Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Aron Guðmundsson skrifar 21. janúar 2025 14:01 Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður. Vísir/EINAR Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík vissi að einn daginn kæmi að þeim tímapunkti að félagið þyrfti að horfa á eftir þjálfara sínum Arnari Gunnlaugssyni til annarra starfa. Kári er ánægður með að Sölvi Geir Ottesen taki við keflinu í Víkinni og er, sem fyrrverandi varnarmaður með ákveðna skoðun á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með íslenska landsliðið. „Þetta var svo sem planið allan tímann. Að reyna sannfæra Sölva um að taka við þessu eftir að Arnar myndi hverfa á braut,“ segir Kári. „Ég vissi svo sem um leið og ég settist í minn stól hér í Víkinni að Arnar yrði ekki eilífur hérna. Eðli málsins samkvæmt myndi svona fær þjálfari alltaf fá tækifæri, sama hvort það yrði erlendis eða hjá landsliðinu. Ég horfði alltaf á Sölva sem eftirmann Arnars.“ Kári veit vel hvað Sölvi kemur með að borðinu. „Hann er náttúrulega mikill sigurvegari, reynir allt sem hann getur til þess að vinna. Það er hans besti kostur held ég í þessu. Svo er hann mjög góður í mannlegum samskiptum og hefur lært alveg helling í samstarfi sínu með Arnari. Ég hef fulla trú á honum.“ Munu ekki kúvenda öllu Það hvort mikill munur verði á stjórnarháttum hans og Arnars eigi eftir að koma almennilega í ljós. „Sölvi hefur ekki verið í þessari stöðu áður en það er oft munur á sóknar- og varnarmönnum í grunninn og ég held að þetta sé ekkert frábrugðið því. Sölvi er náttúrulega í grunnin varnarmaður og aðeins aggresívari heldur en Arnar. Kannski verða áherslurnar aðeins aðrar en við ætlum samt ekki að breyta of miklu. Það er ástæðan fyrir því að þetta eru svona innanhúss breytingar. Sölvi veit nákvæmlega hvernig við spilum, allt þjálfarateymið einnig. Við ætlum að breyta einhverju en ekki kúvenda öllu því flotta starfi sem hefur verið unnið hér síðastliðin ár.“ Falleg stund þegar Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen lyftu titlinum í síðasta leik ferilsins. En telur Kári að hægt verði að viðhalda þeim góða árangri sem lið Víkings Reykjavíkur náði undir stjórn Arnars? „Að sjálfsögðu. Við erum með frábært lið. Arnar er risa partur af okkar velgengni en það er líka ástæðan fyrir því að við viljum ekki breyta of miklu. Hann hefur byggt upp frábært lið hérna, frá því hvernig við spilum sem og hugmyndafræðinni á bak við þetta. Við munum halda áfram að þróast, einhverju verður breytt, en við munum einnig halda í ákveðin gildi.“ Fín lending fyrir alla Hvað viðskilnaðinn við Arnar varðar hafði Kári þetta að segja: „Við erum bara mjög glaðir og ánægðir fyrir hönd Arnars. Bara ánægðir með að allt endaði mjög vel. KSÍ keypti hann af okkur, það er það sem Arnar vildi. Að prófa eitthvað nýtt, hann er búinn að vera hérna lengi, rifið félagið upp og gert það mjög fagmannlega. Við erum mjög ánægðir með það að bæði hann og við séum ánægð með þetta. Það var kannski bara kominn tími á skipti. Menn endast ekki oft svona lengi í svona starfi. Þetta var fín lending fyrir alla held ég.“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Víkings ReykjavíkurVísir/Anton Kári er sjálfur fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður og með sterkar skoðanir á íslenska landsliðinu og hvernig fótbolta það spilar. Hvernig lýst honum á komandi tíma liðsins undir stjórn Arnars? „Mér lýst mjög vel á þetta. Mér finnst mjög líklegt að hann nái öllum landsliðsmönnum á sitt band, Arnar hefur mjög heillandi persónuleika og er sömuleiðis góður leiðtogi. Ég ætla svo sannarlega að vona að þeir hlusti á það sem að hann hefur að segja. Ég hef svo sem alveg snert á því líka í útsendingum í kringum landsleikina að það þarf að laga varnarleik liðsins. Ég ætla að vona að það verði hans fyrsta verk að reyna laga hann.“ Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
„Þetta var svo sem planið allan tímann. Að reyna sannfæra Sölva um að taka við þessu eftir að Arnar myndi hverfa á braut,“ segir Kári. „Ég vissi svo sem um leið og ég settist í minn stól hér í Víkinni að Arnar yrði ekki eilífur hérna. Eðli málsins samkvæmt myndi svona fær þjálfari alltaf fá tækifæri, sama hvort það yrði erlendis eða hjá landsliðinu. Ég horfði alltaf á Sölva sem eftirmann Arnars.“ Kári veit vel hvað Sölvi kemur með að borðinu. „Hann er náttúrulega mikill sigurvegari, reynir allt sem hann getur til þess að vinna. Það er hans besti kostur held ég í þessu. Svo er hann mjög góður í mannlegum samskiptum og hefur lært alveg helling í samstarfi sínu með Arnari. Ég hef fulla trú á honum.“ Munu ekki kúvenda öllu Það hvort mikill munur verði á stjórnarháttum hans og Arnars eigi eftir að koma almennilega í ljós. „Sölvi hefur ekki verið í þessari stöðu áður en það er oft munur á sóknar- og varnarmönnum í grunninn og ég held að þetta sé ekkert frábrugðið því. Sölvi er náttúrulega í grunnin varnarmaður og aðeins aggresívari heldur en Arnar. Kannski verða áherslurnar aðeins aðrar en við ætlum samt ekki að breyta of miklu. Það er ástæðan fyrir því að þetta eru svona innanhúss breytingar. Sölvi veit nákvæmlega hvernig við spilum, allt þjálfarateymið einnig. Við ætlum að breyta einhverju en ekki kúvenda öllu því flotta starfi sem hefur verið unnið hér síðastliðin ár.“ Falleg stund þegar Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen lyftu titlinum í síðasta leik ferilsins. En telur Kári að hægt verði að viðhalda þeim góða árangri sem lið Víkings Reykjavíkur náði undir stjórn Arnars? „Að sjálfsögðu. Við erum með frábært lið. Arnar er risa partur af okkar velgengni en það er líka ástæðan fyrir því að við viljum ekki breyta of miklu. Hann hefur byggt upp frábært lið hérna, frá því hvernig við spilum sem og hugmyndafræðinni á bak við þetta. Við munum halda áfram að þróast, einhverju verður breytt, en við munum einnig halda í ákveðin gildi.“ Fín lending fyrir alla Hvað viðskilnaðinn við Arnar varðar hafði Kári þetta að segja: „Við erum bara mjög glaðir og ánægðir fyrir hönd Arnars. Bara ánægðir með að allt endaði mjög vel. KSÍ keypti hann af okkur, það er það sem Arnar vildi. Að prófa eitthvað nýtt, hann er búinn að vera hérna lengi, rifið félagið upp og gert það mjög fagmannlega. Við erum mjög ánægðir með það að bæði hann og við séum ánægð með þetta. Það var kannski bara kominn tími á skipti. Menn endast ekki oft svona lengi í svona starfi. Þetta var fín lending fyrir alla held ég.“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari og fyrrverandi þjálfari Víkings ReykjavíkurVísir/Anton Kári er sjálfur fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður og með sterkar skoðanir á íslenska landsliðinu og hvernig fótbolta það spilar. Hvernig lýst honum á komandi tíma liðsins undir stjórn Arnars? „Mér lýst mjög vel á þetta. Mér finnst mjög líklegt að hann nái öllum landsliðsmönnum á sitt band, Arnar hefur mjög heillandi persónuleika og er sömuleiðis góður leiðtogi. Ég ætla svo sannarlega að vona að þeir hlusti á það sem að hann hefur að segja. Ég hef svo sem alveg snert á því líka í útsendingum í kringum landsleikina að það þarf að laga varnarleik liðsins. Ég ætla að vona að það verði hans fyrsta verk að reyna laga hann.“
Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn