Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2025 11:57 Undirbúningsnefnd Alþingis mun meðal annars fara yfir kæru með kröfu um endurtalningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi. Myndin er frá talningu atkvæða í Reykjavík í nýafstöðnum kosningum. Vísir/Vilhelm Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. Dagur B. Eggertsson formaður undirbúningsnefndar Alþingis segir nefndina eiga eftir að fara yfir kærur sem bárust vegna alþingiskosninganna.Stöð 2/Einar Undirbúningsnefnd Alingis fyrir rannsókn nýafstaðinna kosninga hóf störf á miðvikudag í síðustu viku. Nefndin er skipuð fulltrúum allra þingflokka undir formennsku Dags B. Eggertssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Hann segir það skýrast eftir því sem líður á vikuna hversu langa tíma nefndin þurfi til að ljúka störfum sínum. Skýrsla landskjörstjórnar um framkvæmd síðustu alþingiskosninga liggi til grundvallar störfum nefndarinnar. „Við fengum kynningu á henni frá landskjörstjórn fyrir helgi og erum núna að hefjast handa við að fara yfir hana kafla fyrir kafla,“ segir Dagur. Mörgum er uppákoman í Norðvesturkjördæmi eftir kosningarnar 2021 í fersku minni þar sem verulegir ágallar komu í ljós á varðveislu atkvæða og endurtalningu þeirra, sem leiddi til þess að fimm jöfnunarþingmenn sem áður var talið að hefðu náð kjöri duttu út og fimm aðrir úr sömu flokkum enduðu á þingi. Er búið að ganga úr skugga um að öll gögn séu til. Eru allir kjörseðlar og annað varðveittir á öryggum stað. Minnugir þess sem gerðist í Borgarnesi á sínum tíma, að atkvæði þar voru þar ekki geymd samkvæmt reglum? „Það er ekkert sem bendir til annars. Það var farið í bæði breytingar á kosningalögum og fyrirkomulagi kosninga í kjölfar síðustu alþingiskosninga (2021) með það að markmiði að bæta þar úr,“ segir Dagur. Kolbrún Baldursdóttir náði kjöri sem jöfnunarþingmaður fyrir Flokk fólksins.Vísir/Vilhelm Það breytir því ekki að kjör þingmanna er ekki endanlegt fyrr en Alþingi hefur að undangenginni skoðun undirbúningsnefndarinar staðfest það. Kolbrún Baldursdóttir sem náði kjöri sem jöfnunarþingmaður Flokks fólksins greinir þess vegna frá því á Vísi í dag að hún hafi aðeins beðist lausnar frá embætti borgarfulltrúa tímabundið því hún vilji bíða eftir endanlegri niðurstöðu undirbúningsnefndar um úrslit nýliðinna alþingiskosninga. „Við lærðum það nú eftir síðustu þingkosningar (2021) að það þyrfti kannski lítið að breytast til að sú hringekja færi af stað. En ég ætla ekki að fullyrða um að það séu einhverjar líkur á því að þessu sinni. En jöfnunarþingmenn eru í aðeins annarri stöðu heldur en þeir sem eru kjördæmakjörnir,“ segir formaður undirbúningsnefndar. Eitt af verkefnum nefndarinnar væri þó að leysa úr kærum sem bárust á grundvelli umsagnar landskjörstórnar. Ein kæran lúti að endurtalningu í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum svo kallaða. „Og við erum ekki komin að þeirri kæru. Þannig að ég held að það sé ekki rétt að tjá sig um kæruefnið eða möguleikana á því fyrr en nefndin hefur lokið yfirferð yfir það,“ segir Dagur B. Eggertsson. Áætlað er að Alþingi komi saman hinn 4. febrúar en verður að koma innan tíu vikna frá kosningum. Sá tími verður liðinn hinn 8. febrúar. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. 20. janúar 2025 09:18 Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 17. janúar 2025 12:32 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. 15. janúar 2025 09:25 Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. 14. janúar 2025 18:11 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. Dagur B. Eggertsson formaður undirbúningsnefndar Alþingis segir nefndina eiga eftir að fara yfir kærur sem bárust vegna alþingiskosninganna.Stöð 2/Einar Undirbúningsnefnd Alingis fyrir rannsókn nýafstaðinna kosninga hóf störf á miðvikudag í síðustu viku. Nefndin er skipuð fulltrúum allra þingflokka undir formennsku Dags B. Eggertssonar þingmanns Samfylkingarinnar. Hann segir það skýrast eftir því sem líður á vikuna hversu langa tíma nefndin þurfi til að ljúka störfum sínum. Skýrsla landskjörstjórnar um framkvæmd síðustu alþingiskosninga liggi til grundvallar störfum nefndarinnar. „Við fengum kynningu á henni frá landskjörstjórn fyrir helgi og erum núna að hefjast handa við að fara yfir hana kafla fyrir kafla,“ segir Dagur. Mörgum er uppákoman í Norðvesturkjördæmi eftir kosningarnar 2021 í fersku minni þar sem verulegir ágallar komu í ljós á varðveislu atkvæða og endurtalningu þeirra, sem leiddi til þess að fimm jöfnunarþingmenn sem áður var talið að hefðu náð kjöri duttu út og fimm aðrir úr sömu flokkum enduðu á þingi. Er búið að ganga úr skugga um að öll gögn séu til. Eru allir kjörseðlar og annað varðveittir á öryggum stað. Minnugir þess sem gerðist í Borgarnesi á sínum tíma, að atkvæði þar voru þar ekki geymd samkvæmt reglum? „Það er ekkert sem bendir til annars. Það var farið í bæði breytingar á kosningalögum og fyrirkomulagi kosninga í kjölfar síðustu alþingiskosninga (2021) með það að markmiði að bæta þar úr,“ segir Dagur. Kolbrún Baldursdóttir náði kjöri sem jöfnunarþingmaður fyrir Flokk fólksins.Vísir/Vilhelm Það breytir því ekki að kjör þingmanna er ekki endanlegt fyrr en Alþingi hefur að undangenginni skoðun undirbúningsnefndarinar staðfest það. Kolbrún Baldursdóttir sem náði kjöri sem jöfnunarþingmaður Flokks fólksins greinir þess vegna frá því á Vísi í dag að hún hafi aðeins beðist lausnar frá embætti borgarfulltrúa tímabundið því hún vilji bíða eftir endanlegri niðurstöðu undirbúningsnefndar um úrslit nýliðinna alþingiskosninga. „Við lærðum það nú eftir síðustu þingkosningar (2021) að það þyrfti kannski lítið að breytast til að sú hringekja færi af stað. En ég ætla ekki að fullyrða um að það séu einhverjar líkur á því að þessu sinni. En jöfnunarþingmenn eru í aðeins annarri stöðu heldur en þeir sem eru kjördæmakjörnir,“ segir formaður undirbúningsnefndar. Eitt af verkefnum nefndarinnar væri þó að leysa úr kærum sem bárust á grundvelli umsagnar landskjörstórnar. Ein kæran lúti að endurtalningu í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum svo kallaða. „Og við erum ekki komin að þeirri kæru. Þannig að ég held að það sé ekki rétt að tjá sig um kæruefnið eða möguleikana á því fyrr en nefndin hefur lokið yfirferð yfir það,“ segir Dagur B. Eggertsson. Áætlað er að Alþingi komi saman hinn 4. febrúar en verður að koma innan tíu vikna frá kosningum. Sá tími verður liðinn hinn 8. febrúar.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. 20. janúar 2025 09:18 Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 17. janúar 2025 12:32 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. 15. janúar 2025 09:25 Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. 14. janúar 2025 18:11 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. 20. janúar 2025 09:18
Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 17. janúar 2025 12:32
Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40
Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Forseti Alþingis hefur falið nefnd níu kjörinna alþingismanna að undirbúa rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga sem fer fram á þingsetningarfundi. 15. janúar 2025 09:25
Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. 14. janúar 2025 18:11