Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2025 16:15 Lögreglan var vopnuð skotvopnum þegar forseti Úkraínu kom hingað til lands og hitti forsætisráðherra Norðurlandanna. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota. Þá hefur vopnaburður meðal almennings aukist og lögreglumenn lenda oftar í hættulegum aðstæðum en áður, en vopnatilkynningum til lögreglu hefur fjölgað verulega á umliðnum árum. „Fáliðuð lögregla ógnar öryggi fólksins í landinu sem og lögreglumannanna sjálfra. Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að bæta úr þessu og leggja aukna áherslu á öryggismál og öfluga löggæslu um land allt. Með fjölgun lögreglumanna verður almenn löggæsla efld til muna og svigrúm skapað til að taka á skipulagðri brotastarfsemi af meiri þunga,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Aðgerðir til fjölgunar á þessu ári Stöðugildum innan lögreglu verður fjölgað þegar á þessu ári og leitað leiða til þess að ráða sem fyrst í þær stöður. Til þess að ná fram raunfjölgun starfsmanna verður nemendum í lögreglufræðum fjölgað og brugðist við brottfalli lögreglumanna úr starfi. Lagt er til að strax á þessu ári verði allt að 95 nemendur teknir inn í lögreglunám, að því gefnu að þeir standist inntökuskilyrði. Greina þurfi ástæður brottfalls úr lögreglunni og leita leiða til að snúa vörn í sókn í þeim efnum. Lagt er til að lögregluráði verði falið að setja af stað verkefni til þess að fá aftur til starfa lögreglumenn sem horfið hafa frá starfi, sem verði síðan nánar útfært og framkvæmt í hverju embætti fyrir sig. Aðgerðir til lengri tíma til eflingar lögreglu Til lengri tíma er lagt til að ráðist verði í nokkur verkefni til þess að ná fram varanlegum umbótum í starfsemi lögreglu. Endurnýja þarf og gefa út nýja löggæsluáætlun og greina þarf starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu. Dómsmálaráðuneytið gaf út löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem mörkuð var almenn stefna í löggæslumálum og lagðar fram leiðir til þess að kortleggja og greina stöðuna í löggæslumálum hverju sinni. Með löggæsluáætluninni voru settir fram mælikvarðar og markmið varðandi þjónustu- og öryggisstig og innri málefni lögreglu. Ríkislögreglustjóri gaf síðan út skýrslu um greiningu á mannaflaþörf lögreglu fram til ársins 2035. Á grundvelli þessara greininga er mikilvægt að marka stefnu og gefa út nýja löggæsluáætlunar á árinu 2025. Gera þarf greiningu á starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu, með það að markmiði að ná fram umbótum til lengri tíma. Markmið þessarar aðgerðar er fyrst og fremst að skoða leiðir til umbóta og hagræðingar sem fela ekki í sér útgjöld, en gætu skilað auknum málshraða og hagræðingu í starfsemi lögreglu til lengri tíma, segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins. Heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota. Þá hefur vopnaburður meðal almennings aukist og lögreglumenn lenda oftar í hættulegum aðstæðum en áður, en vopnatilkynningum til lögreglu hefur fjölgað verulega á umliðnum árum. „Fáliðuð lögregla ógnar öryggi fólksins í landinu sem og lögreglumannanna sjálfra. Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að bæta úr þessu og leggja aukna áherslu á öryggismál og öfluga löggæslu um land allt. Með fjölgun lögreglumanna verður almenn löggæsla efld til muna og svigrúm skapað til að taka á skipulagðri brotastarfsemi af meiri þunga,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Aðgerðir til fjölgunar á þessu ári Stöðugildum innan lögreglu verður fjölgað þegar á þessu ári og leitað leiða til þess að ráða sem fyrst í þær stöður. Til þess að ná fram raunfjölgun starfsmanna verður nemendum í lögreglufræðum fjölgað og brugðist við brottfalli lögreglumanna úr starfi. Lagt er til að strax á þessu ári verði allt að 95 nemendur teknir inn í lögreglunám, að því gefnu að þeir standist inntökuskilyrði. Greina þurfi ástæður brottfalls úr lögreglunni og leita leiða til að snúa vörn í sókn í þeim efnum. Lagt er til að lögregluráði verði falið að setja af stað verkefni til þess að fá aftur til starfa lögreglumenn sem horfið hafa frá starfi, sem verði síðan nánar útfært og framkvæmt í hverju embætti fyrir sig. Aðgerðir til lengri tíma til eflingar lögreglu Til lengri tíma er lagt til að ráðist verði í nokkur verkefni til þess að ná fram varanlegum umbótum í starfsemi lögreglu. Endurnýja þarf og gefa út nýja löggæsluáætlun og greina þarf starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu. Dómsmálaráðuneytið gaf út löggæsluáætlun fyrir árin 2019 til 2023 þar sem mörkuð var almenn stefna í löggæslumálum og lagðar fram leiðir til þess að kortleggja og greina stöðuna í löggæslumálum hverju sinni. Með löggæsluáætluninni voru settir fram mælikvarðar og markmið varðandi þjónustu- og öryggisstig og innri málefni lögreglu. Ríkislögreglustjóri gaf síðan út skýrslu um greiningu á mannaflaþörf lögreglu fram til ársins 2035. Á grundvelli þessara greininga er mikilvægt að marka stefnu og gefa út nýja löggæsluáætlunar á árinu 2025. Gera þarf greiningu á starfsumhverfi lögreglu og samsetningu starfsmanna lögreglu, með það að markmiði að ná fram umbótum til lengri tíma. Markmið þessarar aðgerðar er fyrst og fremst að skoða leiðir til umbóta og hagræðingar sem fela ekki í sér útgjöld, en gætu skilað auknum málshraða og hagræðingu í starfsemi lögreglu til lengri tíma, segir í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins.
Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent