Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2025 11:44 Málefni kennara til umræðu í Íslandi í dag. Umræða um skólamál hefur verið gríðarlega mikil á undanförnum misserum. Sitt sýnist hverjum í þessum málum en allir sammála um að kennarastarfið sé gríðarlega mikilvægt. Skólinn hefur verið gagnrýndur fyrir að lesskilningur sé ekki góður og einkunnir séu lægri en hjá löndunum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason skellti sér í Hörðuvallaskóla og ræddi málið við skólastjórann, Sigrúnu Ólöfu Ingólfsdóttur, í Íslandi í dag í vikunni. Sumir hafa haldið því fram að starfsdagar kennara séu einfaldlega of margir. „Varðandi starfsdagana þá eru þeir einn lykilþáttur í starfi kennarana og það er ótrúlega mikilvægt að þeir séu og haldist inni. Ég skil að fólki finnist þeir of margir en við verðum þá líka að hugsa um íslenskt samfélag og hraðinn í því. Við erum alltaf á hlaupum og viljum helst að börnin séu alla daga einhverstaðar annarsstaðar en heima. Þarna finnst mér aðeins að við þurfum að staldra við og stoppa og þetta finnst mér samfélagsmein, við verðum að hugsa hvernig við viljum hafa samfélagið okkar,“ segir Sigrún. Hún segir að starfsdagar kennara séu gríðarlega mikilvægir til að undirbúa kennslu, fá fræðslu um mikilvæg málefni og fleira. Samkvæmt OECD verja íslenskri kennarar færri stundum með nemendum og taka fleiri veikindadaga en löndin í kringum okkur. Námsefnaskortur „Nú ætla ég bara að horfa út frá Íslandi og ætla ekki að horfa á önnur lönd þar sem ég hef ekki starfað þar. Ef maður hugsar um íslenskan skóla og dag íslensk kennara. Þá eru þeir með 26 stundir í kennsluviku og ég sé fyrir mér að ef þeir ætla að fara kenna meira þá myndu þeir brenna út. Hérna á Íslandi, óháð öðrum löndum, þá er vinnan þeirra allt öðruvísi. Til dæmis með námsefni. Það er ekki eins mikið úrval af námsefni og annarsstaðar. Við erum pínu í námsefnisskorti. Ég er til að mynda mér kennara hér sem eru í raun búa sér til eigið námsefni. Það er gert til að kveikja áhuga nemenda.“ Sigrún segir að starfsumhverfið hafi breyst mikið undanfarin tuttugu ár. „Áskoranir í kennslustofunni eru miklu miklu meiri. Þú ert kannski með nemendahóp og sjö af þeim af erlendum uppruna. Það er orðið meira ofbeldi, verra orðbragð og leikskólakennarar tala um þetta líka,“ segir Sigrún en hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira
Skólinn hefur verið gagnrýndur fyrir að lesskilningur sé ekki góður og einkunnir séu lægri en hjá löndunum sem við berum okkur saman við. Sindri Sindrason skellti sér í Hörðuvallaskóla og ræddi málið við skólastjórann, Sigrúnu Ólöfu Ingólfsdóttur, í Íslandi í dag í vikunni. Sumir hafa haldið því fram að starfsdagar kennara séu einfaldlega of margir. „Varðandi starfsdagana þá eru þeir einn lykilþáttur í starfi kennarana og það er ótrúlega mikilvægt að þeir séu og haldist inni. Ég skil að fólki finnist þeir of margir en við verðum þá líka að hugsa um íslenskt samfélag og hraðinn í því. Við erum alltaf á hlaupum og viljum helst að börnin séu alla daga einhverstaðar annarsstaðar en heima. Þarna finnst mér aðeins að við þurfum að staldra við og stoppa og þetta finnst mér samfélagsmein, við verðum að hugsa hvernig við viljum hafa samfélagið okkar,“ segir Sigrún. Hún segir að starfsdagar kennara séu gríðarlega mikilvægir til að undirbúa kennslu, fá fræðslu um mikilvæg málefni og fleira. Samkvæmt OECD verja íslenskri kennarar færri stundum með nemendum og taka fleiri veikindadaga en löndin í kringum okkur. Námsefnaskortur „Nú ætla ég bara að horfa út frá Íslandi og ætla ekki að horfa á önnur lönd þar sem ég hef ekki starfað þar. Ef maður hugsar um íslenskan skóla og dag íslensk kennara. Þá eru þeir með 26 stundir í kennsluviku og ég sé fyrir mér að ef þeir ætla að fara kenna meira þá myndu þeir brenna út. Hérna á Íslandi, óháð öðrum löndum, þá er vinnan þeirra allt öðruvísi. Til dæmis með námsefni. Það er ekki eins mikið úrval af námsefni og annarsstaðar. Við erum pínu í námsefnisskorti. Ég er til að mynda mér kennara hér sem eru í raun búa sér til eigið námsefni. Það er gert til að kveikja áhuga nemenda.“ Sigrún segir að starfsumhverfið hafi breyst mikið undanfarin tuttugu ár. „Áskoranir í kennslustofunni eru miklu miklu meiri. Þú ert kannski með nemendahóp og sjö af þeim af erlendum uppruna. Það er orðið meira ofbeldi, verra orðbragð og leikskólakennarar tala um þetta líka,“ segir Sigrún en hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Sjá meira