Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2025 14:05 Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til formanns í flokknum, eftir ein verstu kosningaúrslit í sögu flokksins í alþingiskosningum. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 19:10 segir Lilja skynsamlegt að flýta flokksþingi sem annars á ekki að koma saman fyrr en á næsta ári samkvæmt lögum flokksins. Landsstjórn flokksins hittist í dag til að ákveða tímasetningu miðstjórnarfundar sem síðan ákveði hvort flýta ætti flokksþingi sem annars á ekki að fara fram fyrr en á næsta ári. Lilja telur að úrslit síðustu alþingiskosninga þar sem flokkurinn tapaði miklu fylgi og missti þrjá fyrrverandi ráðherra og þær breytingar sem átt hefðu sér stað bæði innanlands og í alþjóðamálum, kalli á að æðsta stofnun Framsóknarflokksins verði kölluð saman á þessu ári. Lilja Alfreðsdóttir segir brýnt að Framsóknarflokkurinn bregðist við miklum breytingum í innanlands- og alþjóðamálum.Vísir/Vilhelm „Ég hef sagt innan okkar raða og með mínu fólki að það sé mjög brýnt að við hittumst. Æðsta stofnun flokksins hittist og fari yfir stöðuna. Vegna þess að stjórnmálin eru búin að breytast alveg rosalega mikið bara frá kosningum. Til að mynda með því að Trump er kominn í Hvíta húsið, öll Grænlands umræðan. För Þorgerðar, áður en þing er komið saman, til Brussel, (þjóðar)atkvæðagreiðsla. Mér finnst eins og það séu búið að gerast alveg ofboðslega mikið,“ segir Lilja í Samtalinu. Myndir þú vilja vera formaður Framsóknarflokksins, muntu bjóða þig fram fyrir næsta flokksþing? „Þú veist alveg hvað stjórnmálamenn segja. Ég útiloka ekkert í þeim efnum,“ segir varaformaðurinn. Samtalið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 19:10 segir Lilja skynsamlegt að flýta flokksþingi sem annars á ekki að koma saman fyrr en á næsta ári samkvæmt lögum flokksins. Landsstjórn flokksins hittist í dag til að ákveða tímasetningu miðstjórnarfundar sem síðan ákveði hvort flýta ætti flokksþingi sem annars á ekki að fara fram fyrr en á næsta ári. Lilja telur að úrslit síðustu alþingiskosninga þar sem flokkurinn tapaði miklu fylgi og missti þrjá fyrrverandi ráðherra og þær breytingar sem átt hefðu sér stað bæði innanlands og í alþjóðamálum, kalli á að æðsta stofnun Framsóknarflokksins verði kölluð saman á þessu ári. Lilja Alfreðsdóttir segir brýnt að Framsóknarflokkurinn bregðist við miklum breytingum í innanlands- og alþjóðamálum.Vísir/Vilhelm „Ég hef sagt innan okkar raða og með mínu fólki að það sé mjög brýnt að við hittumst. Æðsta stofnun flokksins hittist og fari yfir stöðuna. Vegna þess að stjórnmálin eru búin að breytast alveg rosalega mikið bara frá kosningum. Til að mynda með því að Trump er kominn í Hvíta húsið, öll Grænlands umræðan. För Þorgerðar, áður en þing er komið saman, til Brussel, (þjóðar)atkvæðagreiðsla. Mér finnst eins og það séu búið að gerast alveg ofboðslega mikið,“ segir Lilja í Samtalinu. Myndir þú vilja vera formaður Framsóknarflokksins, muntu bjóða þig fram fyrir næsta flokksþing? „Þú veist alveg hvað stjórnmálamenn segja. Ég útiloka ekkert í þeim efnum,“ segir varaformaðurinn.
Samtalið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira