Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. janúar 2025 21:07 Sveindís Pétursdóttir eða Dísa Pé eins og hún er alltaf kölluð í Vogunum var fyrsti skjólstæðingur nýju heilsugæslunnar en hún er hér með lækninum Söru Líf Sigsteinsdóttur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá íbúum Sveitarfélagsins Voga því ný heilsugæslustöð var að opna í bæjarfélaginu en engin slík stöð hefur verið þar eftir Covid. Nýja heilsugæslustöðin var opnuð í vikunni með borðaklippingu og undirskrift samnings á milli sveitarfélagsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stöðin er í húsnæði við Iðndal 2 og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar. „Við verðum með alla almenna heilsugæslu. Við erum með læknamóttöku, hjúkrunarmóttöku og komum til með að vera með ungbarnavernd. Þessi nýja stöð styttir leiðir og fólk þarf þá ekki að fara til Keflavíkur til að fara til læknis og getur fengið þessa þjónustu í heimabyggð og þetta er svona partur í því að færa þjónustuna nær skjólstæðingunum,” segir Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á nýju heilsugæslustöðinni í Vogum. Frá vinstri. Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu, Snorri Björnsson, yfirlæknir heilsugæslu og Guðrún Karitas, hjúkrunarfræðingur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bæjarstjórinn fagnar að sjálfsögðu nýju heilsugæslustöðinni. „Við erum afskaplega ánægð með opnun heilsugæslunnar. Nú er þjónusta við íbúa Voga heldur betur aukin og eins og sjá má, þá hefur verið vandað til verka og aðstaðan er til fyrirmyndar, rúmgóð og hlýleg þannig að hérna vonumst við til að sem flestir bæjarbúar komi,” segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er alsæl með nýju heilsugæslustöðina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um bæjarbúa, Sveindís Pétursdóttir eða Dísa Pé eins og hún er alltaf kölluð í Vogunum var fyrsti skjólstæðingur nýju heilsugæslustöðvarinnar en hún hefur búið í Vogunum í um 60 ár. „Þetta er það, sem við erum búin að vera að bíða eftir lengi, að þurfa ekki alltaf að fara Reykjanesbrautina í hvaða veðri, sem er til Keflavíkur og svo eru líka svo margir, sem ekki eiga bíla og margir gamlir og komast bara ekki og eiga engan að, þannig að þetta er yndislegt,” segir Dísa Pé. Um opnun heilsugæslustöðvarinnar á heimasíðu Voga Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Nýja heilsugæslustöðin var opnuð í vikunni með borðaklippingu og undirskrift samnings á milli sveitarfélagsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stöðin er í húsnæði við Iðndal 2 og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar. „Við verðum með alla almenna heilsugæslu. Við erum með læknamóttöku, hjúkrunarmóttöku og komum til með að vera með ungbarnavernd. Þessi nýja stöð styttir leiðir og fólk þarf þá ekki að fara til Keflavíkur til að fara til læknis og getur fengið þessa þjónustu í heimabyggð og þetta er svona partur í því að færa þjónustuna nær skjólstæðingunum,” segir Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja á nýju heilsugæslustöðinni í Vogum. Frá vinstri. Andrea Klara Hauksdóttir hjúkrunardeildarstjóri heilsugæslu, Snorri Björnsson, yfirlæknir heilsugæslu og Guðrún Karitas, hjúkrunarfræðingur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og bæjarstjórinn fagnar að sjálfsögðu nýju heilsugæslustöðinni. „Við erum afskaplega ánægð með opnun heilsugæslunnar. Nú er þjónusta við íbúa Voga heldur betur aukin og eins og sjá má, þá hefur verið vandað til verka og aðstaðan er til fyrirmyndar, rúmgóð og hlýleg þannig að hérna vonumst við til að sem flestir bæjarbúar komi,” segir Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga. Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga, sem er alsæl með nýju heilsugæslustöðina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um bæjarbúa, Sveindís Pétursdóttir eða Dísa Pé eins og hún er alltaf kölluð í Vogunum var fyrsti skjólstæðingur nýju heilsugæslustöðvarinnar en hún hefur búið í Vogunum í um 60 ár. „Þetta er það, sem við erum búin að vera að bíða eftir lengi, að þurfa ekki alltaf að fara Reykjanesbrautina í hvaða veðri, sem er til Keflavíkur og svo eru líka svo margir, sem ekki eiga bíla og margir gamlir og komast bara ekki og eiga engan að, þannig að þetta er yndislegt,” segir Dísa Pé. Um opnun heilsugæslustöðvarinnar á heimasíðu Voga
Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira