Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 12:00 Raphinha nýtur lífsins hjá Barcelona en þar er hann kominn í risastórt hlutverk og er Brassinn að eiga frábært tímabil í vetur. Getty/Yasser Bakhsh Brasilíumaðurinn Raphinha fer nú á kostum með Barcelona og skoraði nú síðast mikilvægt sigurmark liðsins í Meistaradeildarleik í vikunni. Saga Raphinha er efni í eitt gott ævintýri eða eina dramatíska upplífgandi kvikmynd enda fæddist hann í einu af fátækustu hverfunum í Brasilíu. Raphinha bjó í einu herbergi með foreldrum sínum, systkinum og gæludýrum fjölskyldunnar. Hætturnar lágu víða og margur vinahópurinn leiddist út í glæpi og miður skemmtilega hluti. Hann hafði styrk og þor til að veðja á fótboltann sem sína leið til betri framtíðar. Raphinha hefur sagt frá því að hann hafi þurft að betla mat á götunum hjá ókunnugum til að fá eitthvað að borða eftir æfingar. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fótboltaiðkun hans var heldur ekki hættulaus og hann fékk stundum líflátshótanir fyrir leiki. Fótboltinn var engu að síður hans brú úr hryllilegum aðstæðum í favellunni og núna er hann orðinn stórstjarna í fótboltanum Hann þurfti að sýna hörku og baráttu til að lífa af í þessum erfiðum aðstæðum og ná að nýta þau fáu tækifæri sem buðust. Úr varð líka þessi mikli keppnismaður og baráttumaður sem hann er inn á fótboltavellinum í dag. Frammistaða Raphinha hefur verið það góð á þessu tímabili að sumir eru farnir að orða hann við Gullknöttinn, Ballon D´or. Hann byrjaði ekki allt of vel hjá Barcelona en enn á ný sýndi hann styrk og þolinmæði. Í dag er hann ekki aðeins fastamaður heldur stundum fyrirliði og einn af leiðtogum liðsins. Hann er líka algjör lykilamður í sóknarleik þess. Á tímabilinu er hinn 28 ára gamli Raphinha kominn með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 30 leikjum þar af átta mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LCxN8ld-f8k">watch on YouTube</a> Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Sjá meira
Saga Raphinha er efni í eitt gott ævintýri eða eina dramatíska upplífgandi kvikmynd enda fæddist hann í einu af fátækustu hverfunum í Brasilíu. Raphinha bjó í einu herbergi með foreldrum sínum, systkinum og gæludýrum fjölskyldunnar. Hætturnar lágu víða og margur vinahópurinn leiddist út í glæpi og miður skemmtilega hluti. Hann hafði styrk og þor til að veðja á fótboltann sem sína leið til betri framtíðar. Raphinha hefur sagt frá því að hann hafi þurft að betla mat á götunum hjá ókunnugum til að fá eitthvað að borða eftir æfingar. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Fótboltaiðkun hans var heldur ekki hættulaus og hann fékk stundum líflátshótanir fyrir leiki. Fótboltinn var engu að síður hans brú úr hryllilegum aðstæðum í favellunni og núna er hann orðinn stórstjarna í fótboltanum Hann þurfti að sýna hörku og baráttu til að lífa af í þessum erfiðum aðstæðum og ná að nýta þau fáu tækifæri sem buðust. Úr varð líka þessi mikli keppnismaður og baráttumaður sem hann er inn á fótboltavellinum í dag. Frammistaða Raphinha hefur verið það góð á þessu tímabili að sumir eru farnir að orða hann við Gullknöttinn, Ballon D´or. Hann byrjaði ekki allt of vel hjá Barcelona en enn á ný sýndi hann styrk og þolinmæði. Í dag er hann ekki aðeins fastamaður heldur stundum fyrirliði og einn af leiðtogum liðsins. Hann er líka algjör lykilamður í sóknarleik þess. Á tímabilinu er hinn 28 ára gamli Raphinha kominn með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 30 leikjum þar af átta mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LCxN8ld-f8k">watch on YouTube</a>
Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Sjá meira