Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2025 23:01 Ásta Sól Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar segir félaginu þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega. Félagið hafi þurft að hækka gjöld á þjónustu sem eigi að vera gjaldfrjáls. Síðustu ár hefur félagið annast eina ættleiðingu á ári. Boðað hefur verið til félagsfundar hjá Íslenskri ættleiðingu í kvöld, vegna þess sem framkvæmdastjórinn kallar viðkvæma stöðu. Félagið er með þjónustusamning við dómsmálaráðuneytið, og fékk 24 milljónir króna á síðasta ári. „Við erum að fá sama framlag og áður, það þýðir niðurskurður. Við þurfum að fylgja launaþróun og alls konar vísitölubreytingum og hinu og þessu,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Ættleiðingum fækkað verulega Hætta sé á því að félagið muni ekki geta sinnt sínu hlutverki. Ásta kallar eftir frekara samstarfi við stjórnvöld. „Við þurfum aðeins að skoða þessa stöðu sem er komin upp og hvernig við viljum halda áfram.“ Nokkur fækkun hefur orðið í alþjóðlegum ættleiðingum hingað til lands á undanförnum árum. Á árunum 2007 til 2020 hafi ættleiðingarnar verið um fimm á ári. „Undanfarin tvö ár hefur verið ein ættleiðing á ári. Það kemur ýmislegt til, Covid spilaði þar inn í. Svo var eitt land sem hætti samstarfi, ekki bara við okkur heldur við fleiri lönd.“ Fleiri en eitt hlutverk Erfitt sé að horfa fram á niðurskurð í jafn viðkvæmum málaflokki, en félagið annast ekki aðeins ættleiðingar. „Við erum með mjög góða fræðslu fyrir bæði félagsmenn og verðandi kjörforeldra. Við þurfum að tryggja að það haldi áfram, það er gífurlega mikilvægt.“ Félagið leiti nú styrkja, en þeir séu ekki fastir í hendi. Þjónustugjöld hafi þá verið hækkuð um fimmtán prósent. „Við hefðum síður viljað gera það og á undanförnum árum hefur verið töluverð hækkun. Við höfum þurft að setja gjöld á þjónustu sem að við teljum að eigi að vera gjaldfrjáls.“ Ættleiðingar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Félagasamtök Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Boðað hefur verið til félagsfundar hjá Íslenskri ættleiðingu í kvöld, vegna þess sem framkvæmdastjórinn kallar viðkvæma stöðu. Félagið er með þjónustusamning við dómsmálaráðuneytið, og fékk 24 milljónir króna á síðasta ári. „Við erum að fá sama framlag og áður, það þýðir niðurskurður. Við þurfum að fylgja launaþróun og alls konar vísitölubreytingum og hinu og þessu,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Ættleiðingum fækkað verulega Hætta sé á því að félagið muni ekki geta sinnt sínu hlutverki. Ásta kallar eftir frekara samstarfi við stjórnvöld. „Við þurfum aðeins að skoða þessa stöðu sem er komin upp og hvernig við viljum halda áfram.“ Nokkur fækkun hefur orðið í alþjóðlegum ættleiðingum hingað til lands á undanförnum árum. Á árunum 2007 til 2020 hafi ættleiðingarnar verið um fimm á ári. „Undanfarin tvö ár hefur verið ein ættleiðing á ári. Það kemur ýmislegt til, Covid spilaði þar inn í. Svo var eitt land sem hætti samstarfi, ekki bara við okkur heldur við fleiri lönd.“ Fleiri en eitt hlutverk Erfitt sé að horfa fram á niðurskurð í jafn viðkvæmum málaflokki, en félagið annast ekki aðeins ættleiðingar. „Við erum með mjög góða fræðslu fyrir bæði félagsmenn og verðandi kjörforeldra. Við þurfum að tryggja að það haldi áfram, það er gífurlega mikilvægt.“ Félagið leiti nú styrkja, en þeir séu ekki fastir í hendi. Þjónustugjöld hafi þá verið hækkuð um fimmtán prósent. „Við hefðum síður viljað gera það og á undanförnum árum hefur verið töluverð hækkun. Við höfum þurft að setja gjöld á þjónustu sem að við teljum að eigi að vera gjaldfrjáls.“
Ættleiðingar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Félagasamtök Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira