„Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 12:51 Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, finnur fyrir TikTok banninu í Bandaríkjunum á eigin skinni. Vísir/Getty Sérfræðingur í markaðsmálum segir TikTok-bannið í Bandaríkjunum mikið högg fyrir fyrirtæki sem nýta miðilinn í markaðssetningu. Milljónir notenda þessa vinsæla samfélagsmiðils í Bandaríkjunum geta ekki notað TikTok sem stendur en væntingar eru um að bannið vari ekki lengi. Lögin tóku gildi á miðnætti vestanhafs en þeim er ætlað að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemina til að losa hana undan kínversku eignarhaldi. Að öðrum kosti skuli miðlinum lokað í Bandaríkjunum. Bannið hefur áhrif á um 170 milljónir notenda en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig strax í gærkvöldi. Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, fór sjálfur ekki varhluta af banninu. Sjá einnig: TikTok bann í Bandaríkjunum „Fyrir fyrirtæki sem eru að markaðssetja sig í Bandaríkjunum, þá hefur þetta náttúrlega klárlega áhrif. Ég er sjálfur með aðgang í gegnum Bandaríkin þannig ég vaknaði hérna heima á Íslandi í morgun og ætlaði að fara á TikTok og kemst ekki inn. Það koma skilaboð um að það sé búið að loka fyrir þannig ég get ekki nálgast efni. Þannig áhrifavaldar og þeir sem hafa verið að búa til markaðsefni fyrir þennan miðil sérstaklega hafa verið að horfa á aðra miðla og verið tilbúnir í að færa sig yfir á aðra miðla,“ segir Sigurður. Sjálfur var hann að vona að bannið yrði ekki að veruleika. „Ég vinn við þetta allan daginn en ég finn það bara sjálfur að síðustu tvö, þrjú ár þá hef ég fært neysluna mína eiginlega eingöngu yfir á TikTok. Þar næ ég í allar upplýsingar og eyði líklegast langmestum tímanum mínum þar af öllum samfélagsmiðlum. Þannig ég var kominn á LinkedIn videos í morgun að skrolla þar, þannig maður þarf að finna sér eitthvað annað, alla veganna þangað til annað kemur í ljós,“ segir Sigurður. Trump ekki hrifinn af banni Óvíst er að svo stöddu hve lengi bannið muni vara. Donald Trump verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun en hann hefur gefið í skyn að til greina komi að fresta áhrifum um níutíu daga. „Ef að þetta verður til frambúðar þá er þetta gríðarlegt högg, að þurfa síðan að skipta yfir á aðra miðla og byrja að nálgast markhópinn sinn þar. Þetta mun taka tíma að ná lendingu,“ segir Sigurður. „Maður er búinn að vera að bíða eftir þessum degi núna í nokkurn tíma eftir að þetta var allt saman staðfest. Svo er spurning hvernig þetta endar allt saman. Það er líklegt að þessu verði frestað um 90 daga eða eitthvað svoleiðis þegar Donald Trump tekur við, það er talað um að þetta verði sett á bið þangað til annað kemur í ljós.“ TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Lögin tóku gildi á miðnætti vestanhafs en þeim er ætlað að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemina til að losa hana undan kínversku eignarhaldi. Að öðrum kosti skuli miðlinum lokað í Bandaríkjunum. Bannið hefur áhrif á um 170 milljónir notenda en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig strax í gærkvöldi. Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, fór sjálfur ekki varhluta af banninu. Sjá einnig: TikTok bann í Bandaríkjunum „Fyrir fyrirtæki sem eru að markaðssetja sig í Bandaríkjunum, þá hefur þetta náttúrlega klárlega áhrif. Ég er sjálfur með aðgang í gegnum Bandaríkin þannig ég vaknaði hérna heima á Íslandi í morgun og ætlaði að fara á TikTok og kemst ekki inn. Það koma skilaboð um að það sé búið að loka fyrir þannig ég get ekki nálgast efni. Þannig áhrifavaldar og þeir sem hafa verið að búa til markaðsefni fyrir þennan miðil sérstaklega hafa verið að horfa á aðra miðla og verið tilbúnir í að færa sig yfir á aðra miðla,“ segir Sigurður. Sjálfur var hann að vona að bannið yrði ekki að veruleika. „Ég vinn við þetta allan daginn en ég finn það bara sjálfur að síðustu tvö, þrjú ár þá hef ég fært neysluna mína eiginlega eingöngu yfir á TikTok. Þar næ ég í allar upplýsingar og eyði líklegast langmestum tímanum mínum þar af öllum samfélagsmiðlum. Þannig ég var kominn á LinkedIn videos í morgun að skrolla þar, þannig maður þarf að finna sér eitthvað annað, alla veganna þangað til annað kemur í ljós,“ segir Sigurður. Trump ekki hrifinn af banni Óvíst er að svo stöddu hve lengi bannið muni vara. Donald Trump verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun en hann hefur gefið í skyn að til greina komi að fresta áhrifum um níutíu daga. „Ef að þetta verður til frambúðar þá er þetta gríðarlegt högg, að þurfa síðan að skipta yfir á aðra miðla og byrja að nálgast markhópinn sinn þar. Þetta mun taka tíma að ná lendingu,“ segir Sigurður. „Maður er búinn að vera að bíða eftir þessum degi núna í nokkurn tíma eftir að þetta var allt saman staðfest. Svo er spurning hvernig þetta endar allt saman. Það er líklegt að þessu verði frestað um 90 daga eða eitthvað svoleiðis þegar Donald Trump tekur við, það er talað um að þetta verði sett á bið þangað til annað kemur í ljós.“
TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira