Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. febrúar 2025 11:47 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins segir alrangt að kennurum hafi staðið til boða launahækkun upp á tuttugu prósent, áður en verkföll hófust í gær. Tal um slíkt sé leikur að tölum sem mögulega sé ætlað að dreifa athygli fólks frá því að sveitarfélögin hafi stefnt kennurum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, að kennarar hafi um helgina hafnað 20 prósenta launahækkun sem þeir hafi staðið til boða á samningstímabilinu. Formaður Kennarasambands Íslands segir um afar sérstaka framsetningu að ræða. „Það var auðvitað ekki þannig að við værum að fá 20 prósent innspýtingu í tilboð um helgina, langt í frá,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins. Þessir hlutir ekki ræddir Hann telji Heiðu vera að blanda saman samningi sem fyrir liggi á almennum markaði og hlutum sem ræddir hafi verið við samningaborðið. „Það er bara hennar leið. Einhvern veginn verið að leika sér að einhverjum prósentum til að teikna upp aðra mynd en verið var að tala um um helgina. Hún var auðvitað ekki við borðið en um helgina var ekki verið að tala um þennan samning, þessa lengd eða þessar tölur, heldur einfaldlega þá innspýtingu sem þyrfti til þess að við myndum festa okkur þetta virðismat.“ Stefnan hafi komið á óvart Heiða kunni að hafa verið að leiða athygli frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði stefnt Kennarasambandinu fyrir félagsdóm. „Mögulega vildi hún ekki ræða það nánar heldur en kom fram í gær.“ Stefnan var lögð fram í gær, en fundað hafði verið stíft í Karphúsinu alla helgina. Þeim fundarhöldum lauk án niðurstöðu. „Þetta kom okkur mjög á óvart. Bæði hvernig fundurinn endað og svo kæran daginn eftir.“ Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að ekki liggi fyrir hvenær boðað verði til næsta fundar í deilunni. Þrátt fyrir það séu mikil samskipti milli deilualiða og unnið að því að auka traust þeirra á milli. Áfrýja til Landsréttar Af kennaraverkfalli er því einnig að frétta að hópur foreldrabarna, sem stefndu Kennarasambandinu til að fá niðurstöðu um hvort að verkfallið hafi verið lögmætt, hefur ákveðið að skjóta niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Héraðsdómur vísaði málinu fá síðastliðinn föstudag. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning 4. febrúar 2025 10:45 „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn 3. febrúar 2025 22:03 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, að kennarar hafi um helgina hafnað 20 prósenta launahækkun sem þeir hafi staðið til boða á samningstímabilinu. Formaður Kennarasambands Íslands segir um afar sérstaka framsetningu að ræða. „Það var auðvitað ekki þannig að við værum að fá 20 prósent innspýtingu í tilboð um helgina, langt í frá,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins. Þessir hlutir ekki ræddir Hann telji Heiðu vera að blanda saman samningi sem fyrir liggi á almennum markaði og hlutum sem ræddir hafi verið við samningaborðið. „Það er bara hennar leið. Einhvern veginn verið að leika sér að einhverjum prósentum til að teikna upp aðra mynd en verið var að tala um um helgina. Hún var auðvitað ekki við borðið en um helgina var ekki verið að tala um þennan samning, þessa lengd eða þessar tölur, heldur einfaldlega þá innspýtingu sem þyrfti til þess að við myndum festa okkur þetta virðismat.“ Stefnan hafi komið á óvart Heiða kunni að hafa verið að leiða athygli frá því að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði stefnt Kennarasambandinu fyrir félagsdóm. „Mögulega vildi hún ekki ræða það nánar heldur en kom fram í gær.“ Stefnan var lögð fram í gær, en fundað hafði verið stíft í Karphúsinu alla helgina. Þeim fundarhöldum lauk án niðurstöðu. „Þetta kom okkur mjög á óvart. Bæði hvernig fundurinn endað og svo kæran daginn eftir.“ Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að ekki liggi fyrir hvenær boðað verði til næsta fundar í deilunni. Þrátt fyrir það séu mikil samskipti milli deilualiða og unnið að því að auka traust þeirra á milli. Áfrýja til Landsréttar Af kennaraverkfalli er því einnig að frétta að hópur foreldrabarna, sem stefndu Kennarasambandinu til að fá niðurstöðu um hvort að verkfallið hafi verið lögmætt, hefur ákveðið að skjóta niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Héraðsdómur vísaði málinu fá síðastliðinn föstudag.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning 4. febrúar 2025 10:45 „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn 3. febrúar 2025 22:03 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning 4. febrúar 2025 10:45
„Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn 3. febrúar 2025 22:03