Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 21:33 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra. Vísir Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði í Kvöldfréttum að stjórnvöld ættu að skoða það að setja sérlög um Hvammsvirkjun. Allar tafir feli í sér mikinn kostnað. Lögin raski ekki tímaáætlunum „Síðustu sólarhringar hefur verið í gangi vinna í mínu ráðuneyti við að smíða lög til þess að bregðast við þessari stöðu sem er komin upp,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra en hann ræddi lagabreytingafrumvarp sem til stendur að keyra í gegn um nýtt Alþingi þegar það kemur saman. Lögin snúist um að skýra betur ákvæðið í lögum um stjórn vatnamála sem á reyndi í dóminum og að liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar og koma í veg fyrir frekari tafir. „Við sjáum fyrir okkur að geta unnið þetta hratt og vel og lagt þetta fyrir Alþingi um leið og það kemur saman,“ segir Jóhann Páll en nýtt þing kemur saman 4. febrúar. Nokkra daga muni taka að koma frumvarpinu í gegn en Jóhann Páll segir það ekki koma til með að raska tímaáætlunum og að verkefnið fái sinn gang. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki hraðar við ábendingum um vankanta á þessum lögum. Hefurðu fengið skýringar á því hvað hefði mátt fara betur? „Það stoðar lítið að vera að velta sér upp úr því hvað fyrri ráðherrar hefðu átt að gera. Það sem skiptir öllu máli núna er að bregðast skjótt við og nálgast þetta með kaldan haus, með ábyrgð en ekki af offorsi.“ Þá segir Jóhann Páll meiri háttar frumvarp sem snýst um einföldun og aukna skilvirkni í leyfisveitingum almennt, í vinnslu. „Í dag er það svolítið þannig að jafnvel þegar virkjanakostur er búinn að fara í gegn um allt rammaáætlanaferlið, þá tekur við mjög þunglamalegt ferli sem mætti líkja við slönguspil. Það koma fram kærur, það þarf að skila umsóknum og gögnum til margra mismunandi stofnana, og ef eitthvað klikkar á einum stað þá þarf að byrja aftur þegar kemur að öðrum leyfum.“ Með frumvarpinu sé horft til þess að sameina margar tegundir leyfa í eitt leyfi og horfa til þess að umhverfis- og orkustofnun verði leiðandi aðili í slíkum ferlum. „Þetta er langt komið núna. Við hröðuðum þessari vinnu talsvert og mér leist ekki alveg á það sem beið okkar í ráðuneytinu, það þurfti að setja meira kjöt á beinin. Ég held við getum lagt fram mjög þétt lagabreytingafrumvarp um einfaldanir á leyfisveitingaferlinu snemma á þessu vorþingi.“ Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Samfylkingin Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar sagði í Kvöldfréttum að stjórnvöld ættu að skoða það að setja sérlög um Hvammsvirkjun. Allar tafir feli í sér mikinn kostnað. Lögin raski ekki tímaáætlunum „Síðustu sólarhringar hefur verið í gangi vinna í mínu ráðuneyti við að smíða lög til þess að bregðast við þessari stöðu sem er komin upp,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra en hann ræddi lagabreytingafrumvarp sem til stendur að keyra í gegn um nýtt Alþingi þegar það kemur saman. Lögin snúist um að skýra betur ákvæðið í lögum um stjórn vatnamála sem á reyndi í dóminum og að liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar og koma í veg fyrir frekari tafir. „Við sjáum fyrir okkur að geta unnið þetta hratt og vel og lagt þetta fyrir Alþingi um leið og það kemur saman,“ segir Jóhann Páll en nýtt þing kemur saman 4. febrúar. Nokkra daga muni taka að koma frumvarpinu í gegn en Jóhann Páll segir það ekki koma til með að raska tímaáætlunum og að verkefnið fái sinn gang. Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki hraðar við ábendingum um vankanta á þessum lögum. Hefurðu fengið skýringar á því hvað hefði mátt fara betur? „Það stoðar lítið að vera að velta sér upp úr því hvað fyrri ráðherrar hefðu átt að gera. Það sem skiptir öllu máli núna er að bregðast skjótt við og nálgast þetta með kaldan haus, með ábyrgð en ekki af offorsi.“ Þá segir Jóhann Páll meiri háttar frumvarp sem snýst um einföldun og aukna skilvirkni í leyfisveitingum almennt, í vinnslu. „Í dag er það svolítið þannig að jafnvel þegar virkjanakostur er búinn að fara í gegn um allt rammaáætlanaferlið, þá tekur við mjög þunglamalegt ferli sem mætti líkja við slönguspil. Það koma fram kærur, það þarf að skila umsóknum og gögnum til margra mismunandi stofnana, og ef eitthvað klikkar á einum stað þá þarf að byrja aftur þegar kemur að öðrum leyfum.“ Með frumvarpinu sé horft til þess að sameina margar tegundir leyfa í eitt leyfi og horfa til þess að umhverfis- og orkustofnun verði leiðandi aðili í slíkum ferlum. „Þetta er langt komið núna. Við hröðuðum þessari vinnu talsvert og mér leist ekki alveg á það sem beið okkar í ráðuneytinu, það þurfti að setja meira kjöt á beinin. Ég held við getum lagt fram mjög þétt lagabreytingafrumvarp um einfaldanir á leyfisveitingaferlinu snemma á þessu vorþingi.“
Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Samfylkingin Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira