„Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2025 13:00 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir slæmt fyrir samfélagið í heild sinni að Landsvirkjun sé með dómi gert óheimilt að reisa Hvammsvirkjun sem sé búin að vera í undirbúningi í aldarfjórðung. Vísir/Sigurjón Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað. Héraðsdómur ógilti virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í gær en ellefu landeigendur við bakka Þjórsá höfðuðu málið. Í dómnum er hafnað kröfu eigandanna um að leyfi til Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjuna verði ógilt. Dómurinn ógildir hins vegar heimild Umhverfisstofnunar um að breyta ákveðnu vatnasvæði í Þjórsá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og þar af leiðandi er ógilt leyfi til að reisa raforkuverið. Umhverfisstofnun hafi þannig skort lagaheimildir. Álitsgjafar sem fréttastofa hefur rætt við í morgun segja að stjórnvöld hefðu átt að vera búin að bregðast við svo þessi staða kæmi ekki upp varðandi Umhverfisstofnun. Forstjóri Landsvirkjunar sagði í samtali við fréttastofu í telja mjög líklegt að dóminum verði áfrýjað. Grafalvarleg staðaSigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir niðurstöðuna slæma fyrir samfélagið í heild.„Niðurstaða dómsins er mikil vonbrigði. Staðan sem upp er komin er grafalvarleg. Það hefur verið skortur á raforku um nokkurra ára skeið og ljóst að ný raforka mun ekki koma inn á kerfið fyrr en af nokkrum árum liðnum. Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni. Ég held að engin hafi órað fyrir því að á Íslandi sé ekki mögulegt að reisa vatnsaflsvirkjun,“ segir Sigurður.Hann telur þó að þetta þýði aðeins frestun á að Hvammsvirkjun.„Það má ekki gleyma því að undirbúningur Hvammsvirkjunar hefur staðið í meira en aldarfjórðung. Þannig að ég sé ekki betur en að það sé búið að velta hverjum einasta steini varðandi þetta verkefni.Við þó gerum ráð fyrir að það verði af þessari mikilvægu framkvæmd en þetta seinkar henni um nokkur ár,“ segir hann.Hann segir brýnt að stjórnvöld bregðist við.„Ef niðurstaða dómsins stendur þá virðist vera að það sé ekki mögulegt að reisa vatnsaflsvirkjun á Íslandi. Ef það er staðan, sem við vitum ekki á þessum tímapunkti, þá er ljóst að stjórnvöld bera þarna mikla ábyrgð og verði að breyta lögum,“ segir Sigurður. Evrópa á annarri leiðHann segir að lög og regluverk hér á landi þegar kemur að leyfum til framkvæmda séu of flókin. Það þurfi að einfalda regluverkið. „Það er fyrir samfélagið mikið umhugsunarefni að við séum komin á þann stað að það geti tekið ár og áratugi að koma framkvæmdum af stað hér á landi. Á sama tíma sjáum við í Evrópu að þar er verið að einfalda regluverk og liðka fyrir því að græn orkuöflun fari af stað,“ segir Sigurður. Orkumál Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Héraðsdómur ógilti virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í gær en ellefu landeigendur við bakka Þjórsá höfðuðu málið. Í dómnum er hafnað kröfu eigandanna um að leyfi til Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjuna verði ógilt. Dómurinn ógildir hins vegar heimild Umhverfisstofnunar um að breyta ákveðnu vatnasvæði í Þjórsá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og þar af leiðandi er ógilt leyfi til að reisa raforkuverið. Umhverfisstofnun hafi þannig skort lagaheimildir. Álitsgjafar sem fréttastofa hefur rætt við í morgun segja að stjórnvöld hefðu átt að vera búin að bregðast við svo þessi staða kæmi ekki upp varðandi Umhverfisstofnun. Forstjóri Landsvirkjunar sagði í samtali við fréttastofu í telja mjög líklegt að dóminum verði áfrýjað. Grafalvarleg staðaSigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir niðurstöðuna slæma fyrir samfélagið í heild.„Niðurstaða dómsins er mikil vonbrigði. Staðan sem upp er komin er grafalvarleg. Það hefur verið skortur á raforku um nokkurra ára skeið og ljóst að ný raforka mun ekki koma inn á kerfið fyrr en af nokkrum árum liðnum. Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni. Ég held að engin hafi órað fyrir því að á Íslandi sé ekki mögulegt að reisa vatnsaflsvirkjun,“ segir Sigurður.Hann telur þó að þetta þýði aðeins frestun á að Hvammsvirkjun.„Það má ekki gleyma því að undirbúningur Hvammsvirkjunar hefur staðið í meira en aldarfjórðung. Þannig að ég sé ekki betur en að það sé búið að velta hverjum einasta steini varðandi þetta verkefni.Við þó gerum ráð fyrir að það verði af þessari mikilvægu framkvæmd en þetta seinkar henni um nokkur ár,“ segir hann.Hann segir brýnt að stjórnvöld bregðist við.„Ef niðurstaða dómsins stendur þá virðist vera að það sé ekki mögulegt að reisa vatnsaflsvirkjun á Íslandi. Ef það er staðan, sem við vitum ekki á þessum tímapunkti, þá er ljóst að stjórnvöld bera þarna mikla ábyrgð og verði að breyta lögum,“ segir Sigurður. Evrópa á annarri leiðHann segir að lög og regluverk hér á landi þegar kemur að leyfum til framkvæmda séu of flókin. Það þurfi að einfalda regluverkið. „Það er fyrir samfélagið mikið umhugsunarefni að við séum komin á þann stað að það geti tekið ár og áratugi að koma framkvæmdum af stað hér á landi. Á sama tíma sjáum við í Evrópu að þar er verið að einfalda regluverk og liðka fyrir því að græn orkuöflun fari af stað,“ segir Sigurður.
Orkumál Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent