Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2025 10:24 Guðlaugur Þór Þórðarson var orkuráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann er ekki sáttur við pillu eftirmanns síns um að hversu skammt vinna við einföldun leyfisveitingaferlis fyrir virkjanir hafi verið komin við stjórnarskiptin í desember. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. Jóhann Páll boðaði að hann ætlaði að leggja fram nýja rammaáætlun um verndun og nýtingu virkjunarkosta á hverju þingi á kjörtímabilinu í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær. Furðaði hann sig á því hversu skammt Guðlaugur Þór Þórðarson, forveri sinn í embætti, hefði verið á veg kominn með að einfalda leyfisveitingaferli sem hann sagði þunglamalegt og flókið. Sjálfur hefði hann nú hraðað þeirri vinnu mikið. Fyrirætlanir Jóhanns Páls um að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi væru afturför að mati Guðlaugs Þórs sem svaraði fyrir sig í sama þætti í morgun. Tvær rammaáætlanir væru tilbúnar í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og sú þriðja yrði tilbúin í vor. „Ef hann ætlar bara að leggja fram ramma á hverju þingi þá er hann að tefja ferlið. Það er alveg ljóst. Þinginu er ekkert að vanbúnaði að fá rammann til sín og taka afstöðu til þess,“ sagði Guðlaugur Þór sem lýsti áhyggjum af því að nýi ráðherrann ætlaði ekki að leggja fram tilbúin frumvörp sem ráðuneytið hefði lagt mikla vinnu í. Greiddu ekki atkvæði með því að rjúfa kyrrstöðu Sakaði Guðlaugur Þór ríkisstjórnarflokkana um hræðilega sögu í orkumálum. Þeir hefðu til að mynda ekki greitt atkvæði með rammaáætlun sem var samþykkt á Alþingi árið 2022. „Ef allir hefðu greitt atkvæði eins og stjórnarflokkarnir þá værum við ekki að byggja Hvammsvirkjun og við værum ekki að byggja Búrfellslund og það væri ekki búið að rjúfa þessa kyrrstöðu sem var gert á síðasta kjörtímabili í orkumálum,“ sagði Guðlaugur Þór. Sjálfur sagðist Guðlaugur Þór hafa einfaldað regluverk þannig að virkjunaraðilar geti nú stækkað virkjanir sínar án þess að þurfa að fara í gegnum rammaáætlunarferlið. Jóhann Páll væri nú einnig í þeirri öfundsverðu stöðu að vera kominn með sameinaðar Orku- og Umhverfisstofnanir sem væru grunnur að því að einfalda stjórnsýsluna. „Aðalatriðið er framtíðin og nútíðin. Það dugar ekki að segja: ég ætla að setja kraft í orkumálinn og setja ekki fram ramma sem er tilbúinn,“ sagði hann. Spurður að því hvort að ekki væri eðlilegt að nýr ráðherra vildi setja mark sitt á mál frekar en að taka beint upp þau sem aðrir hefðu unnið sagði Guðlaugur Þór að hann hefði sjálfur nýtt sér rammaáætlun sem var tilbúin í ráðuneytinu þegar hann tók við því. „Átti ég að fresta málum um marga mánuði eða jafnvel ár af því að ég vildi eitthvað fikta í þessu. Ég setti þetta inn í þingið vegna þess að þetta snýst ekki um persónur,“ sagði Guðlaugur Þór. Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Loftslagsmál Skipulag Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Jóhann Páll boðaði að hann ætlaði að leggja fram nýja rammaáætlun um verndun og nýtingu virkjunarkosta á hverju þingi á kjörtímabilinu í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær. Furðaði hann sig á því hversu skammt Guðlaugur Þór Þórðarson, forveri sinn í embætti, hefði verið á veg kominn með að einfalda leyfisveitingaferli sem hann sagði þunglamalegt og flókið. Sjálfur hefði hann nú hraðað þeirri vinnu mikið. Fyrirætlanir Jóhanns Páls um að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi væru afturför að mati Guðlaugs Þórs sem svaraði fyrir sig í sama þætti í morgun. Tvær rammaáætlanir væru tilbúnar í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og sú þriðja yrði tilbúin í vor. „Ef hann ætlar bara að leggja fram ramma á hverju þingi þá er hann að tefja ferlið. Það er alveg ljóst. Þinginu er ekkert að vanbúnaði að fá rammann til sín og taka afstöðu til þess,“ sagði Guðlaugur Þór sem lýsti áhyggjum af því að nýi ráðherrann ætlaði ekki að leggja fram tilbúin frumvörp sem ráðuneytið hefði lagt mikla vinnu í. Greiddu ekki atkvæði með því að rjúfa kyrrstöðu Sakaði Guðlaugur Þór ríkisstjórnarflokkana um hræðilega sögu í orkumálum. Þeir hefðu til að mynda ekki greitt atkvæði með rammaáætlun sem var samþykkt á Alþingi árið 2022. „Ef allir hefðu greitt atkvæði eins og stjórnarflokkarnir þá værum við ekki að byggja Hvammsvirkjun og við værum ekki að byggja Búrfellslund og það væri ekki búið að rjúfa þessa kyrrstöðu sem var gert á síðasta kjörtímabili í orkumálum,“ sagði Guðlaugur Þór. Sjálfur sagðist Guðlaugur Þór hafa einfaldað regluverk þannig að virkjunaraðilar geti nú stækkað virkjanir sínar án þess að þurfa að fara í gegnum rammaáætlunarferlið. Jóhann Páll væri nú einnig í þeirri öfundsverðu stöðu að vera kominn með sameinaðar Orku- og Umhverfisstofnanir sem væru grunnur að því að einfalda stjórnsýsluna. „Aðalatriðið er framtíðin og nútíðin. Það dugar ekki að segja: ég ætla að setja kraft í orkumálinn og setja ekki fram ramma sem er tilbúinn,“ sagði hann. Spurður að því hvort að ekki væri eðlilegt að nýr ráðherra vildi setja mark sitt á mál frekar en að taka beint upp þau sem aðrir hefðu unnið sagði Guðlaugur Þór að hann hefði sjálfur nýtt sér rammaáætlun sem var tilbúin í ráðuneytinu þegar hann tók við því. „Átti ég að fresta málum um marga mánuði eða jafnvel ár af því að ég vildi eitthvað fikta í þessu. Ég setti þetta inn í þingið vegna þess að þetta snýst ekki um persónur,“ sagði Guðlaugur Þór.
Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Loftslagsmál Skipulag Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira