Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 18:21 Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. Við fjöllum um málið, ræðum við skólastjórann og sýnum myndir frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. Alþingi var formlega sett í dag eftir langt þinghlé. Nýliðar eru áberandi, tæplega þriðjungur þingheims hefur aldrei setið áður á þingi. Við verðum í beinni frá Alþingi, förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við þingmenn sem eru spenntir fyrir átökum komandi mánaða. Leikskólakennarar á stærsta leikskóla borgarinnar segja umræðu um kennara hafa verið skelfilega á köflum og að stefna sveitarfélaga á hendur kennarasambandinu sé vanvirðing við störf þeirra. Kennarar reyni að standa saman á tímum sem þessum. Þá verðum við í beinni með fulltrúa Landsbjargar en sveitin býr sig nú undir aftakaveður sem gengur yfir landið á næstu dögum. Ný, sjálfhreinsandi salerni vekja mikla lukku hjá ferðamönnum á Suðurlandi. Þá spillir ekki fyrir að klósettin eru opin allan sólarhringinn. Magnús Hlynur kynnir sér málið. Í sportinu heyrum við í Pétri Ingvarssyni, sem lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Og Vala Matt tæklar bílastæðagjöldin í Íslandi í dag. Hún heimsækir leikarahjónin Ólaf Egilsson og Esther Taliu Casey, sem segja gesti sína oft þurfa að reiða fram þúsundir króna fyrir það eitt að kíkja til þeirra í heimsókn. Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Kvöldfréttir 4. febrúar 2025 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Við fjöllum um málið, ræðum við skólastjórann og sýnum myndir frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. Alþingi var formlega sett í dag eftir langt þinghlé. Nýliðar eru áberandi, tæplega þriðjungur þingheims hefur aldrei setið áður á þingi. Við verðum í beinni frá Alþingi, förum yfir atburðarás dagsins og ræðum við þingmenn sem eru spenntir fyrir átökum komandi mánaða. Leikskólakennarar á stærsta leikskóla borgarinnar segja umræðu um kennara hafa verið skelfilega á köflum og að stefna sveitarfélaga á hendur kennarasambandinu sé vanvirðing við störf þeirra. Kennarar reyni að standa saman á tímum sem þessum. Þá verðum við í beinni með fulltrúa Landsbjargar en sveitin býr sig nú undir aftakaveður sem gengur yfir landið á næstu dögum. Ný, sjálfhreinsandi salerni vekja mikla lukku hjá ferðamönnum á Suðurlandi. Þá spillir ekki fyrir að klósettin eru opin allan sólarhringinn. Magnús Hlynur kynnir sér málið. Í sportinu heyrum við í Pétri Ingvarssyni, sem lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Og Vala Matt tæklar bílastæðagjöldin í Íslandi í dag. Hún heimsækir leikarahjónin Ólaf Egilsson og Esther Taliu Casey, sem segja gesti sína oft þurfa að reiða fram þúsundir króna fyrir það eitt að kíkja til þeirra í heimsókn. Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: Klippa: Kvöldfréttir 4. febrúar 2025
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira