Skilti Skúbbs þarf að fjúka í nágrannadeilum sem líkt er við stríð Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2025 14:20 Skúbb Ísgerð er til húsa við Laugarásveg. Hér má sjá skiltið umdeilda. Vísir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Skúbb ísgerðar um að fella úr gildi ákvörðun þess efnis að ísbúð Skúbbs, við Laugarásveg í Reykjavík, sé skylt að fjarlægja ljósaskilti við verslunina. Eigendur ísbúðarinnar segja nágranna heyja stríð gegn sér. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar. Þar segir að í lok nóvember í hitteðfyrra hafi forsvarsmenn Skúbbs verið upplýstir um að eftirlitsdeild umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefði borist ábending vegna skiltisins. Þá var eigendunum bent á að í aðaluppdráttum kæmi fram að ekki yrði sett skilti á bygginguna, og þau væru því án byggingarleyfis, en það mætti setja límfilmur eða merkingar í glugga. Þeim var gert að fjarlægja skiltið, en þeirri ákvörðun var frestað því fyrirhugað væri að sækja um byggingarleyfi. Svo virðist sem það hafi aldrei verið gert. Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Í nóvember ári síðar, í fyrra, var eigendum ísbúðarinnar gert að fjarlægja skiltin innan þrjátíu daga, og þeim gefin fjórtán daga andmælafrestur. Ef skiltin myndu ekki fara eftir þennan þrjátíu daga frest yrðu dagsektir lagðar á ísbúðina, 25 þúsund krónur á dag. Það var byggingarfulltrúinn í Reykjavík sem tók þessa ákvörðun, en Skúbb kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“ Málflutningur eigendanna var á þá leið að sá sem hefði sent ábendingu til byggingarfulltrúa um málið væri mikið í nöp við ísbúðina Skúbb. Um er að ræða nágranna sem býr í sama húsi. Þessi nágranni hefði áður „kvartað til allra yfirvalda“ en það engan árangur borið. Þá hefðu önnur fyrirtæki í þessum litla verslunarkjarna líka haft skilti en ekki hafi verið bent á þau. Þá ber ísbúðinn nágrannann þungum sökum. Hann er sagður hafa unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, og þá sé starfsfólk ísbúðarinnar hrætt við hann vegna hótana í garð þeirra. Einnig er hann sagður hafa notað bílastæði sem séu ætluð viðskiptavinum þjónustukjarnans. Þá hafi skiltamálið verið rætt á húsfundi og niðurstaða hans væri ástæða þess að ekki hafi verið sótt um byggingarleyfi. Þar að auki kemur fram aðrar ráðstafanir hafi verið gerðar til að merkja ísbúðina með öðrum hætti. Nú væri beðið eftir þeirri pöntun. Ísbúðin fór fram á að ákvörðunin yrði felld úr gildi vegna tómlætis íbúa þar sem ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr en nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“. Meint tómlæti hafi ekkert um málið að segja Málsrök Reykjavíkurborgar voru á þá leið að meint tómlæti nágrannans breytti engu. Skiltið væri án byggingarleyfis og í ósamræmi við samþykkta aðaluppdrætti. Þá ætti eiganda ísbúðarinnar að hafa verið kunnugt um nokkurra hríð að hann þyrfti að sækja um breytingu á byggingarleyfinu ef skiltin ættu að vera áfram. Það hafi eigandinn ekki gert, enda virðist sem meðeigendur hússins samþykki ekki slíka ráðstöfun. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á það og hafnaði kröfu eigenda Skúbbs ísgerðar. Ís Reykjavík Nágrannadeilur Stjórnsýsla Málefni fjölbýlishúsa Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Hamagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar. Þar segir að í lok nóvember í hitteðfyrra hafi forsvarsmenn Skúbbs verið upplýstir um að eftirlitsdeild umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefði borist ábending vegna skiltisins. Þá var eigendunum bent á að í aðaluppdráttum kæmi fram að ekki yrði sett skilti á bygginguna, og þau væru því án byggingarleyfis, en það mætti setja límfilmur eða merkingar í glugga. Þeim var gert að fjarlægja skiltið, en þeirri ákvörðun var frestað því fyrirhugað væri að sækja um byggingarleyfi. Svo virðist sem það hafi aldrei verið gert. Innan úr ísbúð Skúbbs.Vísir/Vilhelm Í nóvember ári síðar, í fyrra, var eigendum ísbúðarinnar gert að fjarlægja skiltin innan þrjátíu daga, og þeim gefin fjórtán daga andmælafrestur. Ef skiltin myndu ekki fara eftir þennan þrjátíu daga frest yrðu dagsektir lagðar á ísbúðina, 25 þúsund krónur á dag. Það var byggingarfulltrúinn í Reykjavík sem tók þessa ákvörðun, en Skúbb kærði ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“ Málflutningur eigendanna var á þá leið að sá sem hefði sent ábendingu til byggingarfulltrúa um málið væri mikið í nöp við ísbúðina Skúbb. Um er að ræða nágranna sem býr í sama húsi. Þessi nágranni hefði áður „kvartað til allra yfirvalda“ en það engan árangur borið. Þá hefðu önnur fyrirtæki í þessum litla verslunarkjarna líka haft skilti en ekki hafi verið bent á þau. Þá ber ísbúðinn nágrannann þungum sökum. Hann er sagður hafa unnið skemmdarverk á bíl fyrirtækisins, og þá sé starfsfólk ísbúðarinnar hrætt við hann vegna hótana í garð þeirra. Einnig er hann sagður hafa notað bílastæði sem séu ætluð viðskiptavinum þjónustukjarnans. Þá hafi skiltamálið verið rætt á húsfundi og niðurstaða hans væri ástæða þess að ekki hafi verið sótt um byggingarleyfi. Þar að auki kemur fram aðrar ráðstafanir hafi verið gerðar til að merkja ísbúðina með öðrum hætti. Nú væri beðið eftir þeirri pöntun. Ísbúðin fór fram á að ákvörðunin yrði felld úr gildi vegna tómlætis íbúa þar sem ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr en nágranninn hafi „farið í stríð við ísbúðina“. Meint tómlæti hafi ekkert um málið að segja Málsrök Reykjavíkurborgar voru á þá leið að meint tómlæti nágrannans breytti engu. Skiltið væri án byggingarleyfis og í ósamræmi við samþykkta aðaluppdrætti. Þá ætti eiganda ísbúðarinnar að hafa verið kunnugt um nokkurra hríð að hann þyrfti að sækja um breytingu á byggingarleyfinu ef skiltin ættu að vera áfram. Það hafi eigandinn ekki gert, enda virðist sem meðeigendur hússins samþykki ekki slíka ráðstöfun. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á það og hafnaði kröfu eigenda Skúbbs ísgerðar.
Ís Reykjavík Nágrannadeilur Stjórnsýsla Málefni fjölbýlishúsa Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Hamagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira