Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:50 Borgarstjórn mun funda aftur í næstu viku en óvíst er hvort það takist að mynda nýjan meirihluta fyrir þann fund. Vísir/Anton Óvíst er hversu langan tíma tekur að mynda nýjan meirihluta í borginni en miklar þreifingar hafa átt sér stað á milli flokkanna þó engar formlegar viðræður séu enn hafnar. Síðustu dagar hafa verið afdrifaríkir í borginni en á föstudaginn sleit Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins meirihlutasamstarfi flokksins og Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Einar hóf strax viðræður við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun nýs meirihluta. Sólarhring síðar dró aftur til tíðinda þegar Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók fyrir það að hennar flokkur tæki þátt í að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni og var viðræðunum þar með slitið. Ólíkt því þegar ríkisstjórnarsamstarfi er slitið er ekki mögulegt að boða snemmbúnar kosningar þegar sveitastjórnarmeirihlutar slitna. Þess vegna verður að mynda nýjan meirihluta í borginni sem situr fram að sveitarstjórnarkosningum sem verða vorið 2026. Borgarfulltrúarnir eru tuttugu og þrír talsins og þarf því tólf til að mynda nýjan meirihluta. Möguleikarnir eru nokkrir en miðað við þau orð sem borgarfulltrúar hafa látið falla er vinstri stjórn í borginni það sem talið er einna líklegast núna. Fréttastofa ræddi við oddvita og borgarfulltrúa í morgun. Þeir voru flestir á því að staðan væri viðkvæm og því ekki tímabært að veita viðtöl. Miklar þreifingar hafi átt sér stað en engar formlegar viðræður séu þó enn hafnar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar segir að það geti tekið tíma að mynda nýjan meirihluta en á meðan þurfi borgarfulltrúar að sinna sínum störfum. „Við verðum líka að vera ábyrg í því að halda borginni gangandi. Við þurfum að afgreiða mál sem eru ekki pólitísk og við þurfum að sameinast um þau.“ Hún segir næsta borgarstjórnarfund verða í næstu viku en óvíst sé hvort nýr meirihluti verði þá orðinn að veruleika. „Næsti borgarstjórnarfundur er áætlaður á þriðjudaginn eftir viku og hann verður hvort sem það verður kominn einhver meirihluti eða ekki. Það verða þá bara líflegar og skemmtilegar umræður.“ Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka. 9. febrúar 2025 12:41 Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Borgarstjóri segir rangt að enginn ágreiningur hafi verið í borgarstjórnarmeirihlutanum, þó hann hafi ekki komið upp á yfirborðið. Hann segist ekki hafa misreiknað sig þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Hann hafi lagt borgarstjórastólinn að veði og sé til í að vera í minnihluta. 9. febrúar 2025 11:45 Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flókna stöðu nú komna upp í borginni eftir að meirihlutinn féll á föstudag. Hún segir útspil Flokks fólksins hafa komið sér á óvart en borgarfulltrúar þurfi nú að skoða aðra möguleika á meirihlutasamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta. 9. febrúar 2025 10:13 Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi mögulega plottað yfir sig með fléttunni sem hann lagði upp með þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Það kemur honum ekki á óvart að Inga Sæland vilji ekki að Flokkur fólksins fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki. 8. febrúar 2025 22:48 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið afdrifaríkir í borginni en á föstudaginn sleit Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins meirihlutasamstarfi flokksins og Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Einar hóf strax viðræður við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins um myndun nýs meirihluta. Sólarhring síðar dró aftur til tíðinda þegar Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók fyrir það að hennar flokkur tæki þátt í að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni og var viðræðunum þar með slitið. Ólíkt því þegar ríkisstjórnarsamstarfi er slitið er ekki mögulegt að boða snemmbúnar kosningar þegar sveitastjórnarmeirihlutar slitna. Þess vegna verður að mynda nýjan meirihluta í borginni sem situr fram að sveitarstjórnarkosningum sem verða vorið 2026. Borgarfulltrúarnir eru tuttugu og þrír talsins og þarf því tólf til að mynda nýjan meirihluta. Möguleikarnir eru nokkrir en miðað við þau orð sem borgarfulltrúar hafa látið falla er vinstri stjórn í borginni það sem talið er einna líklegast núna. Fréttastofa ræddi við oddvita og borgarfulltrúa í morgun. Þeir voru flestir á því að staðan væri viðkvæm og því ekki tímabært að veita viðtöl. Miklar þreifingar hafi átt sér stað en engar formlegar viðræður séu þó enn hafnar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og forseti borgarstjórnar segir að það geti tekið tíma að mynda nýjan meirihluta en á meðan þurfi borgarfulltrúar að sinna sínum störfum. „Við verðum líka að vera ábyrg í því að halda borginni gangandi. Við þurfum að afgreiða mál sem eru ekki pólitísk og við þurfum að sameinast um þau.“ Hún segir næsta borgarstjórnarfund verða í næstu viku en óvíst sé hvort nýr meirihluti verði þá orðinn að veruleika. „Næsti borgarstjórnarfundur er áætlaður á þriðjudaginn eftir viku og hann verður hvort sem það verður kominn einhver meirihluti eða ekki. Það verða þá bara líflegar og skemmtilegar umræður.“
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Samfylkingin Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka. 9. febrúar 2025 12:41 Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Borgarstjóri segir rangt að enginn ágreiningur hafi verið í borgarstjórnarmeirihlutanum, þó hann hafi ekki komið upp á yfirborðið. Hann segist ekki hafa misreiknað sig þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Hann hafi lagt borgarstjórastólinn að veði og sé til í að vera í minnihluta. 9. febrúar 2025 11:45 Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flókna stöðu nú komna upp í borginni eftir að meirihlutinn féll á föstudag. Hún segir útspil Flokks fólksins hafa komið sér á óvart en borgarfulltrúar þurfi nú að skoða aðra möguleika á meirihlutasamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta. 9. febrúar 2025 10:13 Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi mögulega plottað yfir sig með fléttunni sem hann lagði upp með þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Það kemur honum ekki á óvart að Inga Sæland vilji ekki að Flokkur fólksins fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki. 8. febrúar 2025 22:48 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Sjá meira
Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Borgarstjóri segir að Samfylkingin hafi hótað meirihlutaslitum á átakafundi á þriðjudag, þremur dögum áður en Framsókn sagði sig frá meirihlutasamstarfinu. Þá hafi það verið fulltrúum Framsóknar ljóst að þau kæmust ekki lengra með sín mál og samstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn þyrfti að ljúka. 9. febrúar 2025 12:41
Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Borgarstjóri segir rangt að enginn ágreiningur hafi verið í borgarstjórnarmeirihlutanum, þó hann hafi ekki komið upp á yfirborðið. Hann segist ekki hafa misreiknað sig þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Hann hafi lagt borgarstjórastólinn að veði og sé til í að vera í minnihluta. 9. febrúar 2025 11:45
Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flókna stöðu nú komna upp í borginni eftir að meirihlutinn féll á föstudag. Hún segir útspil Flokks fólksins hafa komið sér á óvart en borgarfulltrúar þurfi nú að skoða aðra möguleika á meirihlutasamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta. 9. febrúar 2025 10:13
Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi mögulega plottað yfir sig með fléttunni sem hann lagði upp með þegar hann sleit meirihlutasamstarfinu. Það kemur honum ekki á óvart að Inga Sæland vilji ekki að Flokkur fólksins fari í samstarf með Sjálfstæðisflokki. 8. febrúar 2025 22:48
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent