Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. janúar 2025 17:46 Vörubíll fór út af veginum Vísir/Hólmfríður Mörgum vegum hefur verið lokað eða eru á óvissustigi vegna veðurs. Óvissustig vegna ofanflóðshættu er í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum og sunnanverðum Austfjörðum. „Nýlegur snjór er á Vestfjörðum og næsta sólarhring má búast við talsverðum leysingum, sérstaklega á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir í tilkynningu frá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. Vegunum um Raknadalshlíð og Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum verður því lokað klukkan tíu í kvöld vegna snjóflóðahættunnar. Óvissustig tók gildi klukkan fjögur í dag. Á sunnanverðum Austfjörðum má búast við rigningu og mikið hvassviðri. Vegna hitabreytinga og úrkomumagns eykst því hættan á blautum snjóflóðum og krapaflóðum. Óvissustig tekur gildi klukkan átta í kvöld. Hellisheiðinni lokað og óvissustig víða Hellisheiðinni var lokað að ganga fjögur í dag. Þrengslin eru enn opin en skafrenningur er á svæðinu og víða hvasst. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru sterkar vindhviður og mikil rigning í Þrengslunum. Að minnsta kosti fjórir bílar hafa farið út af veginum. Einnig fór vörubíll út af veginum í beygju nálægt Hveragerði og þurfti kranabíl til að hífa hann aftur upp á veginn. Krýsuvíkurvegur er einnig lokaður vegna veðurs. Þá hefur einnig öllum vegum á norðanverðu Snæfellsnesi verið lokað og allir vegir á sunnanverðu Snæfellsnesi eru á óvissustigi. Vatnaleið er ófærð vegna veðurs ásamt Fróðárheiði. Á Vestfjörðum eru Kleifaheiði og Dynjandisheiði lokaðar ásamt fyrrnefndum lokunum Súðavíkurhlíðar og Raknadalshlíðar klukkan tíu. Öxnadalsheiði er á óvissustigi og getur því lokað með skömmum fyrirvara. Einnig er óvissustig á Möðrudalsöræfi Þónokkrir vegir eru á óvissustigi og gæti verið lokað með skömmum fyrirvara. Þar á meðal er Brattabrekka, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði og Mývatnsöræfi. Veðurviðvaranir um allt land Þegar þetta er ritað að ganga sex eru appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á Suðausturlandi, í Breiðafirði og á Miðhálendi. Alls staðar annars staðar eru gular viðvaranir í gildi. Klukkan fimm aðfaranótt laugardags fer appelsínugul viðvörun í gildi á Norðurlandi vestra. Klukkan sjö á laugardagsmorgun verður einnig appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum. Allar viðvaranir verða felldar úr gildi klukkan ellefu á laugardag. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu aðfaranótt laugardags.Veðurstofa Íslands Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Umferð Færð á vegum Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Sjá meira
„Nýlegur snjór er á Vestfjörðum og næsta sólarhring má búast við talsverðum leysingum, sérstaklega á sunnanverðum Vestfjörðum,“ segir í tilkynningu frá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. Vegunum um Raknadalshlíð og Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum verður því lokað klukkan tíu í kvöld vegna snjóflóðahættunnar. Óvissustig tók gildi klukkan fjögur í dag. Á sunnanverðum Austfjörðum má búast við rigningu og mikið hvassviðri. Vegna hitabreytinga og úrkomumagns eykst því hættan á blautum snjóflóðum og krapaflóðum. Óvissustig tekur gildi klukkan átta í kvöld. Hellisheiðinni lokað og óvissustig víða Hellisheiðinni var lokað að ganga fjögur í dag. Þrengslin eru enn opin en skafrenningur er á svæðinu og víða hvasst. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru sterkar vindhviður og mikil rigning í Þrengslunum. Að minnsta kosti fjórir bílar hafa farið út af veginum. Einnig fór vörubíll út af veginum í beygju nálægt Hveragerði og þurfti kranabíl til að hífa hann aftur upp á veginn. Krýsuvíkurvegur er einnig lokaður vegna veðurs. Þá hefur einnig öllum vegum á norðanverðu Snæfellsnesi verið lokað og allir vegir á sunnanverðu Snæfellsnesi eru á óvissustigi. Vatnaleið er ófærð vegna veðurs ásamt Fróðárheiði. Á Vestfjörðum eru Kleifaheiði og Dynjandisheiði lokaðar ásamt fyrrnefndum lokunum Súðavíkurhlíðar og Raknadalshlíðar klukkan tíu. Öxnadalsheiði er á óvissustigi og getur því lokað með skömmum fyrirvara. Einnig er óvissustig á Möðrudalsöræfi Þónokkrir vegir eru á óvissustigi og gæti verið lokað með skömmum fyrirvara. Þar á meðal er Brattabrekka, Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði og Mývatnsöræfi. Veðurviðvaranir um allt land Þegar þetta er ritað að ganga sex eru appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á Suðausturlandi, í Breiðafirði og á Miðhálendi. Alls staðar annars staðar eru gular viðvaranir í gildi. Klukkan fimm aðfaranótt laugardags fer appelsínugul viðvörun í gildi á Norðurlandi vestra. Klukkan sjö á laugardagsmorgun verður einnig appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum. Allar viðvaranir verða felldar úr gildi klukkan ellefu á laugardag. Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu aðfaranótt laugardags.Veðurstofa Íslands Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Umferð Færð á vegum Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Sjá meira