Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2025 14:05 Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til formanns í flokknum, eftir ein verstu kosningaúrslit í sögu flokksins í alþingiskosningum. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 19:10 segir Lilja skynsamlegt að flýta flokksþingi sem annars á ekki að koma saman fyrr en á næsta ári samkvæmt lögum flokksins. Landsstjórn flokksins hittist í dag til að ákveða tímasetningu miðstjórnarfundar sem síðan ákveði hvort flýta ætti flokksþingi sem annars á ekki að fara fram fyrr en á næsta ári. Lilja telur að úrslit síðustu alþingiskosninga þar sem flokkurinn tapaði miklu fylgi og missti þrjá fyrrverandi ráðherra og þær breytingar sem átt hefðu sér stað bæði innanlands og í alþjóðamálum, kalli á að æðsta stofnun Framsóknarflokksins verði kölluð saman á þessu ári. Lilja Alfreðsdóttir segir brýnt að Framsóknarflokkurinn bregðist við miklum breytingum í innanlands- og alþjóðamálum.Vísir/Vilhelm „Ég hef sagt innan okkar raða og með mínu fólki að það sé mjög brýnt að við hittumst. Æðsta stofnun flokksins hittist og fari yfir stöðuna. Vegna þess að stjórnmálin eru búin að breytast alveg rosalega mikið bara frá kosningum. Til að mynda með því að Trump er kominn í Hvíta húsið, öll Grænlands umræðan. För Þorgerðar, áður en þing er komið saman, til Brussel, (þjóðar)atkvæðagreiðsla. Mér finnst eins og það séu búið að gerast alveg ofboðslega mikið,“ segir Lilja í Samtalinu. Myndir þú vilja vera formaður Framsóknarflokksins, muntu bjóða þig fram fyrir næsta flokksþing? „Þú veist alveg hvað stjórnmálamenn segja. Ég útiloka ekkert í þeim efnum,“ segir varaformaðurinn. Samtalið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar vegna „metnaðarlausrar“ fjárhagsáætlunar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Sjá meira
Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 19:10 segir Lilja skynsamlegt að flýta flokksþingi sem annars á ekki að koma saman fyrr en á næsta ári samkvæmt lögum flokksins. Landsstjórn flokksins hittist í dag til að ákveða tímasetningu miðstjórnarfundar sem síðan ákveði hvort flýta ætti flokksþingi sem annars á ekki að fara fram fyrr en á næsta ári. Lilja telur að úrslit síðustu alþingiskosninga þar sem flokkurinn tapaði miklu fylgi og missti þrjá fyrrverandi ráðherra og þær breytingar sem átt hefðu sér stað bæði innanlands og í alþjóðamálum, kalli á að æðsta stofnun Framsóknarflokksins verði kölluð saman á þessu ári. Lilja Alfreðsdóttir segir brýnt að Framsóknarflokkurinn bregðist við miklum breytingum í innanlands- og alþjóðamálum.Vísir/Vilhelm „Ég hef sagt innan okkar raða og með mínu fólki að það sé mjög brýnt að við hittumst. Æðsta stofnun flokksins hittist og fari yfir stöðuna. Vegna þess að stjórnmálin eru búin að breytast alveg rosalega mikið bara frá kosningum. Til að mynda með því að Trump er kominn í Hvíta húsið, öll Grænlands umræðan. För Þorgerðar, áður en þing er komið saman, til Brussel, (þjóðar)atkvæðagreiðsla. Mér finnst eins og það séu búið að gerast alveg ofboðslega mikið,“ segir Lilja í Samtalinu. Myndir þú vilja vera formaður Framsóknarflokksins, muntu bjóða þig fram fyrir næsta flokksþing? „Þú veist alveg hvað stjórnmálamenn segja. Ég útiloka ekkert í þeim efnum,“ segir varaformaðurinn.
Samtalið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar vegna „metnaðarlausrar“ fjárhagsáætlunar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Sjá meira