Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Jón Þór Stefánsson skrifar 5. febrúar 2025 20:35 Hér má sjá muninn á útsýninu fyrir og eftir að potturinn fauk. Lilja Rannveig Heitur pottur sem hefur staðið um áratugaskeið við heimili Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi þingmanns, í Borgarbyggð fauk í óveðrinu áðan. „Það bara kom vindhviða og tók hann. Það var ekkert flóknara en það,“ segir Lilja Rannveig í samtali við fréttastofu. „Við heyrðum bara þegar hann tók skjólvegginn með sér. Hann hefur alveg staðið af sér öll veður síðastliðinn tuttugu ár þegar hann var settur þangað. Við áttum alls ekki von á þessu. En skjólveggirnir hafa oft farið.“ Lilja Rannveig sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Lilja segir að þegar hún heyrði fyrst skruðninga hafi hún ákveðið að taka mynd út um gluggann, en þá hélt hún að skjólveggurinn væri að fara. Svo fór potturinn með. Hún tók því aðra mynd örfáum mínútum seinna frá sama sjónarhorni, og þá sést hvorki potturinn né skjólveggurinn. „Svo fylgdumst við honum fljúga yfir túnið. En svo er orðið svo dimmt að við vitum ekkert hvar hann er núna. Við sjáum hvort við náum að nýta tækifærið þegar það lignir, að taka smá bíltúr og gá hvort við sjáum hann. Annars verðum við bara að bíða.“ Ekki í fyrsta skipti sem stormurinn leikur Lilju grátt Lilja Rannveig útskýrir að heimili þeirra í Borgarbyggð sé í raun statt upp á hæð og þar geti orðið verulega hvasst. Hún hefur sjálf lent illa í því. Fyrir þremur árum var fjallað um það í fjölmiðlum þegar hún fór út í miklu óveðri til að athuga hvort ruslafötur væru ekki öruggar, en þá rann hún stjórnlaust eftir klakaborinni götunni. Atvikið náðist á myndband. Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Sundlaugar og baðlón Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Það bara kom vindhviða og tók hann. Það var ekkert flóknara en það,“ segir Lilja Rannveig í samtali við fréttastofu. „Við heyrðum bara þegar hann tók skjólvegginn með sér. Hann hefur alveg staðið af sér öll veður síðastliðinn tuttugu ár þegar hann var settur þangað. Við áttum alls ekki von á þessu. En skjólveggirnir hafa oft farið.“ Lilja Rannveig sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Lilja segir að þegar hún heyrði fyrst skruðninga hafi hún ákveðið að taka mynd út um gluggann, en þá hélt hún að skjólveggurinn væri að fara. Svo fór potturinn með. Hún tók því aðra mynd örfáum mínútum seinna frá sama sjónarhorni, og þá sést hvorki potturinn né skjólveggurinn. „Svo fylgdumst við honum fljúga yfir túnið. En svo er orðið svo dimmt að við vitum ekkert hvar hann er núna. Við sjáum hvort við náum að nýta tækifærið þegar það lignir, að taka smá bíltúr og gá hvort við sjáum hann. Annars verðum við bara að bíða.“ Ekki í fyrsta skipti sem stormurinn leikur Lilju grátt Lilja Rannveig útskýrir að heimili þeirra í Borgarbyggð sé í raun statt upp á hæð og þar geti orðið verulega hvasst. Hún hefur sjálf lent illa í því. Fyrir þremur árum var fjallað um það í fjölmiðlum þegar hún fór út í miklu óveðri til að athuga hvort ruslafötur væru ekki öruggar, en þá rann hún stjórnlaust eftir klakaborinni götunni. Atvikið náðist á myndband.
Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Sundlaugar og baðlón Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent