Ein besta knattspyrnukona heims gifti sig og skipti um nafn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2025 11:00 Sophia Smith sækir hér á móti Glódís Perlu Viggósdóttur í leik Íslands og Bandaríkjanna á síðasta ári. Getty/John Wilkinson Sophia Smith hefur heldur betur skapað sér nafn sem lykilmaður í Ólympíumeistaraliði Bandaríkjanna. Nú hefur hún skipt um nafn. Sú breyting kemur þó af góðu. Sophia Smith og NFL leikmaðurinn Michael Wilson sögðu frá því að samfélagsmiðlum að þau væru búin að gifta sig. Sophia átti mjög gott ár í fyrra en hún varð fjórða í kjörinu um Gullknöttinn, Ballon d'Or Féminin, bestu knattspyrnukonu heims. Hún varð þar efst meðal bandarískra kvenna. Sophia og Michael hafa verið par lengi en þau kynntust þegar þau voru bæði við nám við Stanford háskóla. Sophia var valin í NWSL deildina árið 2020 en Michael var valinn í NFL deildina 2023. Þau eru bæði 24 ára. Sophia skrifaði undir brúðkaupsmyndina „The Wilsons“ og breytti einnig nafni sínu á samfélagsmiðlum sínum í Sophia Wilson. Sophia hefur skorað 24 mörk í 58 landsleikjum fyrir Bandaríkin og skoraði áður 21 mark í 25 leikjum fyrir tuttugu ára landsliðið. Hún hefur spilað allan atvinnumannaferil sinn með Portland Thorns og var með 12 mörk í 19 leikjum á síðasta tímabili. Hún var bandarískur meistari með liðinu 2022 og hafði einnig orðið háskólameistari með Stanford árið 2019. 24. og síðasta mark hennar kom einmitt á móti Íslandi í leik þjóðanna 24. október síðastliðinn. Það var væntanlega síðasta landsliðsmark hennar sem Sophia Smith því hér eftir verður hún Sophia Wilson. View this post on Instagram A post shared by Sophia Wilson (@sophsssmith) Bandaríski fótboltinn NFL Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Sú breyting kemur þó af góðu. Sophia Smith og NFL leikmaðurinn Michael Wilson sögðu frá því að samfélagsmiðlum að þau væru búin að gifta sig. Sophia átti mjög gott ár í fyrra en hún varð fjórða í kjörinu um Gullknöttinn, Ballon d'Or Féminin, bestu knattspyrnukonu heims. Hún varð þar efst meðal bandarískra kvenna. Sophia og Michael hafa verið par lengi en þau kynntust þegar þau voru bæði við nám við Stanford háskóla. Sophia var valin í NWSL deildina árið 2020 en Michael var valinn í NFL deildina 2023. Þau eru bæði 24 ára. Sophia skrifaði undir brúðkaupsmyndina „The Wilsons“ og breytti einnig nafni sínu á samfélagsmiðlum sínum í Sophia Wilson. Sophia hefur skorað 24 mörk í 58 landsleikjum fyrir Bandaríkin og skoraði áður 21 mark í 25 leikjum fyrir tuttugu ára landsliðið. Hún hefur spilað allan atvinnumannaferil sinn með Portland Thorns og var með 12 mörk í 19 leikjum á síðasta tímabili. Hún var bandarískur meistari með liðinu 2022 og hafði einnig orðið háskólameistari með Stanford árið 2019. 24. og síðasta mark hennar kom einmitt á móti Íslandi í leik þjóðanna 24. október síðastliðinn. Það var væntanlega síðasta landsliðsmark hennar sem Sophia Smith því hér eftir verður hún Sophia Wilson. View this post on Instagram A post shared by Sophia Wilson (@sophsssmith)
Bandaríski fótboltinn NFL Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira