Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 12:20 Í gærkvöldi féllu tvö snjóflóð við Ólafsvíkurenni, meðal annars yfir veg. aðsend Fjórtán íbúar á Patreksfirði, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu, hafa nú mátt snúa heim eftir á hættustigi var aflétt. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn víða í gildi en Veðurstofunni er kunnugt um nokkur krapaflóð sem hafa fallið frá því í gær, meðal annars yfir vegi á Vesturlandi og á Austfjörðum. Varðskip Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu fyrir vestan og almenningur er hvattur til að fylgjast vel með færð enda geti vegir lokast vegna ofanflóða. Í kjölfar hlýinda og rigninga hafa krapaflóð fallið á Austfjörðum í nótt, meðal annars í Berufirði, við Stöðvarfjörð og í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Óvissustig vegna ofanflóða er enn í gildi á Sunnan verðum Vestfjörðum, Vesturlandi og á Austfjörðum. Heiður Þórisdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt veðurstofunnar, segir Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um nokkur krapaflóð sem fallið hafa frá því í gær. „Það hafa nokkur krapaflóð á sunnanverðum Austfjörðum yfir vegi. Í sunnan verðum Fáskrúðsfirði, og sunnar en það, Stöðvarfirði, Berufirði og fleira. Svo í gærkvöldi féllu tvö snjóflóð í Ólafsvíkurenni fyrir vestan. Það eru helstu tilkynningarnar um flóð sem við höfum fengið,” segir Heiður. Vegfarendur og ferðamenn eru sem fyrr hvattir til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Engar formlegar rýmingar eru lengur í gildi en þó mikilvægt að gera varúðarráðstafanir á ákveðnum svæðum að sögn Heiðar. „Bæði í húsum á Patreksfirði og á Stöðvarfirði næst krapaflóðafarvegum, og í Ólafsvík þá er atvinnuhúsareitur undir Ólafsvíkurenni og þau hús eru öll mannlaus,“ segir Heiður. „Nú er þessi varúð sem tekur við sem felst í því að íbúar sem búa næst þessum farvegum fari varlega í kringum farvegina og séu ekki að dvelja í herbergjum sem eru með glugga sem vísa í átt að fjallshlíðinni,“ segir Heiður. Áfram er mælst til þess að vegfarendur og aðrir fari varlega í grennd við vatnsfarvegi þar sem aukin hætta er á krapaflóðum og eins undir bröttum hlíðum þar sem aur- og grjótskriður gætu fallið. Rýming gekk vel á Patreksfirði Í gærkvöldi voru sex hús rýmd á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu og gekk rýming vel að sögn Hlyns Hafberg Snorrasonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. „Það var ákveðið að rýma sex hús plús bæjarskrifstofu Vesturbyggðar og það þurftu fjórtán manns að yfirgefa heimili sín. Níu af þeim fóru í gistingu á vegum sveitarfélagsins en hinir fóru til vina og vandamanna. Þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir Hlynur. Hættustigi var aflýst skömmu fyrir hádegi í dag og hefur fólkið því færi á að snúa aftur heim. „Það mátti alveg búast við því að það yrði rof á samgöngum í þessum aðstæðum. Landhelgisgæslan, sem fyrr, bregst alltaf vel við og sendi varðskipið Þór til okkar í gærkvöldi og það skip er nú úti á flóanum okkur til halds og trausts ef einhver veikindi eða slys eða eitthvað annað kæmi uppá og fjallvegir eða vegir á milli byggðalaga eru lokaðir. Annað hvort vegna óveðurs eða ofanflóðahættu,“ segir Hlynur. Hlynur og Heiður hvetja bæði alla sem eru á ferð milli byggðalaga til að fylgjast vel með færð á vef Vegagerðarinnar enda geta vegir lokast ef flóð falla yfir vegi eða hætta talin mikil á ofanflóðum. Vesturbyggð Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Almannavarnir Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Í kjölfar hlýinda og rigninga hafa krapaflóð fallið á Austfjörðum í nótt, meðal annars í Berufirði, við Stöðvarfjörð og í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Óvissustig vegna ofanflóða er enn í gildi á Sunnan verðum Vestfjörðum, Vesturlandi og á Austfjörðum. Heiður Þórisdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt veðurstofunnar, segir Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um nokkur krapaflóð sem fallið hafa frá því í gær. „Það hafa nokkur krapaflóð á sunnanverðum Austfjörðum yfir vegi. Í sunnan verðum Fáskrúðsfirði, og sunnar en það, Stöðvarfirði, Berufirði og fleira. Svo í gærkvöldi féllu tvö snjóflóð í Ólafsvíkurenni fyrir vestan. Það eru helstu tilkynningarnar um flóð sem við höfum fengið,” segir Heiður. Vegfarendur og ferðamenn eru sem fyrr hvattir til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Engar formlegar rýmingar eru lengur í gildi en þó mikilvægt að gera varúðarráðstafanir á ákveðnum svæðum að sögn Heiðar. „Bæði í húsum á Patreksfirði og á Stöðvarfirði næst krapaflóðafarvegum, og í Ólafsvík þá er atvinnuhúsareitur undir Ólafsvíkurenni og þau hús eru öll mannlaus,“ segir Heiður. „Nú er þessi varúð sem tekur við sem felst í því að íbúar sem búa næst þessum farvegum fari varlega í kringum farvegina og séu ekki að dvelja í herbergjum sem eru með glugga sem vísa í átt að fjallshlíðinni,“ segir Heiður. Áfram er mælst til þess að vegfarendur og aðrir fari varlega í grennd við vatnsfarvegi þar sem aukin hætta er á krapaflóðum og eins undir bröttum hlíðum þar sem aur- og grjótskriður gætu fallið. Rýming gekk vel á Patreksfirði Í gærkvöldi voru sex hús rýmd á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu og gekk rýming vel að sögn Hlyns Hafberg Snorrasonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. „Það var ákveðið að rýma sex hús plús bæjarskrifstofu Vesturbyggðar og það þurftu fjórtán manns að yfirgefa heimili sín. Níu af þeim fóru í gistingu á vegum sveitarfélagsins en hinir fóru til vina og vandamanna. Þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir Hlynur. Hættustigi var aflýst skömmu fyrir hádegi í dag og hefur fólkið því færi á að snúa aftur heim. „Það mátti alveg búast við því að það yrði rof á samgöngum í þessum aðstæðum. Landhelgisgæslan, sem fyrr, bregst alltaf vel við og sendi varðskipið Þór til okkar í gærkvöldi og það skip er nú úti á flóanum okkur til halds og trausts ef einhver veikindi eða slys eða eitthvað annað kæmi uppá og fjallvegir eða vegir á milli byggðalaga eru lokaðir. Annað hvort vegna óveðurs eða ofanflóðahættu,“ segir Hlynur. Hlynur og Heiður hvetja bæði alla sem eru á ferð milli byggðalaga til að fylgjast vel með færð á vef Vegagerðarinnar enda geta vegir lokast ef flóð falla yfir vegi eða hætta talin mikil á ofanflóðum.
Vesturbyggð Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Almannavarnir Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira