Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. janúar 2025 12:12 Kennarar héldu sérstakan baráttu- og samstöðufundur í Háskólabíói í nóvember og var húsfyllir. Vísir/Anton Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn í síðustu viku og fer aðalmeðferð fram í næstu viku. Verkfallsaðgerðir kennara hófust í október á síðasta ári þegar kennarar í níu skólum lögðu niður störf. Þar á meðal í fjórum leikskólum. Það er í leikskólunum Holti í Reykjanesbæ, Drafnarsteini í Reykjavík, Ársölum á Sauðárkróki og Leikskóla Seltjarnarnes. Verkföllin í leikskólunum voru ótímabundin ólíkt hinum skólunum. Verkfallsaðgerðunum var frestað í lok nóvember eftir að tillaga frá ríkissáttasemjara var samþykkt en verkföllin hefjast á ný ef ekki verður samið fyrir 1. febrúar. Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga virðist vera í algjörum hnút og langt í að samningar náist. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar í deilunni og óvíst hvenær það verður gert. Foreldrar barna í leikskólunum fjórum sjá því fram á að verkföll hefjist á ný. Þeir hafa bent á að það sé óréttlátt að verkfallsaðgerðirnar bitni aðeins á litlum hópi barna. Þá hefur umboðsmaður barna sagt verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Foreldrar barna á leikskólunum fjórum hafa því stofnað sérstakt félag sem hefur stefnt Kennarasambandinu til fá úr því skorið hvort aðgerðirnar séu í raun löglegar. Aðalmeðferð í málinu verður um miðja næstu viku. Málið er rekið sem flýtimeðferðarmál sem gerir ráð fyrir að málið gangi hraðar en almennt gerist með mál fyrir dómstólum. Ekki náðist í Magnús Þór Jónsson formann Kennarasambandsins vegna málsins fyrir fréttir. Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn í síðustu viku og fer aðalmeðferð fram í næstu viku. Verkfallsaðgerðir kennara hófust í október á síðasta ári þegar kennarar í níu skólum lögðu niður störf. Þar á meðal í fjórum leikskólum. Það er í leikskólunum Holti í Reykjanesbæ, Drafnarsteini í Reykjavík, Ársölum á Sauðárkróki og Leikskóla Seltjarnarnes. Verkföllin í leikskólunum voru ótímabundin ólíkt hinum skólunum. Verkfallsaðgerðunum var frestað í lok nóvember eftir að tillaga frá ríkissáttasemjara var samþykkt en verkföllin hefjast á ný ef ekki verður samið fyrir 1. febrúar. Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga virðist vera í algjörum hnút og langt í að samningar náist. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar í deilunni og óvíst hvenær það verður gert. Foreldrar barna í leikskólunum fjórum sjá því fram á að verkföll hefjist á ný. Þeir hafa bent á að það sé óréttlátt að verkfallsaðgerðirnar bitni aðeins á litlum hópi barna. Þá hefur umboðsmaður barna sagt verkfallið mismuna börnum hvað varðar rétt þeirra til menntunar. Foreldrar barna á leikskólunum fjórum hafa því stofnað sérstakt félag sem hefur stefnt Kennarasambandinu til fá úr því skorið hvort aðgerðirnar séu í raun löglegar. Aðalmeðferð í málinu verður um miðja næstu viku. Málið er rekið sem flýtimeðferðarmál sem gerir ráð fyrir að málið gangi hraðar en almennt gerist með mál fyrir dómstólum. Ekki náðist í Magnús Þór Jónsson formann Kennarasambandsins vegna málsins fyrir fréttir.
Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira