Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2025 21:58 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, segist hafa fullan skilning á ákvörðun Einars Þorsteinssonar að slíta meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist hafa verið meðvitaður um hvað stóð til á fundi Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með oddvitum meirihlutans í borgarstjórn í kvöld þar sem Einar tilkynnti að hann hafi ákveðið að slíta meirihlutasamstarfinu. „Ég hef fullan skilning á þessari ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu. „Einar var kosinn og okkar flokkur árið 2022 til að gera breytingar. Allar þær breytingar sem hann hefur viljað gera þá hefur hann verið í mótbyr innan meirihlutans. Það eru hlutir eins og húsnæðisuppbygging, hvort sem er upp í Úlfarsárdal eða Geldinganesi... Það eru hlutir eins og að ganga lengra í að ná fram betri fjármálum borgarinnar. Það eru bílastæðamálin og leikskólamálin þar sem Einar hefur verið tilbúinn að horfa á nýjar lausnir eins og vinnustaðaskóla og fleira. Allt þetta hefur núverandi meirihluti ekki verið tilbúinn til. Svo er það sem við höfum aðallega séð á síðustu vikum varðandi Reykjavíkurflugvöll. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar borgin framlengdi aðalskipulagið bara til 2032 þegar það er augljóst er að það tekur 15 til 20 ár að byggja nýjan flugvöll og þar af leiðandi hefði átt að framlengja til 2040. Ég hef því mikinn skilning á þeirri niðurstöðu sem hefur orðið í dag.“ Var Einar í samskiptum við þig um þetta fyrir fundinn í kvöld? „Við erum, eðli máls, miklir samherjar í Framsókn.“ Þannig að hann var búinn tilkynna þér um þessa ákvörðun fyrir þennan fund? „Já, ég var mjög vel meðvitaður um það. Við höfum verið í miklum samskiptum, ekki bara síðustu daga, heldur líka síðustu vikur og mánuði um stöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Aðspurður um framhaldið segir Sigurður Ingi það vera eðlilegt að Framsókn hefji viðræður um myndun nýs meirihluta með Sjálfstæðismönnum, Viðreisn og Flokki fólksins, líkt og boðað hefur verið. „Já mér finnst það eðlilegt að leita eftir samkomulagi við þá flokka sem eru með málefnalegri meiri samstöðu heldur en núverandi meirihluti hefur sýnt. Ég vænti að það gangi vel eftir,“ segir Sigurður Ingi Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins vildu ekki svara spurningu blaðamanns um hvort þeir hefðu vitað af plönum borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í kvöld. Önnur áréttaði þó að oddviti þeirra hefði umboð til að gera það sem hann vildi gera. 7. febrúar 2025 21:43 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15 Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Ég hef fullan skilning á þessari ákvörðun,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu. „Einar var kosinn og okkar flokkur árið 2022 til að gera breytingar. Allar þær breytingar sem hann hefur viljað gera þá hefur hann verið í mótbyr innan meirihlutans. Það eru hlutir eins og húsnæðisuppbygging, hvort sem er upp í Úlfarsárdal eða Geldinganesi... Það eru hlutir eins og að ganga lengra í að ná fram betri fjármálum borgarinnar. Það eru bílastæðamálin og leikskólamálin þar sem Einar hefur verið tilbúinn að horfa á nýjar lausnir eins og vinnustaðaskóla og fleira. Allt þetta hefur núverandi meirihluti ekki verið tilbúinn til. Svo er það sem við höfum aðallega séð á síðustu vikum varðandi Reykjavíkurflugvöll. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar borgin framlengdi aðalskipulagið bara til 2032 þegar það er augljóst er að það tekur 15 til 20 ár að byggja nýjan flugvöll og þar af leiðandi hefði átt að framlengja til 2040. Ég hef því mikinn skilning á þeirri niðurstöðu sem hefur orðið í dag.“ Var Einar í samskiptum við þig um þetta fyrir fundinn í kvöld? „Við erum, eðli máls, miklir samherjar í Framsókn.“ Þannig að hann var búinn tilkynna þér um þessa ákvörðun fyrir þennan fund? „Já, ég var mjög vel meðvitaður um það. Við höfum verið í miklum samskiptum, ekki bara síðustu daga, heldur líka síðustu vikur og mánuði um stöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Aðspurður um framhaldið segir Sigurður Ingi það vera eðlilegt að Framsókn hefji viðræður um myndun nýs meirihluta með Sjálfstæðismönnum, Viðreisn og Flokki fólksins, líkt og boðað hefur verið. „Já mér finnst það eðlilegt að leita eftir samkomulagi við þá flokka sem eru með málefnalegri meiri samstöðu heldur en núverandi meirihluti hefur sýnt. Ég vænti að það gangi vel eftir,“ segir Sigurður Ingi
Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins vildu ekki svara spurningu blaðamanns um hvort þeir hefðu vitað af plönum borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í kvöld. Önnur áréttaði þó að oddviti þeirra hefði umboð til að gera það sem hann vildi gera. 7. febrúar 2025 21:43 Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24 Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15 Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins vildu ekki svara spurningu blaðamanns um hvort þeir hefðu vitað af plönum borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í kvöld. Önnur áréttaði þó að oddviti þeirra hefði umboð til að gera það sem hann vildi gera. 7. febrúar 2025 21:43
Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir niðurstöðu fundarins með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í kvöld hafa komið sér mikið á óvart. „Þetta kemur á óvart og þetta eru djúp vonbrigði.“ 7. febrúar 2025 21:24
Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins í borginni er hissa yfir tíðindum kvöldsins. Hún veltir fyrir sér hvort um sé að ræða ýkt viðbrögð borgarstjóra vegna fylgishruns í borginni. Hún sér tækifæri í myndun nýs meirihluta, alls ekki til hægri. 7. febrúar 2025 21:15
Meirihlutinn fallinn í borginni Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. 7. febrúar 2025 20:01