Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2025 23:01 Ásta Sól Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar segir félaginu þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega. Félagið hafi þurft að hækka gjöld á þjónustu sem eigi að vera gjaldfrjáls. Síðustu ár hefur félagið annast eina ættleiðingu á ári. Boðað hefur verið til félagsfundar hjá Íslenskri ættleiðingu í kvöld, vegna þess sem framkvæmdastjórinn kallar viðkvæma stöðu. Félagið er með þjónustusamning við dómsmálaráðuneytið, og fékk 24 milljónir króna á síðasta ári. „Við erum að fá sama framlag og áður, það þýðir niðurskurður. Við þurfum að fylgja launaþróun og alls konar vísitölubreytingum og hinu og þessu,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Ættleiðingum fækkað verulega Hætta sé á því að félagið muni ekki geta sinnt sínu hlutverki. Ásta kallar eftir frekara samstarfi við stjórnvöld. „Við þurfum aðeins að skoða þessa stöðu sem er komin upp og hvernig við viljum halda áfram.“ Nokkur fækkun hefur orðið í alþjóðlegum ættleiðingum hingað til lands á undanförnum árum. Á árunum 2007 til 2020 hafi ættleiðingarnar verið um fimm á ári. „Undanfarin tvö ár hefur verið ein ættleiðing á ári. Það kemur ýmislegt til, Covid spilaði þar inn í. Svo var eitt land sem hætti samstarfi, ekki bara við okkur heldur við fleiri lönd.“ Fleiri en eitt hlutverk Erfitt sé að horfa fram á niðurskurð í jafn viðkvæmum málaflokki, en félagið annast ekki aðeins ættleiðingar. „Við erum með mjög góða fræðslu fyrir bæði félagsmenn og verðandi kjörforeldra. Við þurfum að tryggja að það haldi áfram, það er gífurlega mikilvægt.“ Félagið leiti nú styrkja, en þeir séu ekki fastir í hendi. Þjónustugjöld hafi þá verið hækkuð um fimmtán prósent. „Við hefðum síður viljað gera það og á undanförnum árum hefur verið töluverð hækkun. Við höfum þurft að setja gjöld á þjónustu sem að við teljum að eigi að vera gjaldfrjáls.“ Ættleiðingar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Boðað hefur verið til félagsfundar hjá Íslenskri ættleiðingu í kvöld, vegna þess sem framkvæmdastjórinn kallar viðkvæma stöðu. Félagið er með þjónustusamning við dómsmálaráðuneytið, og fékk 24 milljónir króna á síðasta ári. „Við erum að fá sama framlag og áður, það þýðir niðurskurður. Við þurfum að fylgja launaþróun og alls konar vísitölubreytingum og hinu og þessu,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Ættleiðingum fækkað verulega Hætta sé á því að félagið muni ekki geta sinnt sínu hlutverki. Ásta kallar eftir frekara samstarfi við stjórnvöld. „Við þurfum aðeins að skoða þessa stöðu sem er komin upp og hvernig við viljum halda áfram.“ Nokkur fækkun hefur orðið í alþjóðlegum ættleiðingum hingað til lands á undanförnum árum. Á árunum 2007 til 2020 hafi ættleiðingarnar verið um fimm á ári. „Undanfarin tvö ár hefur verið ein ættleiðing á ári. Það kemur ýmislegt til, Covid spilaði þar inn í. Svo var eitt land sem hætti samstarfi, ekki bara við okkur heldur við fleiri lönd.“ Fleiri en eitt hlutverk Erfitt sé að horfa fram á niðurskurð í jafn viðkvæmum málaflokki, en félagið annast ekki aðeins ættleiðingar. „Við erum með mjög góða fræðslu fyrir bæði félagsmenn og verðandi kjörforeldra. Við þurfum að tryggja að það haldi áfram, það er gífurlega mikilvægt.“ Félagið leiti nú styrkja, en þeir séu ekki fastir í hendi. Þjónustugjöld hafi þá verið hækkuð um fimmtán prósent. „Við hefðum síður viljað gera það og á undanförnum árum hefur verið töluverð hækkun. Við höfum þurft að setja gjöld á þjónustu sem að við teljum að eigi að vera gjaldfrjáls.“
Ættleiðingar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Félagasamtök Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira