Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2025 21:43 Magnea Gná Jóhannsdóttir og Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúar Framsóknarflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Tveir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins vildu ekki svara spurningu blaðamanns um hvort þeir hefðu vitað af plönum borgarstjóra að slíta meirihlutasamstarfinu í kvöld. Önnur áréttaði þó að oddviti þeirra hefði umboð til að gera það sem hann vildi gera. Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins ákvað á fundi með oddvitum Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í kvöld að slíta meirihlutasamstarfinu. Framsóknarflokkurinn er með fjóra borgarfulltrúa og er Magnea Gná Jóhannsdóttir einn þeirra. Hún var stödd á þorrablóti Framsóknarflokksins í Kópavogi þegar blaðamaður náði í hana. Hún tók undir að það væru sannarlega tíðindi úr borginni. „Það er vægast sagt hægt að segja það,“ segir Magnea Gná. Hún baðst undan því að ræða við blaðamann að svo stöddu og áréttaði að Einar hefði fullt umboð til að gera það sem hann vildi gera. Blaðamaður náði þó að bera upp eina spurningu, hvort hún hefði vitað af fyriráætlunum Einars eða frétt af þeim eftir á. „Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði Magnea Gná en áréttaði fullt umboð Einars. „Hann svarar fyrir hönd okkar,“ sagði Magnea og hélt svo áfram að blóta þorrann. Árelía Eydís Guðmundsdóttir er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar var í matarboði þegar blaðamaður náði af henni tali. „Ég get eiginlega varla tjáð mig, hef varla náð að skoða fréttirnar,“ sagði Árelía. Blaðamaður bar upp sömu spurningu og Magnea fékk, varðandi hvort borgarfulltrúinn hefði vitað af plönum Einars, en fékk ekki svar við henni. „Ég er bara í matarboði eins og ég segi og er að melta þetta,“ sagði Árelía. Ekki náðist í Aðalstein Hauk Sverrisson, fjórða borgarfulltrúa Framsóknar í borginni. Einar Þorsteinsson segir í samtali við Vísi hafa tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. „Ég fundaði með þeim í kvöld, þar sem ég ræddi stöðuna sem upp er komin í meirihlutanum, og kynnti ástæður þess að ég ákvað að slíta þessu meirihlutasamstarfi. Við áttum samtöl um ástæður þess að ég tók þessa ákvörðun, og við sátum saman í um það bil klukkutíma til að ræða stöðuna,“ segir Einar. „Þetta var mín ákvörðun.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Einars borgarstjóra. Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins ákvað á fundi með oddvitum Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í kvöld að slíta meirihlutasamstarfinu. Framsóknarflokkurinn er með fjóra borgarfulltrúa og er Magnea Gná Jóhannsdóttir einn þeirra. Hún var stödd á þorrablóti Framsóknarflokksins í Kópavogi þegar blaðamaður náði í hana. Hún tók undir að það væru sannarlega tíðindi úr borginni. „Það er vægast sagt hægt að segja það,“ segir Magnea Gná. Hún baðst undan því að ræða við blaðamann að svo stöddu og áréttaði að Einar hefði fullt umboð til að gera það sem hann vildi gera. Blaðamaður náði þó að bera upp eina spurningu, hvort hún hefði vitað af fyriráætlunum Einars eða frétt af þeim eftir á. „Ég ætla ekki að tjá mig um það,“ sagði Magnea Gná en áréttaði fullt umboð Einars. „Hann svarar fyrir hönd okkar,“ sagði Magnea og hélt svo áfram að blóta þorrann. Árelía Eydís Guðmundsdóttir er borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar var í matarboði þegar blaðamaður náði af henni tali. „Ég get eiginlega varla tjáð mig, hef varla náð að skoða fréttirnar,“ sagði Árelía. Blaðamaður bar upp sömu spurningu og Magnea fékk, varðandi hvort borgarfulltrúinn hefði vitað af plönum Einars, en fékk ekki svar við henni. „Ég er bara í matarboði eins og ég segi og er að melta þetta,“ sagði Árelía. Ekki náðist í Aðalstein Hauk Sverrisson, fjórða borgarfulltrúa Framsóknar í borginni. Einar Þorsteinsson segir í samtali við Vísi hafa tekið ákvörðunina að eigin frumkvæði. „Ég fundaði með þeim í kvöld, þar sem ég ræddi stöðuna sem upp er komin í meirihlutanum, og kynnti ástæður þess að ég ákvað að slíta þessu meirihlutasamstarfi. Við áttum samtöl um ástæður þess að ég tók þessa ákvörðun, og við sátum saman í um það bil klukkutíma til að ræða stöðuna,“ segir Einar. „Þetta var mín ákvörðun.“ Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Einars borgarstjóra.
Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira