Útilokar ekki frekari aðgerðir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 20:21 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. „Dómurinn kom okkur á óvart, við erum bara að lesa hann, fara yfir málið og sjá hvernig staðan er. Við þurfum að skoða forsendur dómsins, það er náttúrulega eitt verkfall lögmætt,“ segir Magnús Þór Jónsson. Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambandsins í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði málið á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. Vonar að dómurinn tefji ekki fyrir samningum Magnús segir að dómurinn sé ný varða á leiðinni að kjarasamningi, en hann vonar að hann tefji ekki mikið fyrir málinu. Hann gerir ráð fyrir því að fólk mæti til vinnu í þeim 20 skólum sem við á í fyrramálið. „Mér þykir þetta leitt en við þurfum að taka niðurstöðu dómsins.“ Næsti fundur deiluaðila með ríkissáttasemjara verður í fyrramálið klukkan 9. Magnús segir að einhver gangur hafi verið í viðræðum að undanförnu. „Málin snúa kannski meira að forminu. Þessi virðismatsvegferð sem hefur verið að teiknast upp er komin á góðan stað. Það sem stendur kannski út af borðinu með það er að við teljum okkur þurfa að fá tryggingar fyrir því að við fáum innágreiðslur inn á samninginn áður en til hennar kemur.“ „Vonandi verður þessi dómur til þess að fólk kemur aðeins bjartara og glaðara að samningsborðinu og við getum bara klárað þetta mál. Þessi deila verður ekki leyst í dómstólum, hún verður leyst við samningaborðið,“ segir hann. Stefnubreyting að hver skóli sé ekki eigin vinnuveitandi Magnús segir við fyrstu sýn virðist dómurinn kveða á um að verkföll þyrftu að ná til allra skóla hvers sveitarfélags fyrir sig. „Það er auðvitað bara stefnubreyting, ef að skólarnir eru ekki lengur hver sinn vinnuveitandi. En það virðist vera að ef við ætlum að fara í staðbundin verkföll þurfi allir skólar að vera undir.“ Hann útilokar ekki frekari verkfallsaðgerðir. „Við auðvitað bara skoðum þetta, við höfum þurft að grípa til aðgerða gegnum þetta verkefni. Við útilokum það ekkert að við finnum leiðir til að beita aðgerðum aftur. Vonandi kemur ekki til þeirra aðgerða,“ segir Magnús. Kennarasambandið hafi þegar farið tvisvar af stað með verkfallsaðgerðir. „Og þá treysti ég nú því að menn fari að hysja upp um sig og klári þetta verkefni. Við höfum heyrt frá ríki og sveitarfélögum að þau styðji okkar kröfur um það að jafna okkar laun á við aðra sérfræðinga og að við eigum inni launahækkanir umfram aðra. En við útilokum ekkert að fara í aðgerðir,“ segir Magnús. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
„Dómurinn kom okkur á óvart, við erum bara að lesa hann, fara yfir málið og sjá hvernig staðan er. Við þurfum að skoða forsendur dómsins, það er náttúrulega eitt verkfall lögmætt,“ segir Magnús Þór Jónsson. Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambandsins í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. Samband íslenskra sveitarfélaga höfðaði málið á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. Vonar að dómurinn tefji ekki fyrir samningum Magnús segir að dómurinn sé ný varða á leiðinni að kjarasamningi, en hann vonar að hann tefji ekki mikið fyrir málinu. Hann gerir ráð fyrir því að fólk mæti til vinnu í þeim 20 skólum sem við á í fyrramálið. „Mér þykir þetta leitt en við þurfum að taka niðurstöðu dómsins.“ Næsti fundur deiluaðila með ríkissáttasemjara verður í fyrramálið klukkan 9. Magnús segir að einhver gangur hafi verið í viðræðum að undanförnu. „Málin snúa kannski meira að forminu. Þessi virðismatsvegferð sem hefur verið að teiknast upp er komin á góðan stað. Það sem stendur kannski út af borðinu með það er að við teljum okkur þurfa að fá tryggingar fyrir því að við fáum innágreiðslur inn á samninginn áður en til hennar kemur.“ „Vonandi verður þessi dómur til þess að fólk kemur aðeins bjartara og glaðara að samningsborðinu og við getum bara klárað þetta mál. Þessi deila verður ekki leyst í dómstólum, hún verður leyst við samningaborðið,“ segir hann. Stefnubreyting að hver skóli sé ekki eigin vinnuveitandi Magnús segir við fyrstu sýn virðist dómurinn kveða á um að verkföll þyrftu að ná til allra skóla hvers sveitarfélags fyrir sig. „Það er auðvitað bara stefnubreyting, ef að skólarnir eru ekki lengur hver sinn vinnuveitandi. En það virðist vera að ef við ætlum að fara í staðbundin verkföll þurfi allir skólar að vera undir.“ Hann útilokar ekki frekari verkfallsaðgerðir. „Við auðvitað bara skoðum þetta, við höfum þurft að grípa til aðgerða gegnum þetta verkefni. Við útilokum það ekkert að við finnum leiðir til að beita aðgerðum aftur. Vonandi kemur ekki til þeirra aðgerða,“ segir Magnús. Kennarasambandið hafi þegar farið tvisvar af stað með verkfallsaðgerðir. „Og þá treysti ég nú því að menn fari að hysja upp um sig og klári þetta verkefni. Við höfum heyrt frá ríki og sveitarfélögum að þau styðji okkar kröfur um það að jafna okkar laun á við aðra sérfræðinga og að við eigum inni launahækkanir umfram aðra. En við útilokum ekkert að fara í aðgerðir,“ segir Magnús.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Sjá meira
Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17