Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2025 20:05 Það skemmtilegasta, sem Día gerir á Móbergi er að syngja fyrir heimilisfólk, sem kann vel að meta söng hennar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir sextíu heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi eru heppnir því þar er starfsmaður frá Filippseyjum, sem syngur fyrir þá við umönnunarstörfin sín og stundum heldur starfsmaðurinn tónleika fyrir allt fólkið og þá er sungið og dansað af mikilli innlifun. Móberg er tveggja hæða hringlaga hjúkrunarheimili þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn heimilisins erum um 90. Nokkrir starfsmenn frá Filippseyjum vinna á Móbergi og þar á meðal hún Día eins og hún er alltaf kölluð en hún hefur búið á Íslandi í 13 ár. Día er að læra að vera sjúkraliði en alltaf á vöktunum sínum þá syngur hún mikið fyrir heimilisfólkið um leið og hún er að sinna því. Þetta kann fólkið virkilega vel að meta en stundum hefur hún brugðið á það ráð að bjóða öllum á Móbergi á einkatónleika. „Ég er að vinna hér í umönnun og þegar það er ekkert sérstakt í gangi þá er ég að syngja fyrir heimilisfólkið af því að ég elska að syngja líka. Mér finnst mjög gaman að sjá andlitin þeirra þegar ég er að syngja og þess vegna langar mig bara að syngja meira því mér finnst mjög gaman að sjá jákvæðu viðbrögðin, sem ég fæ,” segir Día. Hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn eru um 90 talsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkið og aðstandendur þess eru í skýjunum með Díu og annað starfsfólk á Móbergi. „Þetta brýtur um daginn og gerir bara gleði og ánægju, mér finnst þetta dásamlegt,” segir Viktoría Guðmundsdóttir aðstandandi en Páll Jón Bjarnason, eiginmaður hennar sem býr á Móbergi Lögin sem Día syngur eru allskonar, sum róleg en önnur þar sem er meira fjör er og þá fer fólkið út á gólf og dansar af mikilli innlifun. „Það er alveg geðveikt að hafa svona starfsmann. Söngurinn er svo rosalega mikilvægur, fólk man öll lögin eins og þú kannski heyrðir þá voru sumir mjög duglegir að syngja með,” segir Ásta Tryggvadóttir, deildarstjóri á Móbergi. Día, starfsmaður á Móbergi og Ásta deildarstjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hjúkrunarheimili Filippseyjar Tónlist Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Móberg er tveggja hæða hringlaga hjúkrunarheimili þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn heimilisins erum um 90. Nokkrir starfsmenn frá Filippseyjum vinna á Móbergi og þar á meðal hún Día eins og hún er alltaf kölluð en hún hefur búið á Íslandi í 13 ár. Día er að læra að vera sjúkraliði en alltaf á vöktunum sínum þá syngur hún mikið fyrir heimilisfólkið um leið og hún er að sinna því. Þetta kann fólkið virkilega vel að meta en stundum hefur hún brugðið á það ráð að bjóða öllum á Móbergi á einkatónleika. „Ég er að vinna hér í umönnun og þegar það er ekkert sérstakt í gangi þá er ég að syngja fyrir heimilisfólkið af því að ég elska að syngja líka. Mér finnst mjög gaman að sjá andlitin þeirra þegar ég er að syngja og þess vegna langar mig bara að syngja meira því mér finnst mjög gaman að sjá jákvæðu viðbrögðin, sem ég fæ,” segir Día. Hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn eru um 90 talsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkið og aðstandendur þess eru í skýjunum með Díu og annað starfsfólk á Móbergi. „Þetta brýtur um daginn og gerir bara gleði og ánægju, mér finnst þetta dásamlegt,” segir Viktoría Guðmundsdóttir aðstandandi en Páll Jón Bjarnason, eiginmaður hennar sem býr á Móbergi Lögin sem Día syngur eru allskonar, sum róleg en önnur þar sem er meira fjör er og þá fer fólkið út á gólf og dansar af mikilli innlifun. „Það er alveg geðveikt að hafa svona starfsmann. Söngurinn er svo rosalega mikilvægur, fólk man öll lögin eins og þú kannski heyrðir þá voru sumir mjög duglegir að syngja með,” segir Ásta Tryggvadóttir, deildarstjóri á Móbergi. Día, starfsmaður á Móbergi og Ásta deildarstjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hjúkrunarheimili Filippseyjar Tónlist Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira