Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2025 14:20 Skúbb Ísgerð er til húsa við Laugarásveg. Hér má sjá skiltið umdeilda. Vísir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar. Þar segir að í lok nóvember í hitteðfyrra hafi forsvarsmenn Skúbbs verið upplýstir um að eftirlitsdeild umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefði borist ábending vegna skiltisins. Þá var eigendunum bent á að í aðaluppdráttum kæmi fram að ekki yrði sett skilti á bygginguna, og þau væru því án byggingarleyfis, en það mætti setja límfilmur eða merkingar í glugga. Þeim var gert að fjarlægja skiltið, en þeirri ákvörðun var frestað því fyrirhugað væri að sækja um byggingarleyfi. Svo virðist sem það hafi aldrei verið gert. Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Í nóvember ári síðar, í fyrra, var eigendum ísbúðarinnar gert að fjarlægja skiltin innan þrjátíu daga, og þeim gefin fjórtán daga andmælafrestur. Ef skiltin myndu ekki fara eftir þennan þrjátíu daga frest yrðu dagsektir lagðar á ísbúðina, 25 þúsund krónur á dag. Það var byggingarfulltrúinn í Reykjavík sem tók þessa ákvörðun, en Skúbb kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“ Málflutningur eigendanna var á þá leið að sá sem hefði sent ábendingu til byggingarfulltrúa um málið væri mikið í nöp við ísbúðina Skúbb. Um er að ræða nágranna sem býr í sama húsi. Þessi nágranni hefði áður „kvartað til allra yfirvalda“ en það engan árangur borið. Þá hefðu önnur fyrirtæki í þessum litla verslunarkjarna líka haft skilti en ekki hafi verið bent á þau. Þá ber ísbúðinn nágrannann þungum sökum. Hann er sagður hafa unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, og þá sé starfsfólk ísbúðarinnar hrætt við hann vegna hótana í garð þeirra. Einnig er hann sagður hafa notað bílastæði sem séu ætluð viðskiptavinum þjónustukjarnans. Þá hafi skiltamálið verið rætt á húsfundi og niðurstaða hans væri ástæða þess að ekki hafi verið sótt um byggingarleyfi. Þar að auki kemur fram aðrar ráðstafanir hafi verið gerðar til að merkja ísbúðina með öðrum hætti. Nú væri beðið eftir þeirri pöntun. Ísbúðin fór fram á að ákvörðunin yrði felld úr gildi vegna tómlætis íbúa þar sem ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr en nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“. Meint tómlæti hafi ekkert um málið að segja Málsrök Reykjavíkurborgar voru á þá leið að meint tómlæti nágrannans breytti engu. Skiltið væri án byggingarleyfis og í ósamræmi við samþykkta aðaluppdrætti. Þá ætti eiganda ísbúðarinnar að hafa verið kunnugt um nokkurra hríð að hann þyrfti að sækja um breytingu á byggingarleyfinu ef skiltin ættu að vera áfram. Það hafi eigandinn ekki gert, enda virðist sem meðeigendur hússins samþykki ekki slíka ráðstöfun. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á það og hafnaði kröfu eigenda Skúbbs ísgerðar. Ís Reykjavík Nágrannadeilur Stjórnsýsla Málefni fjölbýlishúsa Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar. Þar segir að í lok nóvember í hitteðfyrra hafi forsvarsmenn Skúbbs verið upplýstir um að eftirlitsdeild umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefði borist ábending vegna skiltisins. Þá var eigendunum bent á að í aðaluppdráttum kæmi fram að ekki yrði sett skilti á bygginguna, og þau væru því án byggingarleyfis, en það mætti setja límfilmur eða merkingar í glugga. Þeim var gert að fjarlægja skiltið, en þeirri ákvörðun var frestað því fyrirhugað væri að sækja um byggingarleyfi. Svo virðist sem það hafi aldrei verið gert. Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Í nóvember ári síðar, í fyrra, var eigendum ísbúðarinnar gert að fjarlægja skiltin innan þrjátíu daga, og þeim gefin fjórtán daga andmælafrestur. Ef skiltin myndu ekki fara eftir þennan þrjátíu daga frest yrðu dagsektir lagðar á ísbúðina, 25 þúsund krónur á dag. Það var byggingarfulltrúinn í Reykjavík sem tók þessa ákvörðun, en Skúbb kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“ Málflutningur eigendanna var á þá leið að sá sem hefði sent ábendingu til byggingarfulltrúa um málið væri mikið í nöp við ísbúðina Skúbb. Um er að ræða nágranna sem býr í sama húsi. Þessi nágranni hefði áður „kvartað til allra yfirvalda“ en það engan árangur borið. Þá hefðu önnur fyrirtæki í þessum litla verslunarkjarna líka haft skilti en ekki hafi verið bent á þau. Þá ber ísbúðinn nágrannann þungum sökum. Hann er sagður hafa unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, og þá sé starfsfólk ísbúðarinnar hrætt við hann vegna hótana í garð þeirra. Einnig er hann sagður hafa notað bílastæði sem séu ætluð viðskiptavinum þjónustukjarnans. Þá hafi skiltamálið verið rætt á húsfundi og niðurstaða hans væri ástæða þess að ekki hafi verið sótt um byggingarleyfi. Þar að auki kemur fram aðrar ráðstafanir hafi verið gerðar til að merkja ísbúðina með öðrum hætti. Nú væri beðið eftir þeirri pöntun. Ísbúðin fór fram á að ákvörðunin yrði felld úr gildi vegna tómlætis íbúa þar sem ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr en nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“. Meint tómlæti hafi ekkert um málið að segja Málsrök Reykjavíkurborgar voru á þá leið að meint tómlæti nágrannans breytti engu. Skiltið væri án byggingarleyfis og í ósamræmi við samþykkta aðaluppdrætti. Þá ætti eiganda ísbúðarinnar að hafa verið kunnugt um nokkurra hríð að hann þyrfti að sækja um breytingu á byggingarleyfinu ef skiltin ættu að vera áfram. Það hafi eigandinn ekki gert, enda virðist sem meðeigendur hússins samþykki ekki slíka ráðstöfun. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á það og hafnaði kröfu eigenda Skúbbs ísgerðar.
Ís Reykjavík Nágrannadeilur Stjórnsýsla Málefni fjölbýlishúsa Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Erlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Evrópa þurfi að vígbúast Erlent Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Innlent Vatnslögn rofnaði við Hörpu Innlent Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Fleiri fréttir Ekkert annað húsnæði komi til greina Vatnslögn rofnaði við Hörpu Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Drög að málefnasamningi liggi fyrir Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Evrópa standi á krossgötum Gerendur yngri og brotin alvarlegri Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Ragna Árnadóttir hættir á þingi „Verður að skýrast í þessari viku“ Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Landsmönnum líst sífellt betur á veggjöld Meirihluti enn í burðarliðnum og sameining Íslandsbanka og Arion talin óhugsandi Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa „Aðfinnsluvert háttalag“ og sofið á salerni veitingastaðar Þónokkrir sem eigi ekkert erindi inn í fangelsiskerfið sitji inni Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Sjá meira