Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Jón Þór Stefánsson skrifar 21. janúar 2025 13:43 Skilaboð sem maðurinn sendi á Facebook voru á meðal sönnunargagna málsins. Getty Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás gegn barnungri dóttur sinni, en hann var ákærður fyrir að slá hana ítrekað í rassinn í refsingarskyni í desember 2019. Ákvörðun um refsingu mannsins var frestað þar sem dráttur málsins var mikill og langt síðan atvikið sem það varðar átti sér stað. Málið kom upp árið 2021 þegar lögreglan var að rannsaka meint ofbeldisbrot mannsins gegn móður stúlkunnar sem hann átti að hafa framið þegar þau voru í sambúð. Þá sagði móðirin að maðurinn hefði oft rassskellt dóttur þeirra, bæði þegar og eftir að þau bjuggu saman. Hann hefði gert það því honum þótti stúlkan óþekk. Ljósmynd og skilaboð lykilsönnunargögn Á meðal rannsóknargagna málsins var ljósmynd sem móðirin tók af áverkum á rassi stúlkunnar, sem var tekin kvöldið sem brotið var framið. Einnig lágu fyrir skjáskot af samskiptum foreldrana á Facebook þetta sama kvöld. Í þessum skilaboðum sagðist manninum vera „skítsama“ um hvað móðurinni finnist. Hann sagðist elska stúlkuna og vera fullur eftirsjár. Hann hefði ekki „gert þetta“ í reiði heldur vegna þess að stúlkan þurfi að hlusta á foreldra sína. Dómurinn féll í Héraðdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm „Ef hún vaxi úr grasi og verði ofdekruð stelpa þá muni móðirin ekkert geta gert í því síðar meir. Rassinn á brotaþola hætti fljótlega að vera sár en vissa hennar um að hún verði að hlýða muni vera áfram í huga hennar,“ er haft eftir manninum í dómnum um samskiptin við móðurina. Sagði móðurina hafa falsað skilaboðin Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagði þessi skilaboð, þar sem hann virtist viðurkenna ofbeldið, vera fölsuð. Móðirin hafi haft aðgang mannsins að Facebook og skrifað umrædd skilaboð til þess að láta hann líta illa út. Í niðurstöðu dómsins er minnst á að maðurinn hafi tvisvar sinnum gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins, en í hvorugt skipti hafi hann minnst á þetta, að móðirin hafi falsað skilaboðin. Í dómnum segir að um sé að ræða mikilvægt atriði sé það rétt. Dómurinn segir ekkert fram komið í málinu sem bendi til þess að það sé rétt. Maðurinn var líkt og áður segir sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans frestað vegna þess hve langur dráttur málsins var. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Ákvörðun um refsingu mannsins var frestað þar sem dráttur málsins var mikill og langt síðan atvikið sem það varðar átti sér stað. Málið kom upp árið 2021 þegar lögreglan var að rannsaka meint ofbeldisbrot mannsins gegn móður stúlkunnar sem hann átti að hafa framið þegar þau voru í sambúð. Þá sagði móðirin að maðurinn hefði oft rassskellt dóttur þeirra, bæði þegar og eftir að þau bjuggu saman. Hann hefði gert það því honum þótti stúlkan óþekk. Ljósmynd og skilaboð lykilsönnunargögn Á meðal rannsóknargagna málsins var ljósmynd sem móðirin tók af áverkum á rassi stúlkunnar, sem var tekin kvöldið sem brotið var framið. Einnig lágu fyrir skjáskot af samskiptum foreldrana á Facebook þetta sama kvöld. Í þessum skilaboðum sagðist manninum vera „skítsama“ um hvað móðurinni finnist. Hann sagðist elska stúlkuna og vera fullur eftirsjár. Hann hefði ekki „gert þetta“ í reiði heldur vegna þess að stúlkan þurfi að hlusta á foreldra sína. Dómurinn féll í Héraðdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm „Ef hún vaxi úr grasi og verði ofdekruð stelpa þá muni móðirin ekkert geta gert í því síðar meir. Rassinn á brotaþola hætti fljótlega að vera sár en vissa hennar um að hún verði að hlýða muni vera áfram í huga hennar,“ er haft eftir manninum í dómnum um samskiptin við móðurina. Sagði móðurina hafa falsað skilaboðin Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagði þessi skilaboð, þar sem hann virtist viðurkenna ofbeldið, vera fölsuð. Móðirin hafi haft aðgang mannsins að Facebook og skrifað umrædd skilaboð til þess að láta hann líta illa út. Í niðurstöðu dómsins er minnst á að maðurinn hafi tvisvar sinnum gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins, en í hvorugt skipti hafi hann minnst á þetta, að móðirin hafi falsað skilaboðin. Í dómnum segir að um sé að ræða mikilvægt atriði sé það rétt. Dómurinn segir ekkert fram komið í málinu sem bendi til þess að það sé rétt. Maðurinn var líkt og áður segir sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans frestað vegna þess hve langur dráttur málsins var. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira