Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2025 07:02 Það er einfaldlega beðið eftir því að Marcus Rashford skipti um félag. Ash Donelon/Getty Images Félagaskiptaglugginn er opinn til 3. febrúar næstkomandi. Eftir það geta knattspyrnulið Evrópu ekki lengur fest kaup á leikmönnum. Nokkur stór nöfn gætu skipt um félag fyrir gluggalok og hér að neðan má sjá nokkur þeirra. Stærsta nafnið á listanum er án efa Marcus Rashford, framherji Manchester United. Það virðist næsta öruggt að hann eigi ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu. Nýjustu fregnir herma að hann og Rúben Amorim, þjálfari liðsins, talist ekki við. Rashford sjálfur er sagður vilja fara til Barcelona og til í að taka á sig launalækkun til að komast þangað. Hann hefur einnig verið orðaður við Borussia Dortmund en óvíst er hvort þýska félagið geti borgað háan launapakka framherjans. Þá er Casemiro, liðsfélagi Rashford í Manchester, orðaður við brottför. Roma er sagt áhugasamt. Patrick Dorgu, vinstri vængbakvörður Lecce, er sagður á leið til Rauðu djöflanna og þá er liðið sagt vilja fá táninginn Mathys Tel á láni frá Bayern München. Hann er einnig sagður á óskalista Chelsea og Tottenham Hotspur. Man United er einnig sagt renna hýru auga til Christopher Nkunku, framherja Chelsea. Hann hefur lítið sem ekkert komið við sögu í deildinni hjá Chelsea og er Man Utd tilbúið að fá hann á láni. Hvort það heilli leikmanninn eða Chelsea er óvíst. Lundúnaliðið er svo sagt hafa áhuga á Alejandro Garnacho, vængmanni Rauðu djöflanna. Nkunku er meðal þeirra sem eru orðaðir frá Chelsea fyrir lok gluggans. Ben Chilwell gæti einnig farið í von um að spila eitthvað af viti. Líklega væri um lán að ræða þar sem vinstri bakvörðurinn er á einkar háum launum. Aston Villa er sagt hafa áhuga á tveimur leikmönnum bláliða. Um er að ræða varnarmanninn Axel Disasi og framherjann João Félix. Líklega væri um lán að ræða þar sem hvorugur hefur verið í stórri rullu hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Það gæti nóg gerst hjá Villa fyrir lok gluggans því Mikel Arteta er sagður vera í leit að framherja og hefur Arsenal boðið í Ollie Watkins, framherja Villa. Þjálfari liðsins, Unai Emery, vill ekki missa einn af sínum bestu mönnum en Sky Sports greinir frá því að Arsenal myndi líklega hækka boð sitt í leikmanninn. Sky greinir einnig frá að Villa sé að selja framherjann Jhon Durán til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr sem er staðsett í Sádi-Arabíu. Kaupverðið nemur rúmlega 11 milljörðum króna. Graham Potter, nýráðinn þjálfari West Ham United, vill ólmur fá Evan Ferguson í sínar raðir en Ferguson lék undir hans stjórn hjá Brighton & Hove Albion á sínum tíma. Ferguson var metinn á 100 milljónir punda fyrir ekki svo löngu en gæti nú fengist á láni. Þá eru nokkur lið í Þýskalandi sögð hafa áhuga á þessum írska framherja. Þá er talið að hinn 32 ára gamli Neymar sé að snúa heim til Brasilíu. Eftir skelfilega dvöl í Sádi-Arabíu ætlar hann að halda heim á leið og semja við uppeldisfélagið. Það er nóg eftir af glugganum og ljóst að nokkur stór nöfn munu færa sig um set. Fótbolti Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Stærsta nafnið á listanum er án efa Marcus Rashford, framherji Manchester United. Það virðist næsta öruggt að hann eigi ekki framtíð fyrir sér hjá félaginu. Nýjustu fregnir herma að hann og Rúben Amorim, þjálfari liðsins, talist ekki við. Rashford sjálfur er sagður vilja fara til Barcelona og til í að taka á sig launalækkun til að komast þangað. Hann hefur einnig verið orðaður við Borussia Dortmund en óvíst er hvort þýska félagið geti borgað háan launapakka framherjans. Þá er Casemiro, liðsfélagi Rashford í Manchester, orðaður við brottför. Roma er sagt áhugasamt. Patrick Dorgu, vinstri vængbakvörður Lecce, er sagður á leið til Rauðu djöflanna og þá er liðið sagt vilja fá táninginn Mathys Tel á láni frá Bayern München. Hann er einnig sagður á óskalista Chelsea og Tottenham Hotspur. Man United er einnig sagt renna hýru auga til Christopher Nkunku, framherja Chelsea. Hann hefur lítið sem ekkert komið við sögu í deildinni hjá Chelsea og er Man Utd tilbúið að fá hann á láni. Hvort það heilli leikmanninn eða Chelsea er óvíst. Lundúnaliðið er svo sagt hafa áhuga á Alejandro Garnacho, vængmanni Rauðu djöflanna. Nkunku er meðal þeirra sem eru orðaðir frá Chelsea fyrir lok gluggans. Ben Chilwell gæti einnig farið í von um að spila eitthvað af viti. Líklega væri um lán að ræða þar sem vinstri bakvörðurinn er á einkar háum launum. Aston Villa er sagt hafa áhuga á tveimur leikmönnum bláliða. Um er að ræða varnarmanninn Axel Disasi og framherjann João Félix. Líklega væri um lán að ræða þar sem hvorugur hefur verið í stórri rullu hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Það gæti nóg gerst hjá Villa fyrir lok gluggans því Mikel Arteta er sagður vera í leit að framherja og hefur Arsenal boðið í Ollie Watkins, framherja Villa. Þjálfari liðsins, Unai Emery, vill ekki missa einn af sínum bestu mönnum en Sky Sports greinir frá því að Arsenal myndi líklega hækka boð sitt í leikmanninn. Sky greinir einnig frá að Villa sé að selja framherjann Jhon Durán til Cristiano Ronaldo og félaga í Al Nassr sem er staðsett í Sádi-Arabíu. Kaupverðið nemur rúmlega 11 milljörðum króna. Graham Potter, nýráðinn þjálfari West Ham United, vill ólmur fá Evan Ferguson í sínar raðir en Ferguson lék undir hans stjórn hjá Brighton & Hove Albion á sínum tíma. Ferguson var metinn á 100 milljónir punda fyrir ekki svo löngu en gæti nú fengist á láni. Þá eru nokkur lið í Þýskalandi sögð hafa áhuga á þessum írska framherja. Þá er talið að hinn 32 ára gamli Neymar sé að snúa heim til Brasilíu. Eftir skelfilega dvöl í Sádi-Arabíu ætlar hann að halda heim á leið og semja við uppeldisfélagið. Það er nóg eftir af glugganum og ljóst að nokkur stór nöfn munu færa sig um set.
Fótbolti Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira