Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. janúar 2025 20:26 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir tilboði frá kennurum ekki hafa verið svarað. Vísir/Anton Brink Formaður Kennarasambandsins segir löngu ljóst að stjórnvöld þurfi að stíga inn í kjaradeilu þeirra og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar hafi lagt fram tilboð í vikunni til að reyna að liðka fyrir lausn deilunnar sem hafi ekki verið svarað. Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hittust á stöðufundi í húsakynnum Kennarasambandsins í dag. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga og ríkis og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur sagt að hann telji ekki ástæðu til að boða til fleiri fundi í bili. Á fundi kennara í dag lýstu samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna og því virðingarleysi sem hafi birst undanfarið í garð kennara. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir tímbært að stjórnvöld stígi inn í deiluna. „Eins og þetta birtist okkur núna þá höfum við áhyggjur af því að þeir sem hafi raunverulegar áhuga og áhyggjur af kerfinu séu kennarar og mögulega einhverjir aðilar, og reyndar samfélagið allt, en þeir sem ráða í þessu landi séu ekki tilbúnir að leysa málin. Það eru þau sem þurfa að gera það og auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn í þessa deilu. Það er löngu orðið ljóst.“ Magnús segir kennara hafa lagt fram tilboð á fundi með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga um síðustu helgi sem að þeirra mati hefði getað komið í veg fyrir að til boðaðra verkfalla komi eftir viku. „Við lögðum fram tilboð að leiðum sem myndu verða styttri skref í átt að þessari jöfnun og um leið gætum við farið yfir ákveðin umræðuefni sem munu þurfa að koma upp og þar með koma í veg fyrir aðgerðir. En um leið verða vegvísir inn í samtal.“ Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði í fréttum okkar í gær að viðræðurnar hafi strandað á launakröfum kennara sem séu óraunhæfar en umbeðnar hækkanir séu taldar í tugum prósenta. „Þessar tölur sem að við höfum bent á, bestu fáanlegu upplýsingar benda til tugprósenta launahækkana. Það eru margir óvissuþættir þar á leiðinni. Virðismat hefur verið nefnt og önnur kjör en í því tilboði sem við lögðum fram á sunnudaginn þá horfðum við til þess að bita þann fíl niður og værum tilbúin til þess að taka um það umræðu og þar með svona vera á leiðinni en taka styttri skref. Því hefur mögulega verið hafnað en við kannski vitum það ekki því formlegt svar hefur nú ekki endilega borist.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara. 24. janúar 2025 17:07 „Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54 „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hittust á stöðufundi í húsakynnum Kennarasambandsins í dag. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga og ríkis og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur sagt að hann telji ekki ástæðu til að boða til fleiri fundi í bili. Á fundi kennara í dag lýstu samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna og því virðingarleysi sem hafi birst undanfarið í garð kennara. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir tímbært að stjórnvöld stígi inn í deiluna. „Eins og þetta birtist okkur núna þá höfum við áhyggjur af því að þeir sem hafi raunverulegar áhuga og áhyggjur af kerfinu séu kennarar og mögulega einhverjir aðilar, og reyndar samfélagið allt, en þeir sem ráða í þessu landi séu ekki tilbúnir að leysa málin. Það eru þau sem þurfa að gera það og auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn í þessa deilu. Það er löngu orðið ljóst.“ Magnús segir kennara hafa lagt fram tilboð á fundi með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga um síðustu helgi sem að þeirra mati hefði getað komið í veg fyrir að til boðaðra verkfalla komi eftir viku. „Við lögðum fram tilboð að leiðum sem myndu verða styttri skref í átt að þessari jöfnun og um leið gætum við farið yfir ákveðin umræðuefni sem munu þurfa að koma upp og þar með koma í veg fyrir aðgerðir. En um leið verða vegvísir inn í samtal.“ Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði í fréttum okkar í gær að viðræðurnar hafi strandað á launakröfum kennara sem séu óraunhæfar en umbeðnar hækkanir séu taldar í tugum prósenta. „Þessar tölur sem að við höfum bent á, bestu fáanlegu upplýsingar benda til tugprósenta launahækkana. Það eru margir óvissuþættir þar á leiðinni. Virðismat hefur verið nefnt og önnur kjör en í því tilboði sem við lögðum fram á sunnudaginn þá horfðum við til þess að bita þann fíl niður og værum tilbúin til þess að taka um það umræðu og þar með svona vera á leiðinni en taka styttri skref. Því hefur mögulega verið hafnað en við kannski vitum það ekki því formlegt svar hefur nú ekki endilega borist.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara. 24. janúar 2025 17:07 „Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54 „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara. 24. janúar 2025 17:07
„Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54
„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12