Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2025 06:18 Hundaeigendur eru vanir því að viðra dýrin sín í öllum veðrum eins og þessi fyrir hádegi við Ægissíðu. vísir/vilhelm Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Á Austfjörðum spáir suðvestan 28-33 m/s og hviðum yfir 50 m/s. Rauð viðvörun verður í gildi þar til klukkan 18 í kvöld. Versta veðrið á Ströndum og Norðurlandi vestra mun ganga yfir frá 10 til 15. Mikið foktjón varð á Norður- og Austurlandi í gær. Þakplötur fuku af húsum, rúður brotnuðu og lausamunir fóru á flug. Á annað hundrað tilkynningar bárust Landsbjörgu á höfuðborgarsvæðinu og um 300 á landinu öllu. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. Nokkrar truflanir og bilanir hafa orðið hjá Landsneti og Rarik. Varað er við eldingahættu í dag. Strætó felldi niður ferðir utan höfuðborgarsvæðisins fyrri hluta dags. Allar viðvaranir verða dottnar úr gildi klukkan 20, að óbreyttu. Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni og tekur við ábendingum og myndefni á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Á Austfjörðum spáir suðvestan 28-33 m/s og hviðum yfir 50 m/s. Rauð viðvörun verður í gildi þar til klukkan 18 í kvöld. Versta veðrið á Ströndum og Norðurlandi vestra mun ganga yfir frá 10 til 15. Mikið foktjón varð á Norður- og Austurlandi í gær. Þakplötur fuku af húsum, rúður brotnuðu og lausamunir fóru á flug. Á annað hundrað tilkynningar bárust Landsbjörgu á höfuðborgarsvæðinu og um 300 á landinu öllu. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. Nokkrar truflanir og bilanir hafa orðið hjá Landsneti og Rarik. Varað er við eldingahættu í dag. Strætó felldi niður ferðir utan höfuðborgarsvæðisins fyrri hluta dags. Allar viðvaranir verða dottnar úr gildi klukkan 20, að óbreyttu. Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni og tekur við ábendingum og myndefni á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Veður Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Almannavarnir Færð á vegum Björgunarsveitir Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Sjá meira