Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2025 21:59 Arne Slot ræðir við Andy Robertson og Jarell Quansah. EPA-EFE/Koen van Weel Arne Slot mætti með mikið breytt lið þegar Liverpool sótti PSV heim í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool hafði þegar tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit enda unnið fyrstu sjö leiki sína í keppninni. Liðið mátti hins vegar þola 3-2 tap í kvöld. Segja má að einu leikmennirnir sem hafa spilað stóra rullu á leiktíðinni hjá gestunum úr Bítlaborginni hafi verið bakvörðurinn Andy Robertson, sem var í miðverði, og svo Cody Gakpo. Þá var Caoimhin Kelleher í markinu. Það virtist sem hin óstöðvandi lest Slot ætlaði að halda áfram að keyra yfir mótherja sína en á 18. mínútu skoraði Gakpo gegn sínum gömlu félögum úr vítaspyrnu. Johan Bakayoko jafnaði metin fyrir PSV áður en Harvey Elliott kom Liverpool yfir á nýjan leik þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Það átti hins vegar nóg eftir að gerast. Leikmenn PSV fagna marki Johan Bakayoko.EPA-EFE/Koen van Weel Ismael Saibari jafnaði metin og síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Ricardo Pepi kom PSV svo yfir þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og staðan 3-2 í hálfleik. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik reyndust það lokatölur. Gestirnir enduðu leikinn með aðeins tíu menn þar sem hinn 18 ára gamli Amara Nallo fékk rautt spjald þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þá voru heimamenn nálægt því að bæta við fjórða markinu eftir að Kelleher hafði farið fram í hornspyrnu en skot heimamanna endaði í hliðarnetinu. Þrátt fyrir tapið hélt Liverpool toppsætinu þar sem Barcelona náði aðeins jafntefli gegn Atalanta. PSV endar í 14. sæti og fer í umspil. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira
Segja má að einu leikmennirnir sem hafa spilað stóra rullu á leiktíðinni hjá gestunum úr Bítlaborginni hafi verið bakvörðurinn Andy Robertson, sem var í miðverði, og svo Cody Gakpo. Þá var Caoimhin Kelleher í markinu. Það virtist sem hin óstöðvandi lest Slot ætlaði að halda áfram að keyra yfir mótherja sína en á 18. mínútu skoraði Gakpo gegn sínum gömlu félögum úr vítaspyrnu. Johan Bakayoko jafnaði metin fyrir PSV áður en Harvey Elliott kom Liverpool yfir á nýjan leik þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Það átti hins vegar nóg eftir að gerast. Leikmenn PSV fagna marki Johan Bakayoko.EPA-EFE/Koen van Weel Ismael Saibari jafnaði metin og síðustu mínútu venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik. Ricardo Pepi kom PSV svo yfir þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og staðan 3-2 í hálfleik. Þar sem ekkert var skorað í síðari hálfleik reyndust það lokatölur. Gestirnir enduðu leikinn með aðeins tíu menn þar sem hinn 18 ára gamli Amara Nallo fékk rautt spjald þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Þá voru heimamenn nálægt því að bæta við fjórða markinu eftir að Kelleher hafði farið fram í hornspyrnu en skot heimamanna endaði í hliðarnetinu. Þrátt fyrir tapið hélt Liverpool toppsætinu þar sem Barcelona náði aðeins jafntefli gegn Atalanta. PSV endar í 14. sæti og fer í umspil.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Sjá meira