Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2025 11:44 Málefni kennara til umræðu í Íslandi í dag. Umræða um skólamál hefur verið gríðarlega mikil á undanförnum misserum. Sitt sýnist hverjum í þessum málum en allir sammála um að kennarastarfið sé gríðarlega mikilvægt. Skólinn hefur verið gagnrýndur fyrir að lesskilningur sé ekki góður og einkunnir séu lægri en hjá löndunum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason skellti sér í Hörðuvallaskóla og ræddi málið við skólastjórann, Sigrúnu Ólöfu Ingólfsdóttur, í Íslandi í dag í vikunni. Sumir hafa haldið því fram að starfsdagar kennara séu einfaldlega of margir. „Varðandi starfsdagana þá eru þeir einn lykilþáttur í starfi kennarana og það er ótrúlega mikilvægt að þeir séu og haldist inni. Ég skil að fólki finnist þeir of margir en við verðum þá líka að hugsa um íslenskt samfélag og hraðinn í því. Við erum alltaf á hlaupum og viljum helst að börnin séu alla daga einhverstaðar annarsstaðar en heima. Þarna finnst mér aðeins að við þurfum að staldra við og stoppa og þetta finnst mér samfélagsmein, við verðum að hugsa hvernig við viljum hafa samfélagið okkar,“ segir Sigrún. Hún segir að starfsdagar kennara séu gríðarlega mikilvægir til að undirbúa kennslu, fá fræðslu um mikilvæg málefni og fleira. Samkvæmt OECD verja íslenskri kennarar færri stundum með nemendum og taka fleiri veikindadaga en löndin í kringum okkur. Námsefnaskortur „Nú ætla ég bara að horfa út frá Íslandi og ætla ekki að horfa á önnur lönd þar sem ég hef ekki starfað þar. Ef maður hugsar um íslenskan skóla og dag íslensk kennara. Þá eru þeir með 26 stundir í kennsluviku og ég sé fyrir mér að ef þeir ætla að fara kenna meira þá myndu þeir brenna út. Hérna á Íslandi, óháð öðrum löndum, þá er vinnan þeirra allt öðruvísi. Til dæmis með námsefni. Það er ekki eins mikið úrval af námsefni og annarsstaðar. Við erum pínu í námsefnisskorti. Ég er til að mynda mér kennara hér sem eru í raun búa sér til eigið námsefni. Það er gert til að kveikja áhuga nemenda.“ Sigrún segir að starfsumhverfið hafi breyst mikið undanfarin tuttugu ár. „Áskoranir í kennslustofunni eru miklu miklu meiri. Þú ert kannski með nemendahóp og sjö af þeim af erlendum uppruna. Það er orðið meira ofbeldi, verra orðbragð og leikskólakennarar tala um þetta líka,“ segir Sigrún en hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Skólinn hefur verið gagnrýndur fyrir að lesskilningur sé ekki góður og einkunnir séu lægri en hjá löndunum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason skellti sér í Hörðuvallaskóla og ræddi málið við skólastjórann, Sigrúnu Ólöfu Ingólfsdóttur, í Íslandi í dag í vikunni. Sumir hafa haldið því fram að starfsdagar kennara séu einfaldlega of margir. „Varðandi starfsdagana þá eru þeir einn lykilþáttur í starfi kennarana og það er ótrúlega mikilvægt að þeir séu og haldist inni. Ég skil að fólki finnist þeir of margir en við verðum þá líka að hugsa um íslenskt samfélag og hraðinn í því. Við erum alltaf á hlaupum og viljum helst að börnin séu alla daga einhverstaðar annarsstaðar en heima. Þarna finnst mér aðeins að við þurfum að staldra við og stoppa og þetta finnst mér samfélagsmein, við verðum að hugsa hvernig við viljum hafa samfélagið okkar,“ segir Sigrún. Hún segir að starfsdagar kennara séu gríðarlega mikilvægir til að undirbúa kennslu, fá fræðslu um mikilvæg málefni og fleira. Samkvæmt OECD verja íslenskri kennarar færri stundum með nemendum og taka fleiri veikindadaga en löndin í kringum okkur. Námsefnaskortur „Nú ætla ég bara að horfa út frá Íslandi og ætla ekki að horfa á önnur lönd þar sem ég hef ekki starfað þar. Ef maður hugsar um íslenskan skóla og dag íslensk kennara. Þá eru þeir með 26 stundir í kennsluviku og ég sé fyrir mér að ef þeir ætla að fara kenna meira þá myndu þeir brenna út. Hérna á Íslandi, óháð öðrum löndum, þá er vinnan þeirra allt öðruvísi. Til dæmis með námsefni. Það er ekki eins mikið úrval af námsefni og annarsstaðar. Við erum pínu í námsefnisskorti. Ég er til að mynda mér kennara hér sem eru í raun búa sér til eigið námsefni. Það er gert til að kveikja áhuga nemenda.“ Sigrún segir að starfsumhverfið hafi breyst mikið undanfarin tuttugu ár. „Áskoranir í kennslustofunni eru miklu miklu meiri. Þú ert kannski með nemendahóp og sjö af þeim af erlendum uppruna. Það er orðið meira ofbeldi, verra orðbragð og leikskólakennarar tala um þetta líka,“ segir Sigrún en hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira