Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2025 10:17 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknar og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður. Vísir/Vilhelm Miðstjórn Framsóknarflokksins mun koma saman til fundar „um eða upp úr miðjum mars“. Þar verður tekin ákvörðun um hvort flokksþingi verði flýtt. Þetta segir Helgi Héðinsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu. Hann segir að landsstjórn flokksins hafi fundað í gær og þar hafi þetta verið ákveðið. Nokkurt ákall hefur verið um að flokksþingi Framsóknar verði flýtt og að kosið verði um forystu flokksins eftir þingkosningarnar þar sem Framsókn fékk 7,8 prósent atkvæða og þar sem þingmannafjöldinn fór úr þrettán í fimm. Þannig sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, í Samtalinu í gær að hún vildi flýta flokksþingi. Þá sagðist hún ekki útiloka formannsframboð. Lilja missti þingsæti sitt í síðustu kosningum eftir að hafa setið á þingi frá árinu 2016. Í landsstjórn flokksins eiga formenn sérsambanda og forysta flokksins sæti. Helgi segir að enn eigi eftir að ákveða endanlega dagsetningu miðstjórnarfundar en að ljóst sé að það verði einhverja helgina um miðjan eða upp úr miðjum mars. Var frestað vegna kosninga Upphaflega átti miðstjórn Framsóknarflokksins að koma saman til fundar í nóvember síðastliðnum en þeim fundi var frestað vegna alþingiskosninganna. Miðstjórn Framsóknar fer með umboð flokksins á milli flokksþinga og útfærir meginstefnu hans í landsmálum. Flokksþing Framsóknar fór síðast fram í apríl 2024 þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson var endurkjörinn formaður og Lilja varaformaður. Flokksþing flokksins eru alla jafna haldin á tveggja ára fresti og ætti næsta því að fara fram vorið 2026. Framsóknarflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. 30. janúar 2025 14:05 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Þetta segir Helgi Héðinsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu. Hann segir að landsstjórn flokksins hafi fundað í gær og þar hafi þetta verið ákveðið. Nokkurt ákall hefur verið um að flokksþingi Framsóknar verði flýtt og að kosið verði um forystu flokksins eftir þingkosningarnar þar sem Framsókn fékk 7,8 prósent atkvæða og þar sem þingmannafjöldinn fór úr þrettán í fimm. Þannig sagði Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, í Samtalinu í gær að hún vildi flýta flokksþingi. Þá sagðist hún ekki útiloka formannsframboð. Lilja missti þingsæti sitt í síðustu kosningum eftir að hafa setið á þingi frá árinu 2016. Í landsstjórn flokksins eiga formenn sérsambanda og forysta flokksins sæti. Helgi segir að enn eigi eftir að ákveða endanlega dagsetningu miðstjórnarfundar en að ljóst sé að það verði einhverja helgina um miðjan eða upp úr miðjum mars. Var frestað vegna kosninga Upphaflega átti miðstjórn Framsóknarflokksins að koma saman til fundar í nóvember síðastliðnum en þeim fundi var frestað vegna alþingiskosninganna. Miðstjórn Framsóknar fer með umboð flokksins á milli flokksþinga og útfærir meginstefnu hans í landsmálum. Flokksþing Framsóknar fór síðast fram í apríl 2024 þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson var endurkjörinn formaður og Lilja varaformaður. Flokksþing flokksins eru alla jafna haldin á tveggja ára fresti og ætti næsta því að fara fram vorið 2026.
Framsóknarflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. 30. janúar 2025 14:05 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. 30. janúar 2025 14:05