsta borgarstjórnarfund verða í næstu viku en óvíst sé hvort nýr meirihluti verði þá orðinn að veruleika. „Næsti borgarstjórnarfundur er áætlaður á þriðjudaginn eftir viku og hann verður hvort sem það verður kominn einhver meirihluti eða ekki. Það verða þá bara líflegar og skemmtilegar umræður.“
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka. 9. febrúar 2025 12:41 Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Borgarstjóri segir rangt að enginn ágreiningur hafi verið í borgarstjórnarmeirihlutanum, þó hann hafi ekki komið upp á yfirborðið. Hann segist ekki hafa misreiknað sig þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Hann hafi lagt borgarstjórastólinn að veði og sé til í að vera í minnihluta. 9. febrúar 2025 11:45 Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flókna stöðu nú komna upp í borginni eftir að meirihlutinn féll á föstudag. Hún segir útspil Flokks fólksins hafa komið sér á óvart en borgarfulltrúar þurfi nú að skoða aðra möguleika á meirihlutasamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta. 9. febrúar 2025 10:13 Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi mögulega plottað yfir sig með fléttunni sem hann lagði upp með þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Það kemur honum ekki á óvart að Inga Sæland vilji ekki að Flokkur fólksins fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki. 8. febrúar 2025 22:48 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Sjá meira
Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka. 9. febrúar 2025 12:41
Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Borgarstjóri segir rangt að enginn ágreiningur hafi verið í borgarstjórnarmeirihlutanum, þó hann hafi ekki komið upp á yfirborðið. Hann segist ekki hafa misreiknað sig þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Hann hafi lagt borgarstjórastólinn að veði og sé til í að vera í minnihluta. 9. febrúar 2025 11:45
Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flókna stöðu nú komna upp í borginni eftir að meirihlutinn féll á föstudag. Hún segir útspil Flokks fólksins hafa komið sér á óvart en borgarfulltrúar þurfi nú að skoða aðra möguleika á meirihlutasamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta. 9. febrúar 2025 10:13
Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi mögulega plottað yfir sig með fléttunni sem hann lagði upp með þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Það kemur honum ekki á óvart að Inga Sæland vilji ekki að Flokkur fólksins fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki. 8. febrúar 2025 22:48