Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 12:02 Dagný Brynjarsdóttir og Þorsteinn Halldórsson sameina krafta sína að nýju í komandi leikjum gegn Sviss og Frakklandi. Samsett/Getty Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, lætur það ekki trufla sig neitt þó að leikmenn gagnrýni hann fyrir liðsval líkt og Dagný Brynjarsdóttir gerði í viðtali við eina vinsælustu íþróttasíðu heims. Dagný er nú komin í landsliðið að nýju, á eins árs afmælisdegi yngri sonar síns. Þorsteinn tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Sviss og Frakklandi ytra síðar í þessum mánuði, í fyrstu leikjunum á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni. Dagný er í þeim hópi og gæti spilað sína fyrstu landsleiki síðan í apríl 2023, en þessi 33 ára leikmaður West Ham á að baki 113 A-landsleiki og hefur skorað 38 mörk en aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. Dagný gagnrýndi Þorstein í viðtali við The Athletic í nóvember og var greinilega sár yfir því að vera ekki aftur komin með sæti í landsliðinu, og yfir því að Þorsteinn skyldi ekki hafa haft samband við hana. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ekkert út á ákvörðun Dagnýjar að setja Þorsteinn var spurður út í þetta á blaðamannafundinum í dag og sagði: „Það er fullt af leikmönnum ósáttir við að vera ekki í landsliði og leikmenn tjá sig á mismunandi hátt um það. Sumir tala beint við mig. Aðrir fara kannski leið eins og Dagný að tala beint við fjölmiðla og eru tilbúnir að opinbera það þar. Ég set ekkert út á það þó að leikmenn gagnrýni mig fyrir að velja þær ekki í landsliðið. Það er bara þeirra skoðun og þær mega hafa þá skoðun sem þær vilja. Ég óttast það ekki neitt og það er partur af að vera í þessu starfi að taka við gagnrýni. Ég set ekkert út á það. Við áttum samtöl, ég hef talað 2-3 sinnum við hana síðustu vikur, og það er ekkert vandamál okkar á milli. Hún kemur inn núna og vonandi fersk og sterk í þetta verkefni. Það er mín ósk og trú.“ Klippa: Þorsteinn um gagnrýni Dagnýjar Dagný hefur átt erfitt uppdráttar með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og ekki verið í byrjunarliði liðsins síðan 6. október. Þorsteinn vonast hins vegar til þess að nú fari Rangæingurinn að ná sér á strik: „Hún hefur staðið sig ágætlega. Auðvitað hefur hún ekki verið að fá mikið af mínútum síðastliðna 3-4 mánuði. Hún byrjaði mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og fyrstu þrjá leikina í deildinni, en síðan hefur mínútunum fækkað. Auðvitað eru það vonbrigði miðað við hennar þróun í leiknum. Hún er að koma til baka eftir rúmlega árs fjarveru og það eru ákveðin vonbrigði að þróunin sé svona í mínútum, að hún byrji hátt og svo minnki það. Það er það neikvæða við þetta hjá henni. En hún er á réttri leið og ég vonast til að hún nái sér á strik með okkur og geri það líka með West Ham,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. 7. febrúar 2025 10:30 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Þorsteinn tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Sviss og Frakklandi ytra síðar í þessum mánuði, í fyrstu leikjunum á nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni. Dagný er í þeim hópi og gæti spilað sína fyrstu landsleiki síðan í apríl 2023, en þessi 33 ára leikmaður West Ham á að baki 113 A-landsleiki og hefur skorað 38 mörk en aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað fleiri. Dagný gagnrýndi Þorstein í viðtali við The Athletic í nóvember og var greinilega sár yfir því að vera ekki aftur komin með sæti í landsliðinu, og yfir því að Þorsteinn skyldi ekki hafa haft samband við hana. „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ekkert út á ákvörðun Dagnýjar að setja Þorsteinn var spurður út í þetta á blaðamannafundinum í dag og sagði: „Það er fullt af leikmönnum ósáttir við að vera ekki í landsliði og leikmenn tjá sig á mismunandi hátt um það. Sumir tala beint við mig. Aðrir fara kannski leið eins og Dagný að tala beint við fjölmiðla og eru tilbúnir að opinbera það þar. Ég set ekkert út á það þó að leikmenn gagnrýni mig fyrir að velja þær ekki í landsliðið. Það er bara þeirra skoðun og þær mega hafa þá skoðun sem þær vilja. Ég óttast það ekki neitt og það er partur af að vera í þessu starfi að taka við gagnrýni. Ég set ekkert út á það. Við áttum samtöl, ég hef talað 2-3 sinnum við hana síðustu vikur, og það er ekkert vandamál okkar á milli. Hún kemur inn núna og vonandi fersk og sterk í þetta verkefni. Það er mín ósk og trú.“ Klippa: Þorsteinn um gagnrýni Dagnýjar Dagný hefur átt erfitt uppdráttar með West Ham í ensku úrvalsdeildinni í vetur og ekki verið í byrjunarliði liðsins síðan 6. október. Þorsteinn vonast hins vegar til þess að nú fari Rangæingurinn að ná sér á strik: „Hún hefur staðið sig ágætlega. Auðvitað hefur hún ekki verið að fá mikið af mínútum síðastliðna 3-4 mánuði. Hún byrjaði mikið af leikjum á undirbúningstímabilinu og fyrstu þrjá leikina í deildinni, en síðan hefur mínútunum fækkað. Auðvitað eru það vonbrigði miðað við hennar þróun í leiknum. Hún er að koma til baka eftir rúmlega árs fjarveru og það eru ákveðin vonbrigði að þróunin sé svona í mínútum, að hún byrji hátt og svo minnki það. Það er það neikvæða við þetta hjá henni. En hún er á réttri leið og ég vonast til að hún nái sér á strik með okkur og geri það líka með West Ham,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. 7. febrúar 2025 10:30 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem hann kynnti nýjasta landsliðshóp sinn. 7. febrúar 2025 10:30