Af þingi í skólamál á Austurlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2025 16:13 Líneik tekur til starfa hjá Fjarðabyggð með vorinu. Vísir/Vilhelm Líneik Anna Sævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið ráðin stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu hjá Fjarðabyggð. Líneik, sem mun hefja störf með vorinu, hefur setið á þingi frá 2013, með hléi. Í tilkynningu á vef Fjarðabyggðar segir að staðan hafi verið auglýst laus til umsóknar í lok nóvember á síðasta ári og umsóknarfrestur runnið út á Þorláksmessu. Tvær umsóknir hafi borist. Líneik muni hefja störf „með vorinu“. „Líneik Anna var áður alþingismaður og er heldur ekki ókunn skólamálum í Fjarðabyggð en hún starfaði áður sem kennari og síðar skólastjóri við Grunnskólann á Fáskrúðsfirði, framkvæmdarstjóri Fræðslunets Austurlands og verkefnastjóri hjá Austurbrú. Einnig sat hún í sveitarstjórn Búðarhrepps og Austurbyggðar, ásamt ýmsum nefndum og ráðum sveitarfélagsins,“ segir á vef Fjarðabyggðar. Í október síðastliðnum greindi Líneik frá því að hún myndi ekki sækjast eftir áframhaldandi þingsetu í þingkosningunum í nóvember. Hún var fyrst kjörin á þing í kosningunum 2013. Hún náði ekki á þing í kosningunum 2016 þegar Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn varð ekki langlíf, boða þurfti aftur til kosninga 2017 þar sem Líneik náði kjöri á ný. Líneik sat meðal annars í allsherjar- og menntamálanefnd á þingferli sínum. Líneik er með BS-próf í líffræði frá Háskóla Íslands, próf í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda og diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Fjarðabyggð Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira
Í tilkynningu á vef Fjarðabyggðar segir að staðan hafi verið auglýst laus til umsóknar í lok nóvember á síðasta ári og umsóknarfrestur runnið út á Þorláksmessu. Tvær umsóknir hafi borist. Líneik muni hefja störf „með vorinu“. „Líneik Anna var áður alþingismaður og er heldur ekki ókunn skólamálum í Fjarðabyggð en hún starfaði áður sem kennari og síðar skólastjóri við Grunnskólann á Fáskrúðsfirði, framkvæmdarstjóri Fræðslunets Austurlands og verkefnastjóri hjá Austurbrú. Einnig sat hún í sveitarstjórn Búðarhrepps og Austurbyggðar, ásamt ýmsum nefndum og ráðum sveitarfélagsins,“ segir á vef Fjarðabyggðar. Í október síðastliðnum greindi Líneik frá því að hún myndi ekki sækjast eftir áframhaldandi þingsetu í þingkosningunum í nóvember. Hún var fyrst kjörin á þing í kosningunum 2013. Hún náði ekki á þing í kosningunum 2016 þegar Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð mynduðu ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn varð ekki langlíf, boða þurfti aftur til kosninga 2017 þar sem Líneik náði kjöri á ný. Líneik sat meðal annars í allsherjar- og menntamálanefnd á þingferli sínum. Líneik er með BS-próf í líffræði frá Háskóla Íslands, próf í uppeldis- og kennslufræðum til kennsluréttinda og diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.
Fjarðabyggð Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Alþingi Vistaskipti Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Sjá meira