Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2025 14:05 Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til formanns í flokknum, eftir ein verstu kosningaúrslit í sögu flokksins í alþingiskosningum. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 19:10 segir Lilja skynsamlegt að flýta flokksþingi sem annars á ekki að koma saman fyrr en á næsta ári samkvæmt lögum flokksins. Landsstjórn flokksins hittist í dag til að ákveða tímasetningu miðstjórnarfundar sem síðan ákveði hvort flýta ætti flokksþingi sem annars á ekki að fara fram fyrr en á næsta ári. Lilja telur að úrslit síðustu alþingiskosninga þar sem flokkurinn tapaði miklu fylgi og missti þrjá fyrrverandi ráðherra og þær breytingar sem átt hefðu sér stað bæði innanlands og í alþjóðamálum, kalli á að æðsta stofnun Framsóknarflokksins verði kölluð saman á þessu ári. Lilja Alfreðsdóttir segir brýnt að Framsóknarflokkurinn bregðist við miklum breytingum í innanlands- og alþjóðamálum.Vísir/Vilhelm „Ég hef sagt innan okkar raða og með mínu fólki að það sé mjög brýnt að við hittumst. Æðsta stofnun flokksins hittist og fari yfir stöðuna. Vegna þess að stjórnmálin eru búin að breytast alveg rosalega mikið bara frá kosningum. Til að mynda með því að Trump er kominn í Hvíta húsið, öll Grænlands umræðan. För Þorgerðar, áður en þing er komið saman, til Brussel, (þjóðar)atkvæðagreiðsla. Mér finnst eins og það séu búið að gerast alveg ofboðslega mikið,“ segir Lilja í Samtalinu. Myndir þú vilja vera formaður Framsóknarflokksins, muntu bjóða þig fram fyrir næsta flokksþing? „Þú veist alveg hvað stjórnmálamenn segja. Ég útiloka ekkert í þeim efnum,“ segir varaformaðurinn. Samtalið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 19:10 segir Lilja skynsamlegt að flýta flokksþingi sem annars á ekki að koma saman fyrr en á næsta ári samkvæmt lögum flokksins. Landsstjórn flokksins hittist í dag til að ákveða tímasetningu miðstjórnarfundar sem síðan ákveði hvort flýta ætti flokksþingi sem annars á ekki að fara fram fyrr en á næsta ári. Lilja telur að úrslit síðustu alþingiskosninga þar sem flokkurinn tapaði miklu fylgi og missti þrjá fyrrverandi ráðherra og þær breytingar sem átt hefðu sér stað bæði innanlands og í alþjóðamálum, kalli á að æðsta stofnun Framsóknarflokksins verði kölluð saman á þessu ári. Lilja Alfreðsdóttir segir brýnt að Framsóknarflokkurinn bregðist við miklum breytingum í innanlands- og alþjóðamálum.Vísir/Vilhelm „Ég hef sagt innan okkar raða og með mínu fólki að það sé mjög brýnt að við hittumst. Æðsta stofnun flokksins hittist og fari yfir stöðuna. Vegna þess að stjórnmálin eru búin að breytast alveg rosalega mikið bara frá kosningum. Til að mynda með því að Trump er kominn í Hvíta húsið, öll Grænlands umræðan. För Þorgerðar, áður en þing er komið saman, til Brussel, (þjóðar)atkvæðagreiðsla. Mér finnst eins og það séu búið að gerast alveg ofboðslega mikið,“ segir Lilja í Samtalinu. Myndir þú vilja vera formaður Framsóknarflokksins, muntu bjóða þig fram fyrir næsta flokksþing? „Þú veist alveg hvað stjórnmálamenn segja. Ég útiloka ekkert í þeim efnum,“ segir varaformaðurinn.
Samtalið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira