Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2025 11:29 Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Dóra og aðrir borgarfulltrúar fara fram á að Kópavogsbær fresti því að loka endurvinnslustöðinni við Dalveg í september. Vísir/Arnar/Sorpa Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa farið fram á að Kópavogsbær fresti lokun endurvinnslustöðvarinnar á Dalvegi. Til stendur að loka stöðinni í september næstkomandi og segja borgarfulltrúarnir ljóst að álagið muni fyrir vikið aukast á endurvinnslustöðvum í Reykjavík. Þetta kom fram á fundi umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær þar sem fulltrúi Sorpu mætti til að fara yfir breytingar á endurvinnslustöðvum og hvaða áhrif þær muni hafi á þjónustu. Kópavogsbær hefur þegar tilkynnt að endurvinnslustöðinni við Dalveg verði lokað fyrsta dag septembermánaðar vegna skipulagsbreytinga í Kópavogsdal. Tillaga liggur fyrir um nýja endurvinnslustöð sem byggð verður á Glaðheimasvæðinu í Kópavogi „á næstu tveimur til fjórum árum“. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að heimsóknir á endurvinnslustöð Sorpu við Dalveg séu um 180 þúsund á ári. Í bókun borgarfulltrúa í ráðinu – bæði úr meiri- og minnihluta – segir að telja megi nokkuð víst að þær heimsóknir flytjist á stöðvarnar við Jafnasel og Sævarhöfða í Reykjavík. „Þær eru nú þegar mjög ásettar. Til að mæta auknu álagi er m.a. til skoðunar að fækka úrgangsflokkum við Jafnasel sem þýðir þjónustuskerðing við íbúa Breiðholts. Við fögnum því að til standi að reisa nýja endurvinnslustöð við Glaðheima í Kópavogi, en fer jafnframt fram á að Kópavogsbær fresti skilum á lóð endurvinnslustöðvar við Dalveg þar til reist hefur verið ný endurvinnslustöð við Glaðheima. Lokun við Dalveg þann 1. september nk. myndi valda verulegri þjónustuskerðingu fyrir íbúa Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar,“ segir í bókuninni. Kópavogsbær gerir ráð fyrir að ný endurvinnslustöð verði opnuð á Glaðheimasvæðinu eftir „tvö til fjögur ár“.Sorpa Hver er ábyrgð sveitarfélaga á eigin sorpi? Í sérstakri bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Einar Sveinbjarnar Guðmundssonar, segir ljóst að með lokuninni á Dalvegi skapist meira álag á aðrar stöðvar. „Einnig vakna spurningar um hvað varðar ábyrgð sveitarfélaga á sínu eigin sorpi - ef svo má að orði komast. Í raun má halda því fram að ef Kópavogsbær ákveður að loka endurvinnslustöðinni við Dalveg ætti bærinn að setja upp sambærilega stöð annars staðar í bænum í stað þess að ætlast til þess að umferðin á Dalveg færist þá í nágrannasveitarfélögin með tilheyrandi álagi. Í kynningu er talað um breyttan opnunartíma á endurvinnslustöðinni á Breiðhellu í Hafnarfirði til að komast til móts við þessa breytingu. Fulltrúinn vill því ítreka að með lokun stöðvarinnar við Dalveg mun umferðarálag líklega aukast á aðrar stöðvar - sem ekki er á bætandi þegar litið er til þess umferðarþunga sem á þessu svæði er á annatímum,“ segir í bókun áheyrnarfulltrúans. Sorpa Reykjavík Kópavogur Skipulag Tengdar fréttir Loka Sorpustöðinni við Dalveg í Kópavogi eftir tæp tvö ár Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað í september 2024. Lóðinni var úthlutað til bráðabirgða árið 1991 og í samstarfssamningi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi kom fram að hugað yrði að flutningi stöðvarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi. 21. október 2022 07:33 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Þetta kom fram á fundi umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær þar sem fulltrúi Sorpu mætti til að fara yfir breytingar á endurvinnslustöðvum og hvaða áhrif þær muni hafi á þjónustu. Kópavogsbær hefur þegar tilkynnt að endurvinnslustöðinni við Dalveg verði lokað fyrsta dag septembermánaðar vegna skipulagsbreytinga í Kópavogsdal. Tillaga liggur fyrir um nýja endurvinnslustöð sem byggð verður á Glaðheimasvæðinu í Kópavogi „á næstu tveimur til fjórum árum“. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að heimsóknir á endurvinnslustöð Sorpu við Dalveg séu um 180 þúsund á ári. Í bókun borgarfulltrúa í ráðinu – bæði úr meiri- og minnihluta – segir að telja megi nokkuð víst að þær heimsóknir flytjist á stöðvarnar við Jafnasel og Sævarhöfða í Reykjavík. „Þær eru nú þegar mjög ásettar. Til að mæta auknu álagi er m.a. til skoðunar að fækka úrgangsflokkum við Jafnasel sem þýðir þjónustuskerðing við íbúa Breiðholts. Við fögnum því að til standi að reisa nýja endurvinnslustöð við Glaðheima í Kópavogi, en fer jafnframt fram á að Kópavogsbær fresti skilum á lóð endurvinnslustöðvar við Dalveg þar til reist hefur verið ný endurvinnslustöð við Glaðheima. Lokun við Dalveg þann 1. september nk. myndi valda verulegri þjónustuskerðingu fyrir íbúa Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar,“ segir í bókuninni. Kópavogsbær gerir ráð fyrir að ný endurvinnslustöð verði opnuð á Glaðheimasvæðinu eftir „tvö til fjögur ár“.Sorpa Hver er ábyrgð sveitarfélaga á eigin sorpi? Í sérstakri bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Einar Sveinbjarnar Guðmundssonar, segir ljóst að með lokuninni á Dalvegi skapist meira álag á aðrar stöðvar. „Einnig vakna spurningar um hvað varðar ábyrgð sveitarfélaga á sínu eigin sorpi - ef svo má að orði komast. Í raun má halda því fram að ef Kópavogsbær ákveður að loka endurvinnslustöðinni við Dalveg ætti bærinn að setja upp sambærilega stöð annars staðar í bænum í stað þess að ætlast til þess að umferðin á Dalveg færist þá í nágrannasveitarfélögin með tilheyrandi álagi. Í kynningu er talað um breyttan opnunartíma á endurvinnslustöðinni á Breiðhellu í Hafnarfirði til að komast til móts við þessa breytingu. Fulltrúinn vill því ítreka að með lokun stöðvarinnar við Dalveg mun umferðarálag líklega aukast á aðrar stöðvar - sem ekki er á bætandi þegar litið er til þess umferðarþunga sem á þessu svæði er á annatímum,“ segir í bókun áheyrnarfulltrúans.
Sorpa Reykjavík Kópavogur Skipulag Tengdar fréttir Loka Sorpustöðinni við Dalveg í Kópavogi eftir tæp tvö ár Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað í september 2024. Lóðinni var úthlutað til bráðabirgða árið 1991 og í samstarfssamningi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi kom fram að hugað yrði að flutningi stöðvarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi. 21. október 2022 07:33 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Loka Sorpustöðinni við Dalveg í Kópavogi eftir tæp tvö ár Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað í september 2024. Lóðinni var úthlutað til bráðabirgða árið 1991 og í samstarfssamningi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi kom fram að hugað yrði að flutningi stöðvarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi. 21. október 2022 07:33