Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. janúar 2025 07:01 Foreldrar um sextíu barna á Maríuborg lýsa yfir mikilli óánægju með leikskólastjórann. Reykjavíkurborg Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að auk kröfu um brottrekstur leikskólastjórans sé þess farið á leit að borgin skoði mál tengd leikskólastjóranum sem upp hafi komið. Leikskólastjórinn hafi verið ráðinn í fast starf frá og með upphafi síðasta árs, en kvartanir yfir framferði hans hafi komið fram frá haustinu 2023. Þær kvartanir, sem snúið hafi að „óásættanlegri hegðun, ófaglegum vinnubrögðum og skorti á faglegri forystu“ hafi Austurmiðstöð Reykjavíkur ekki tekið til greina. Telja til fjölda atvika Auk þess að lýsa yfir vantrausti á leikskólastjórann hafi foreldrar látið fylgja með skrá yfir um 30 atvik sem foreldrarnir telji ámælisverð. Þess á meðal er atvik þar sem drengur fannst ekki þegar foreldri hans hafi komið að sækja hann. Eins er nefnt að starfsmaður hafi „látið barn heyra það“, talað hafi verið niður til barna og að þrír starfsmenn hafi verið úti á leikskólalóðinni með 35 börnum. Í eitt skipti hafi leikskólastjórinn hringt í foreldri klukkan rúmlega fjögur síðdegis og sagt að hann væri að leita að syni þess sem búið væri að sækja. Tók drenginn úr leikskólanum Morgunblaðið hefur eftir foreldrum lýsingar á því að börn kvíði því að fara í leikskólann og á óviðeigandi hegðun starfsmanna í garð barnanna. Einn drengur hafi „öskurgrátið“ alla morgna, sér í lagi þegar leikskólastjórinn hafi verið að störfum. Sá hafi lent í barsmíðum af hendi annarra drengja á leikskólanum, sem hafi verið án eftirlits inni á klósetti. Ástæða barsmíðanna hafi verið sú að drengurinn ætti ekki föður. Þegar móðir drengsins hafi kvartað yfir málinu við leikskólastjórann er hann sagður hafa svarað henni með því að drengurinn væri oft lítill í sér því móðir hans hafi verið með krabbamein. Í kjölfarið hafi móðirin tekið drenginn úr leikskólanum og flutt í annað sveitarfélag. Í upprunalegri útgáfu fréttarnir var sagt að leikskólastjórinn hefði verið grunaður um að villa á sér heimildir sem bakvörður í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Það er ekki rétt og velvirðingar er beðist á þessum leiðu mistökum. Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að auk kröfu um brottrekstur leikskólastjórans sé þess farið á leit að borgin skoði mál tengd leikskólastjóranum sem upp hafi komið. Leikskólastjórinn hafi verið ráðinn í fast starf frá og með upphafi síðasta árs, en kvartanir yfir framferði hans hafi komið fram frá haustinu 2023. Þær kvartanir, sem snúið hafi að „óásættanlegri hegðun, ófaglegum vinnubrögðum og skorti á faglegri forystu“ hafi Austurmiðstöð Reykjavíkur ekki tekið til greina. Telja til fjölda atvika Auk þess að lýsa yfir vantrausti á leikskólastjórann hafi foreldrar látið fylgja með skrá yfir um 30 atvik sem foreldrarnir telji ámælisverð. Þess á meðal er atvik þar sem drengur fannst ekki þegar foreldri hans hafi komið að sækja hann. Eins er nefnt að starfsmaður hafi „látið barn heyra það“, talað hafi verið niður til barna og að þrír starfsmenn hafi verið úti á leikskólalóðinni með 35 börnum. Í eitt skipti hafi leikskólastjórinn hringt í foreldri klukkan rúmlega fjögur síðdegis og sagt að hann væri að leita að syni þess sem búið væri að sækja. Tók drenginn úr leikskólanum Morgunblaðið hefur eftir foreldrum lýsingar á því að börn kvíði því að fara í leikskólann og á óviðeigandi hegðun starfsmanna í garð barnanna. Einn drengur hafi „öskurgrátið“ alla morgna, sér í lagi þegar leikskólastjórinn hafi verið að störfum. Sá hafi lent í barsmíðum af hendi annarra drengja á leikskólanum, sem hafi verið án eftirlits inni á klósetti. Ástæða barsmíðanna hafi verið sú að drengurinn ætti ekki föður. Þegar móðir drengsins hafi kvartað yfir málinu við leikskólastjórann er hann sagður hafa svarað henni með því að drengurinn væri oft lítill í sér því móðir hans hafi verið með krabbamein. Í kjölfarið hafi móðirin tekið drenginn úr leikskólanum og flutt í annað sveitarfélag. Í upprunalegri útgáfu fréttarnir var sagt að leikskólastjórinn hefði verið grunaður um að villa á sér heimildir sem bakvörður í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Það er ekki rétt og velvirðingar er beðist á þessum leiðu mistökum.
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Sjá meira